SKÖPUN HUGMYNDAR UM SÓLKERFIS

9. KAFLI

SKÖPUN HUGMYNDAR UM SÓLKERFIS.

„Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu.“ Sköpunarsag-an. 1.2
Við höfum nú rakið tvo fasa í þróuninni—kosmíska fasann og mun hraðari endurspeglun hans í þroskafasa hinnar Miklu Veru. Við höfum einnig skoðað tengsl hennar við umhverfi sitt, alheiminn, og við miðjuna sem jafnstillir alla krafta alheimsins, sem er Guð hans. Við munum nú skoða líf hinnar Miklu Veru í tengslum við heims hennar, þar sem hún er Guð þess heims—Skapari—sá er skilyrðir —og viðheldur.
Við höfum séð að hin Mikla Vera kemur frá Miðjunni og tekur sér bólfestu á tiltekinni braut sinni og byggir kerfi sitt undir áhrifum neikvæðra fasa Kosmos. Þetta kann að sýnast einkennilegt að sköpun eigi sér stað yfirleitt undir áhrifum niðurbrotsafla Kosmos sem setja samræmi þróunarinnar úr skorðum, en við það verður til nýr fasi sem kemur aftur á jafnvægi. Þegar þessi fasi hefst með fyrri reynslu innbyggða í eðli sínu, byrjar hann þar sem sá síðasti endaði, hann „stendur á öxlum þeirra“ og því rís þróunin til meiri þroska því þetta er regla í Lífsmyndunni. Þú munt sjá að þessi meginregla gengur í gegnum alla hluti, smá sem stóra, á hinu efra sem neðra, hún er ein af kosmísku meginreglunum en lítið sem ekki þekkt.
Á svipaðan hátt myndar hin Mikla Vera innri og huglægan þroska sinn. Hann verður ekki til vegna ytri áhrifa, heldur af áhrifum sem verða til af innri aðstæðum sem samsvara þeim áhrifum sem mannleg sál gengur í gegnum við fæðingu og dauða. Þegar þessum tilvistarfösum lýkur hefur hin Mikla Vera náð að því skipulagi sem mögulegt er fyrir hana við þær að-stæður eru til staðar, lengra verður ekki gengið. Þannig er skipulagið heild og hver hluti þess er undir áhrifum og svarar breytingum sem verða í öðrum hlutum kerfisins.
Það er því að fullu orðið vitundarstillt, því vitund er meðvitund og meðvitund er viðbrögð við áhrifum. Aðstæður eru stöðugar í hringiðu sinni og endurtekningu myndast ekki lengur meðvituð viðbrögð. Hin Mikla Vera hefur því vitund, en einungis um sjálfan sig. Alheimurinn er algjörlega stöðugur gagnvart þessari Veru og myndar bakgrunn fyrir vitund hennar sem jafna má við mannlega undirmeðvitund á því sjálfvirka stigi.
Hún hefur því tilfinningu fyrir eigin eðli, hugmynd og meðvitund um sjálfa sig. Hér er því einstök vitund sem hún dvelur við. Þetta er sjálfsvitund Mikillar Veru. Þetta er sköpun—„ og Guð skapaði manninn í sinni mynd og líkingu.“ Sólkerfi er hugmynd í huga hinnar Miklu Veru. Það er skapað með sjálfsíhugun hennar.

Vitund hinnar Miklu Veru sér sjálfa sig sem heild, og mun næst verða var við breytingar á eðlisþáttum sínum af völdum kosmískra áhrifa sem hún verður fyrir á ferð sinni, sem vekja upp nýja eðlisþætti sem bætast við þá sem fyrir eru og aðlagast þannig þróuninni. Þetta er ólíkt því flæði sköpunarafla sem þú hefur heyrt um.
Þessi fræðsla um innri og ytri þætti hinnar miklu Veru er lykilinn að kenningunni um algyðistrú , eins og hún er almennt skilin, en er þó hálfsann-leikur. Því Mikil Lífvera hefur í minni sínu kosmískar aðstæður, þó hún sjálf sé ekki alheiminn sem hún er hluti af. Sama má segja um þá eigin huglægu mynd sem endurspeglar hana í allri sinni mynd sem verk fullkominnar vit-undar, en þar er ekki sú Vera sem birtir sig, – þó allt ráðist af náttúrulögmálum og reynslu hennar og hún eigi engan annan uppruna og verði alls ekki fyrir neinum öðrum áhrifum, því hún hefur enga aðra tilvist örugga nema í vitund þeirrar Veru sem gat hana, þess vegna er sú Vera ekki beint háð kosmískum aðstæðum vegna þess að hún er sköpuð með öðrum hætti en hinar Miklu Verur sem eru fylginautar skapara sinna, og hver þeirra, í tímans rás, myndar hugmynd um sjálfan sig. Hún verður hinsvegar fyrir óbeinum áhrifum af kosmískum fösum því hin Mikla Vera sem er grunnur að tilveru hennar verður fyrir áhrifum af þeim.

Það er þessi staðreynd sem tryggir sólkerfi fyrir truflunum og leyfir engin áhrif sem hindra tengslin milli þess og Skapara síns—Guð þess.
Guð þess, er því, almáttugur hvað það varðar, þó Hann sé líka háður að-stæðum í Alheiminum. Guð þess er óendanleikinn hvað það varðar, því að Hann er „allt sem er“ fyrir henni. Hvað Hann er ekki „er ekki.“. En Hann er sjálfur endanlegur í samanburði við alheiminn, sem er óendanlegur hvað Hann varðar, er „allt sem er“ fyrir Honum, þó alheimurinn sjálfur sé endan-legur í samanburði við hið Óbirta.
„Almáttugur“ merkir hér frelsi frá áhrifum af öllum utanaðkomandi kröftum og „Óendanleiki“ merkir summa allra allra áhrifa sem lífsheild er fær um að bregðast við. Sólkerfi er því hugarform sem hugur Guðs myndar, Hann er því almáttugur og óendanlegur fyrir þann heim, sólkerfið.
Eins og komið hefur fram þá myndar hin mikla Vera hugmynd um sjálfa sig. Það er hinsvegar ekki upphaf hlutmyndunar í sólkerfinu, þó það að ræða um þetta fyrst, er til að gera það sem eftir fylgir skiljanlegra; því þegar hin Mikla Vera birtir eigin mynd, verður til efni af sömu eðli sem lífkerfið bíður eftir.
Við munum að hin mikla Vera safnaði um sig atómum á hverju sviði al-heimsins og myndar líkama hennar. Þessi atóm eru einnig verur, þó af lægra þróunarstigi en hún sjálf. Þó þau séu minna þróuð var þroska þeirra náð mun fyrr. Hvert atóm sem hefur uppgötvað sjálft sig hefur skapað hugmynd um sig. Þessar hugmyndir sem myndaðar eru af atómunum eru ekki atóm, heldur eins margar myndir af þekkingu á eins marga vegu og viðbrögð eru möguleg. Þau eru því ekki flokkuð úr í hjámiðju sviðunum, því þyngdaraflið verkar ekki á þær. Þær eru einfaldlega viðbragðamyndanir.

Vitund hinnar miklu Veru verður ekki vör við einstaka viðbrögð atóma sem hún er samansett af, ekki frekar en vitund manns er vör við vitund einstakra fruma í líkama sínum. Því er það að þegar hún leitast við að skilja sjálfsmynd sína tekur hún viðbrögð mismunandi gerða atóma inní heildar-myndina og er háð atómísku hugmyndunum sem skapaðar hafa verið í þeirri heild. Þess vegna verður hin mikla Vera að skapa hugmynd um sjálfa sig í sýnilegu efni, og er því takmörkuð og bundin af eigindum þeirrar myndar hún notar. Þannig verða atómískar sjálfsmyndir hluti af fyrstu sköpunarmynd.
Fyrsta verk sköpunar kom frá líkama Guðs, en var einungis massi af óskipulögðum einingum—„ Myrkur ríkti yfir djúpinu.“ Þessar einingar, óskipulagðar og þar af leiðandi án tengsla sín á milli, gátu ekki náð að mynda sameiginlega vitund, en hugmynd hinnar Miklu Veru með kosmíska reynslu sína myndaði skipuleg tengsl á milli þeirra og vitund þeirra um hvert annað og þau drógust að hvert öðru.
Af þessu má sjá að kosmísk atóm sköpuðu atóm á hverju undirsviði birtingar og þau atóm sem þannig voru sköpuð voru tengd saman hvert við annað af verkum hinnar Miklu Veru og þannig þróuðust undirsvið.
Þessi fyrstu undirsvið á hverju meginsviði höfðu bein tengsl við samsvarandi kosmískt efnissvið og þar af leiðandi höfðu áhrif á hina Miklu Veru á því sviði. Af því leiðir að það er ávallt ákveðin mótstaða við hina Miklu Veru sólkerfisins frá hendi atómanna sem mynduðu efni þess. Þetta er mjög mikilvægt atriði.
Við höfum því, í fyrsta lagi, myndun atómískra hugmynda. Síðan, myndun hugmynda hinnar Miklu Veru um sjálfa sig, sem raðaði þessum atómum í kosmíska smámynd sem við köllum sólkerfi til að aðgreina það frá því tilvistarstigi sem myndaði foreldri þess og Skapara.

mynd 17
Print Friendly, PDF & Email