Sköpun jarðarinnar.

„Sál jarðar er Iðunn, af álfaætt, vörður epla, eilífrar æsku, er hún gefur goðunum á tilteknum tímum, en gefur ekkert á milli mála. Iðunn er dóttir álfajötunsins Ívalda — og sögð „lst yngri barna“ hans. Nanna, sál mánans, ein af „ldra kyni“, dó af hjartasorg við dauða bónda síns, Baldurs sólargoðs. Þetta kann að vera leið til að segja að jörðin sjái aðra sól, aðra hlið sólargoðs en forveri hennar, máninn. Synir Ívalda eru frumöflin sem mynduðu plánetu okkar; þau eru lífsaflið sem einu sinni mótaði dvalarstað Nönnu (mánann), en myndaði formið fyrir Iðunni (jörðina) eftir dauða Nönnu. Samkvæmt kenningum Guðspekinnar á hver hnöttur í birtingu nokkra bræður, gengna og ógengna; þar er því haldið fram að jörðin sé sú fimmta í röðinni af sjö birtingum plánetugoðsins, og að máninn hafi verið sá fjórði í röðinni. Jörðin er því einu þrepi ofar í þróuninni í okkar plánetukerfi en tunglið myndaði.“

Print Friendly, PDF & Email

Grímur Óðins – Masks of Odin         

Elsa-Brita Titchenell

5. Sköpun jarðarinnar

Sköpun jarðarinnar er sýnd á nokkra vegu. Hinn hugrakki Freyr er persónugerð jarðar. Hann er sonur Njarðar og Freyju og á galdrasverð sem sagt er vera styttra en venjulegt vopn en er ósýnilegt þegar því er beitt af hugrekki. Hver stríðsmaður Óðins sem vill komast í Valhöll verður að vinna til þess að bera slíkt sverð.

Sál jarðar er Iðunn, af álfaætt, vörður epla, eilífrar æsku, er hún gefur goðunum á tilteknum tímum, en gefur ekkert á milli mála. Iðunn er dóttir álfajötunsins Ívalda — og sögð „elst yngri barna“ hans. Nanna, sál mánans, ein af „ldra kyni“, dó af hjartasorg við dauða bónda síns, Baldurs sólargoðs.  Þetta kann að vera leið til að segja að jörðin sjái aðra sól, aðra hlið sólargoðs en forveri hennar, máninn. Synir Ívalda eru frumöflin sem mynduðu plánetu okkar; þau eru lífsaflið sem einu sinni mótaði dvalarstað Nönnu (mánann), en myndaði formið fyrir Iðunni (jörðina) eftir dauða Nönnu. Samkvæmt kenningum Guðspekinnar á hver hnöttur í birtingu nokkra bræður, gengna og ógengna; þar er því haldið fram að jörðin sé sú fimmta í röðinni af sjö birtingum plánetugoðsins, og að máninn hafi verið sá fjórði í röðinni. Jörðin er því einu þrepi ofar í þróuninni í okkar plánetukerfi en tunglið myndaði.

Fjölmargar goðsagnir líta á tunglið sem foreldri jarðarinnar og efni þess og lífseðli sé enn að færast til afkomanda þess. Sumt er talið styjða þessa fornsögn, t.d. sú staðreynd að birta sýnilegrar hliðar hans er smá saman að minnka. Ein myndin er móðirin sem snýst um vöggu barns, barnið sem jörðin. Hin vinsæla vögguvísa (fóstruríma), Jack and Jill, á uppruna sinn úr Eddu þar sem nöfn þeirra eru Hjúki og Bil [i] sem fara til mánans til að sækja efni sitt og koma því til jarðar. Þegar þau eru þar sjáum við skugga þeirra á mánamyndinni alveg eins og við sjáum „ karlinn í tunglinu“. Sagnir amerískra indjána kalla jörðina „móður“ en tunglið „ömmu“ sem vísar til þessarar sömu söguvenju.

Í einni Eddusögn er sköpun jarðarinnar keppni á milli tveggja afla, annars vegar tveggja sona Ívalda, dverganna Sindra og Brokka (jurta og steinaríkisins) og hins vegar af Dvalins (manna/dýra sálin í dvala) með aðstoð Loka (hugarins). Keppnin var til að ákvarða hver skapaði bestu gjöfina til goðanna.

Brokki og Sindri smíða sjálfskapandi hringinn Draupni fyrir Óðinn, hann gefur af sér átta eins hringi hverja níundu nótt, sem táknar fullvissu um endurnýjun lífsformanna. Þeir sköpuðu gylltan gölt fyrir jarðargoðið Frey. Þetta tákn fyrir jörðina er einnig að finna í hindúíska Puranas þar sem Brahma í mynd galtar lyftir jörðinni frá vötnum geimsins og ber hana á vígtönnum sínum. Dvergarnir smíða hamarinn Mjölni (mélarann) fyrir Þór. Þetta er þrumufleygurinn í skemmtisögunum, sem stendur fyrir raf-og segulmagni, ást og hatri, sköpun og eyðingu, og í mynd Svastiku sem tákn eilífrar hreyfingar Hann hefur þá náttúru að snúa alltaf til baka til þess sem sendi hann af stað, þ.e. lýkur ávallt hringferlinu til viðbótar efnislegum tilgangi; þetta er ein leið til að sýna fram á að lögmál réttlætis er algilt í öllum heimum. Við þekkjum það úr austrænum kenningum um karma, sem gildir á öllum sviðum lífsins, og kemur á samræmi ef því hefur einhvertíma verið raskað, og sem gildir einnig á kosmískum sviðum og kemur fram í nýjum hringrásum, endursköpun efnisins í nýjum plánetum, nýjum heimum. Hamar Þórs hefur einnig stutt skaft, en við smíði hans dulbjó Loki sig sem býflugu og stakk dverginn sem var við smíðabelginn. Dvergnum fataðist augnablik, en þó nægilega til að galli var á gjöfinni og tryggði sigur Loka og Dvalins. Engu að síður voru gjafir dverganna þær bestu sem framleiddar voru af jurta- og steinaríkjunum fyrir það guðlega (Óðinn), lífsorkuna (Þór), og plánetuandann (Frey). Við þurfum að hafa í huga að þessar gjafir, skapaðar af jurta- og steinaríkinu, takmarkast við eiginleika smiðanna. Hringur Óðins táknar augljóslega þróun í hringumferðum sem endurtaka sig í eilífðinni, og árstíðirnar eru gott dæmi um. Göltur Freys með gullnum kömbum sínum dregur vagn hans um himininn, meðan hinn skapandi og eyðandi hamar Þórs táknar lífsorkuna og aflið sem við kennum við frumöflin, þrumur og eldingar, drunur og hreyfingu, samspil þyngdarafls og segulmagns.

Í keppninni um gjafirnar skapaði Dvalinn, með hjálp Loka, galdraspjótið fyrir Óðinn sem aldrei missti marks þegar því er beitt af hjartahreinum. Spjót og stundum sverð tákna þróunarviljann. Það er greypt í hverja lifandi veru að vaxa og þróast til þroskaðri gerðar. Það er í þessari leyndardómsfullu þörf sem fórnin liggur, það má sjá hjá Óðni bundnum á Yggdrasil lífsins tré, með spjótið stungið í síðuna. Spjóststungan er sömuleiðis þekkt í sögnum af öðrum krossfestum frelsurum.

Gjöf Dvalins og Loka fyrir Þór var að endurheimta gullið hár Sifjar, konu hans (uppskeruna), sem Loki hafði stolið — misnotkun manna á jarðneskum gæðum? — . Þetta gæti líka verið önnur tilvísun. Gjöf sem endurheimtist gefur fyrirheit um mögulegan þroska og þróun efnis- og vitundarsviða heims sem er í sköpun. Gjöf Freys var skipið Skiðblaðnir, sem innihélt öll fræ lífsins; það skip var hægt að „brjóta saman sem klút“ þegar líf þess var á enda.

Þegar efnis-og lífsþáttum er safnað saman, sem nauðsynlegir eru fyrir mótun eða endurmótun nýrrar plánetu, eru andlegu gildin, Líf og Lífþrasir (líf og lífsþrá, -„þrasir“ merkir „óeyðanlegur“), í þeim skilningi „falin í fjársjóðsminni sólarinnar“. Þetta eru ódauðlegir þættir plánetunnar, eilíf sál/andi mannríkisins, sólarþáttur mannkynsins sem þraukar allan líftíma sólarinnar. Af þessari sögn lærum við táknrænt að þó ríki frumaflanna gefi góðar og gagnlegar gjafir fyrir lífverurnar þá er það frumleiki mannsins og æðri yfirburðir sem gáfu honum vinning í keppninni.

Nafn plánetu okkar, Miðgarður, þýðir „miðjugarður“. Þessi staðsetning hnattar okkar sem miðja svarar mjög til heimsmyndar Guðspekinnar um að efnisleg jörð okkar sé í miðri hnattkeðju okkar (sem samanstendur af mörgum hnöttum og jörðin sú efnisþéttasta og eina sýnilega). Fjöldi leyndra hnatta er ekki sá sami í öllum launsögnum, sá hæsti svo andlegur og fjarlægur mannlegum skilningi og því eru þeir settir algjörlega í flokk kosmískra launsagna eða óljóslega geymdir. Í Grímnismálum eru tólf nöfn á efnislegum hnöttum sem gefur til kynna mynstur þar sem sex vaxandi efnislegir hnettir koma saman í okkar eigin og eftir fylgja önnur sex svið sem dragast saman í guðlegt svið  ofar okkar jarðneska. Hnöttur okkar er þar jötuninn Þrymur sem hvílir á mesta efnissviðinu sem nærir tólf vistarrými lífs.

Eins og aðrar launsagnir hefur norræn goðafræði sín flóð, bæði alheimsleg og jarðnesk. Við höfum séð hvernig Bergelmir, síðasta jötninum, endalok kosmískrar hringferðar „er bjargað á kjöl“ til að verða að nýjum heimum í upphafi næstu umferðar efnisbirtingar. Svipað mynstur kemur fram í smærri stíl á líftíma jarðarinnar. Jötnar taka hér við hver af öðrum á löngum tíma, og á styttri tímabilum taka dætur jötnanna við hver af annarri og spegla á samsvarandi hátt breytingar á jarðtíma plánetunnar.

Það er ávallt samsvörun milli fyrstu raðar og þeirrar næstu og svo áfram, stundum er þeim gefið sama eða svipað nafn sem hægt er að ruglast á, en getur einnig verið upplýsandi tákn. Sem dæmi um það  er skýr samsvörun á milli jötnanna Ýmis, Gýmis, Hýmis, Rýmis, sem standa fyrir mismunandi röð kosmískra atburða.

Við vitum að jörðin breytist stöðugt og stundum með hamförum. Ein ástæða þess er afrán íbúa hennar, sem á löngum tíma ganga gegn lögmálum hennar, og þegar eyðilegging manna verður óbærileg rís náttúra hennar upp og kemur á breytingum með náttúruhamförum, og kemur á jafnvægi á ný. Þetta er hluti af náttúrulegri framþróun lifandi endurnýjandi jarðarlíkama fyrir endurheimt heilsu og endurnýjun.

Þær miklu uppákomur sem hafa áhrif á kynþættina vegna breytinga á meginlöndum og höfunum stjórnast hinsvegar af slætti lífsstrauma plánetunnar sjálfrar og eiga sér stað með hléum sem ná yfir allan sögulegan tíma. Á þeim fjórum og hálfum milljaða líftíma jarðarinnar eru aðeins fjögur slík tímabil nefnd í Guðspekiritum. Margir minni atburðir eru að sjálfsögðu tíðari.

Goðsagnir víða um heim um gjöreyðingarflóð og afkomu útvalinna eru allar samhljóma. Goðsögur indjána segja frá sólum sem taka við hver af annarri. Hver sól lifir meðan frumöfl lofts, vatns og elds eru i jafnvægi, en ef vöxtur einhvers þeirra verður um of mun jafnvægi verða aftur komið á með tilheyrandi breytingum á landi og sjó. Íbúar „nýja heimsins“ sjá sólina fara annan veg á himni en áður. Samkvæmt arfsögnum Nahuatl og Hopi indjána erum við í hinni fimmtu sól. Zuni indjánar staðhæfa með mikilli nákvæmni að við séum í fjórða heimi og með annan fótinn í þeim fimmta. Ef við berum þetta saman við kenningu guðspekinnar, þá erum við í fjórðu umferð (af sjö) jarðarinnar og  jörðin fjórði hnötturinn í hnattakeðju jarðarinnar, en í fimmta kynstofni á þessum hnetti.

[1] „Hann tók tvö börn af jörðu er svo heita: Bil og Hjúki, er þau gengu frá brunni þeim er Byrgir heitir og báru á öxlum sér sá er heitir Sægur, en stöngin Símul. Viðfinnur er nefndur faðir þeirra. Þessi börn fylgja Mána, svo sem sjá má af jörðu.“ (Gylfaginning, 11. kafli )

6.Kafli

Efnisyfirlit

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.

Print Friendly, PDF & Email