Sköpun.

 

Máttur skaparans,
knýr úr kyrrð
– ljós og myrkur

Eldar lifna
sólir kvikna
– lífsins glóð

Goðans ómi,
þrennum tóni
– sköpun bjó

Í viljans loga,
lífsins þrá
– sá fyrsti brennur

Í brjóstsins anda,
hjartans þrá
-sá annar rennur

Í formið blæs
skilnings gró
-sá þriðji rennur

SS © 1998-2001

Print Friendly, PDF & Email