Sköpun Alheimsins.

„Fyrir birtingu heimanna var aðeins myrkur og þögn – Ginnungargap. Guðirnir farnir til sinna heima, tími og rúm voru aðeins óhlutlægir þættir því efnið var ekki til í fjarveru lífsins. Þetta er eins og „Kaos“ grísku heimspekinnar, áður en reglan, Kosmos, varð til. Í Stanzas of Dzyan segir[1]: „Tíminn var ekki, því hann svaf í eilífum faðmi tilverunnar.” Eddan kallar þetta Fimbulvetur – hina löngu köldu nótt tilveruleysisins.

Þegar stund sköpunarinnar kom bræddi hiti Múspellsheims (Eldheima) frosinn Niflheim (þokuheim) og skapaði frjósaman eim í tóminu. Það er úr Ými, frostjötninum, sem guðirnir skapa heima, ósýnilega sem sýnilega, er lífsflóðin flæða um. Ýmir er fæddur af og nærist á þeim fjórum mjólkurám sem streyma úr kúnni Auðhumlu, frjósemistákni óbirts frækorns lífsins. Þegar Ýmir er „drepinn“ af goðunum verður hann að Aurgelmi, frumtóninum, og yfirtónar hans byrja að óma um tóm svið geimsins. Líkt og hin tíbetski Fohat (eldur) sem setur snúning atómsins, lýsir þessi fyrsti ómur skipulagðri hreyfingu í óvirka frumefninu, skapar hringiðu þar sem sveifluspenna og sveifluhraði ákvarða bylgjulengd og tíðni sem mótar mismunandi efni. Eins og segir í Völuspá í þriðja og fjórða erindi[2].“

Print Friendly, PDF & Email

Grímur Óðins  – Masks of Odin

Elsa-Brita Titchenell

4. Sköpun Alheimsins

Fyrir birtingu heimanna var aðeins myrkur og þögn – Ginnungargap. Guðirnir farnir til sinna heima, tími og rúm voru aðeins óhlutlægir þættir því efnið var ekki til í fjarveru lífsins. Þetta er eins og „Kaos“ grísku heimspekinnar, áður en reglan, Kosmos, varð til. Í Stanzas of Dzyan segir[1]: „Tíminn var ekki, því hann svaf í eilífum faðmi tilverunnar.” Eddan kallar þetta Fimbulvetur – hina löngu köldu nótt tilveruleysisins.

Þegar stund sköpunarinnar kom bræddi hiti Múspellsheims (Eldheima) frosinn Niflheim (þokuheim) og skapaði frjósaman eim í tóminu. Það er úr Ými, frostjötninum, sem guðirnir skapa heima, ósýnilega sem sýnilega, er lífsflóðin flæða um. Ýmir er fæddur af og nærist á þeim fjórum mjólkurám sem streyma úr kúnni Auðhumlu, frjósemistákni óbirts frækorns lífsins. Þegar Ýmir er „drepinn“ af goðunum verður hann að Aurgelmi, frumtóninum, og yfirtónar hans byrja að óma um tóm svið geimsins. Líkt og hin tíbetski Fohat (eldur) sem setur snúning atómsins, lýsir þessi fyrsti ómur skipulagðri hreyfingu í óvirka frumefninu, skapar hringiðu þar sem sveifluspenna og sveifluhraði ákvarða bylgjulengd og tíðni sem mótar mismunandi efni. Eins og segir í Völuspá í þriðja og fjórða erindi[2].

En það má endursegja á eftirfarandi hátt: Áður en tíminn varð, voru engin frumöfl, því það voru „engar bylgjur“-engin hreyfing; því var ekkert form eða tími.- Þessa lýsingu er varla hægt að bæta. Efnið og allur hinn sýnilegi alheimur er, eins og við vitum, afleiðing af hreyfingu rafhleðslna. Skipulagar eins og atómið sameinast hinar margbreytilegu eindir í margvíslegum formum efnisins sem mynda sólir og plánetur. Í fjarveru hinna skipulögðu afla, guðanna, varð ekkert til. Rúmið er í sjálfu sér afstætt, óbirt, en samt hið eina sem til er. Það er Ginnungargapið, hyldýpi ginnungs, ólýsanlegt, ósegjanlegt ekkert, handan hugleiðinga, þar sem Ýmir, frostjötuninn, leyfir engan gróður þar til hin skapandi öfl fanga hann og móta heima, „reisa töflur,“ þar sem þeir fagna með lífsins miði.

Kýrin Auðhumla sleikir saltið af hrímsteinum Ginnungargaps og afhjúpar höfuð Búra (afstæðan geiminn, en ekki í víddum). Hann svarar til hins „sjálfborna“ alheims í Hindu heimspekinni. Auðhumlu upprunafræ lífsins, má líkja við vac úr sömu heimspeki, hinni fyrstu hreyfingu eða hljómi sem líka er líkt við kú. Sömu líkingu er að finna í launsögum bíblíunnar; Jóhannes 1:1: „ Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð“. Orðið (í grísku Logos) þýðir ástæða, og líka hljóð og hreyfing. Í þessum dæmum er fyrsta hreyfing afleiðing hugmyndar guðlegs hugar, eða sem frumafl eða frumtónn sem byggir upp röð yfirtóna sem hver um sig eru einnig grunntónn að nýrri tónaröð. Af slætti á gong má heyra vel hvernig ómur hljómastrengs byggir ofan á þann eina djúpa grunntón sem sleginn var. Þetta minnir á Stóra hvell sem með upphafsorku sinni hefur teygt sig eins og harmónika í útvíkkun sinni. Með slíkri bylgjuútbreiðslu gætu vitundir sem við köllum guði skapað form til að flytja á þeim bylgjum og jafnvel íklætt sig og dvalið í þeim, hvort sem þau væru sólir, menn eða smærra líf.

Frá afstæðum Búra kemur Bor (útvíkkaður geimurinn, rúmið) og af honum leiðir það þriðja, þrígreindur Logos sem samanstendur af Óðni, Vilja og Vé ( því heilaga –ave í upprunalegum skilningi). Þetta er uppruninn eða fyrirmyndin af þeim öflum sem við köllum eld, loft og vatn. Eðli andans (andardráttur), lífi (hita), vökva (huga),- fínni frumþætti efnis. Það er tvíræð tenging milli þess sem er kallað í launsögnum „vötn geimsins,“ sem er grundvöllur allrar birtingar í alheiminum– og vetnis (í grísku Hydor: vatn); munum að það er einfaldast, léttast og í mestu magni af öllum frumefnunum og binst öllum öðrum þekktum efnum. Aðra hlið þrenningarinnar má finna í öðru frumefni, helíum, sem tekur nafn sitt af Helios, sólinni, þar sem það var fyrst uppgötvað. Tenging er á milli elds og þriðju hliðar þrenningarinnar, súrefnis sem efnafræðilega sameinar önnur frumefnin í bruna. Einn þáttur eldsins helga var Mundilfari, „vogarstöngin“ eða „öxullinn“ sem snýr „hjólum“ vetrarbrauta, sóla, plánetna og atóma. Það er aflið sem kemur af stað öllum hringferlum og hreyfingum, kraftar “ geimhafana”.

Það er sláandi hve ýmsar torræðar vísbendingar í þessum gömlu launsögnum er hægt að þekkja í nútíma vísindum, jafnvel í greinum eins og stjarneðlisfræði. Hún segir okkur hvernig formmyndun átti sér stað, en launsagnirnar segja frá orsökum tilveru formsins. Í eðlisfræði er talað um þrennskonar efnisástand, – fast, fljótandi og loftkennt, launsagnirnar nefna þetta  jörð, vatn og loft; og bæta tveimur við, eldi og eter er voru taldir guðlegir þættir.

Í fjarlægum morgni tímans hefur jörðin okkar í allri sinni samsetningu verið það sem má kalla eterísk. Hnötturinn átti eftir að þéttast frá upprunalegum gasmekki sínum (nifl), sem fæddur var í Niflheimum (upprunalega gasheiminum). Við getum séð fyrir okkur guðlegan „viljann til að vera” draga sig ofan frá óskýranlegum sviðum andans niður gegnum svið huga og skilnings, gegnum eterinn og gegnum þéttara en samt óáþreyfanlegt efni, mynda atóm, skipuleggja mólekúl og lífverur, þar til öll lögmál efnisins með sínum ídveljandi lífsformum höfðu verið sköpuð. Frá þessu afli fékk gasryk löngu eyddra stjarna sem dreift var um sofandi geiminn, lífskossinn á ný og kveikti þá skapandi hvatningu sem myndaði hringiðukrafta sem mynduðu efnið sem heimar okkar eru gerðir úr.

Áður en pláneta okkar varð efnisþétt voru fínni efnin, -eldur og eter,-án efa meira ráðandi; eldur er enn hitagjafi allra lifandi eininga. Jafnvel í geimnum sjálfum, eins og við vitum best,  sjáum við slíkt nærri alkulinu, hiti 2,7° Kelvin, sem er þó merki um hreyfingu þó hæg sé og veik. Eter er ekki þekktur sem efnisástand í dag, en engu að síður eru orð í stjarneðlisfræðinni eins og „millistjarnaefni“ og „millivetrarbrautaefni“ („intergalactic medium“) sem benda til slíks. Frá þeim óratíma sem liðinn er frá því að jörðin byrjaði að þéttast hafa hin eterisku efni hörfað undan þétta efninu. Í framtíðinni, þegar jörðin tekur aftur að efnisléttast, eins og guðspekirit spá fyrir um, munum við eflaust enduruppgötva eterinn með hraðari geislavirkni.

Við höfum séð hvernig Ýmir, frostjötninum er umbreytt af guðlegum mætti í það efni sem heimar okkar eru gerðir úr, það upphafsefni verður Aurgelmir (fyrsta hljóðið), frumhljómur alheimsins, svo þrunginn orku að það minnir á þann viðburð sem vísindin kalla Stóra hvell. Sköpun jarðarinnar í Grímnismálum (40-41) og Gylfaginningu eru ljóðrænni.

„40. Úr Ymis holdi var jörð af sköpuð, en úr sveita sær, björg úr beinum, baðmr úr hári,en úr hausi himinn.

41.En úr hans brám, gerðu blíð regin, Miðgarð manna sonum, en úr hans heila váru þau in harðmóðgu ský öll af sköpuð.“

Með augnabrúnum hans, „brám gerðu blíð regin“, umkringdu þær Miðgarð, heim manna, en af heila hans voru sannarlega sköpuð hin dimmu ský. Þessi lýsing minnir mjög á bogadreginn segulhjúp jarðarinnar sem ver jörðina fyrir geimgeislum og dökk skýin á heilaverk mannanna.

Sköpunarferilinn niður í efnisbirtingu (kallaður í guðspekinni „Niðurgönguboginn“­­—í Eddu Mjötviður) er það sem nærir lífsins tré, en þróun andans og hrörnun efnisins (kallað í guðspekinni uppgönguboginn,– í Eddu, Mjötuður) tekur fyrir næringu Yggdrasils. Óðinn er kallaður Ofnir (sá er opnar, en það er einnig eitt nafna höggormsins við rætur trésins) í upphafi sköpunar þegar hann er óaðskiljanlegur Aurgelmi, frumhljóminum sem endurómar margfaldlega um kosmosinn. Þessum slagbilskrafti kosmíska hjartans fylgir samdráttur þegar tíminn kallar og goðin draga sig til baka enn á ný inn í hjarta tilverunnar, og sannarlega er það staðfest, í lok sköpunar er Óðinn kallaður Sváfnir (sá er lokar) og tengist við Bergelmi (lokahljónn. Þessi efnisjötunn er „efnið í kvörnina„ – sem gerir efnið einsleitt og formlaust, dregur efnið í sig með ótrúlegri líkingu við það sem vísindin kalla svarthol. Hann er líka sagður „lagður í lúður og bjargað“,– (er blóð Ýmis flæðir yfir og drepur alla jötna nema hann); launsögn sem minnir á Nóa flóðið, sem einnig tryggði endurnýjun lífsformsins eftir hamfarir, sem líka tryggir endurnýjun lífsformins eftir upplausn. Þetta getur líka verið frummynd þess að látnir höfðingjar voru lagðir í logandi nökkva sem rak til hafs.6

Hinar ýmsu ár Hvergelmis eru hinar ýmsu greinar eða lífsríki sem halda áfram stefnu sinni gegnum svið og heimkynni í heimskerfunum. Þær birta þá miklu breidd lífsforma sem nýttar eru af þessum elfusálum, þeim mannlega einnig. Þar eru dvergar, ljósálfar og einnig svartálfar sem „enn hafa ekki streðað frá hallargólfi upp rampinn“ (Völuspá 14).

Á líftíma kosmískrar verundar er Alfaðir Óðinn nátengdur Þrúðgelmi (hljómi Þórs), sem viðheldur öllu lífi. Við sjáum hvernig Þrúður (á kosmískum skala), Þór (í sólkerfinu), Hlóriður (hiti á efnissviðinu), standa fyrir allri orku í rafsegulsviðinu og hvernig eiginleikar þeirra hafa tilvísun í einstaka eiginleika þeirrar orku. Hamar Þórs, Mjölnir, skapar bæði efni og eyðir því og er því fulltrúi sköpunar og eyðingar sem helgar giftingu en drepur líka risa, uppfyllir skyldur sköpunar og eyðingar með því að draga vitundina frá sviðum lífsins.

5.Kafli

Efnisyfirlit

[1] The Secret Doctrine, I, 27.

[2] Völuspá, 3, 4.

 

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.

Print Friendly, PDF & Email