ÞRÓUN ATÓMS

4. KAFLI

ÞRÓUN ATÓMS

Atom2

Við skulum rifja upp fræðsluna um geislanna, hringina og hvirflana.
Geislarnir og hjáhringirnir eru hluti af frumhreyfingu kosmos. Þeir ásamt hringjunum eru óbreytanlegir og kallast straumar Kosmos.
Hvirflarnir eru annars eðlis. Frumhreyfingin gengur í hring. Hvirflarnir byrja sem beinar hreyfingar sem verður fyrir mótstöðu og kalla fram aðra hringlaga hreyfingu.
Það eru því ávallt tveir kraftar að verki sem mynda frumatóm og þetta grunnstef, tvíund, heldur áfram í allri samsetning þar sem atómið er grunnur-inn.
Þú tekur eftir að hvenær sem sérstök söfnun eða hópeining í reglu-bundinni hreyfingu á sér stað mun þessi hópur bregðast við sem ráðandi grunnþáttur þó aðrir þættir eða sameiningar bætast við þann grunnþátt.
Gerum ráð fyrir, t.d. að frumhreyfing atóms sé þríhliða snertilínur — A til B, B til C og C aftur til A, og að önnur hreyfing sem myndast (munum að hreyfing í beinni línu helst aldrei eftir að upprunakrafturinn deyr út) dragi úr frumhreyfinguna og breytir henni í bogaferil, þannig mun atómið, sem upp-haflega hélt sig í þríhyrningsbraut endanlega falla í hreyfingu þriggja spírala innan þríhyrnings.
Hver spíralhreyfing mun gerast undir áhrifum aðstæðnanna sem réðu, A til B hlutanum, þá B til C hlutanum og C til A hlutanum. Því, ef þú vissir hver áhrif A til B hlutans væru, myndir þú vita hvert væri eðli frumhreyf-ingarinnar sem réði spíralnum sem væri einungis sýnilegur í yfirborðslegri athugun. Þetta grundvallaratriði er á bak við stjörnuspeki og einnig ástæðan fyrir því af hverju talnavísindi eiga mikilvægan þátt í öllum rannsóknum á kosmískum grundvallaratriðum.
Atómið er hvirfilhreyfing—ekkert annað, hringhreyfinga umhverfis hreyfingarlaust lofttæmi. Atómið sem lýst var hér að framan, á ekki við um frumatóm, heldur margþætta samsetningu. Það er aðeins þegar frumatómin safnast saman að slík seinni hreyfing myndast.

Atóm sem hefur þríhyrnda byggingu getur myndað einingu við eins mörg önnur atóms og hliðar þess eru. Þegar hver hlið hefur tengst atómi er ein-ingin fullkomin og hefur náð stöðugleikaspennu innan sjálfs síns. Það getur ekki lengur vaxið með viðloðun heldur verður að starfa sem eining og getur aðeins tengst öðrum líkum einingum sem hafa svipaða hornaspennu.
Frumatóm er einfaldur hvirfill eins og ég sagði og samsett atóm af mis-munandi gerð, verða til vegna fjölda snertilínuhorna sem hvirflarnir verða fyrir við mótstöðuáhrif. Munum að hvirflarnir mynduðust fyrst við hornin sem geislarnir mynda við Miðjustilluna. Það eru þessi krossun krafta sem myndar seinni hreyfingarnar. Þess vegna finnast frumatómin á sviðinu næst miðjustillunni. Þau verða fljótt fyrir áhrifum annarra sem mynda snertilínu-hreyfingar eins og lýst var áður.
Eins og áður hefur komið fram, til viðbótar hreyfingu geislanna, eru hreyfing hringjanna um Miðjuna. Sú hreyfing skapar miðflóttaaflsvirkni og atómin leita út til jaðarsins. Því flóknara sem atómið er því sterkar verkar miðflóttaaflið á þau, svo í hringjunum eru atóm sem hafa vaxið og orðið flóknari. Þessi atóm sem mynduðust af geislunum og verða fyrir áhrifum miðflóttaaflsins ferðast þannig eftir geislalínunni. Hvert atóm hefur því í sér krafta tveggja geisla sem mynda frumatóm og ferðast því eftir leiðum þessara geisla.
Þróun á kosmískum sviðum má líta á sem vaxandi fjölda atóma á hrings-viðum geimsins á þeim óralanga tíma sem liðið hefur.
Frumatóm eru í Hring eitt.
Fyrstu samsettu atómin í—Hring tvö.
Sambland af samsettum atómum í—Hring þrjú, og svo áfram.
Þessar efnisgerðir, eins og við getum kallað þau, eru þannig dreifð í sammiðja sviðum um alheiminn, allt út til marka Hring-takmarkanna og ganga eftir línum geislanna, svo að meðan fyrsti hringurinn geymir aðeins atóm af sömu gerð, hefur næsti hringur í kjarna sínum innri spegilmynd af þeim fyrri og þannig áfram og því hafa atómin í ystu hringjunum í sér spegilmynd allra úr fyrri hringjum í kjarna sínum og eru orðin mjög þróuð.
Þegar atómin ná ysta sviðinu verða þau fyrir nýju afli, þau hafa hitt fyrir mótstöðu Hring-takmarkanna. Atómin sem eru á ysta sviðinu eru orðin mjög flókið kerfi, hreyfingar innan hreyfinga. Eftir að hafa ferðast frá miðju með miðflóttarafli, er þeim nú endurkastað af Hring-takmörkunum og vegna þess snúið til baka með spíralhreyfingu. Það er þetta sem gefur þeim sérstaka aðlögun að geislunum.
Þegar þessi atóm hafa náð að miðju, dreifast þau aftur út með miðflótta-afli, núna í geisla andstæðum þeim sem þau komu inn á að miðjunni, þegar þau koma aftur til baka á sama hátt breytist hornið minni háttar, sem gerir það að verkum að þegar þau fara aftur frá miðjunni munu þau fylgja næsta geisla við þann sem þau voru á frá miðjunni síðast og þannig áfram til þess næsta o.s.f.v. Þegar þau fá endurkast frá Hring-takmörkun fara þau í hring-ferð um svið ysta hringsins og finna kraft þess frá öllum hliðum. Þetta gera þau á hverju sviða þegar þau fara til baka.
Eins og áður sagði heldur hver hreyfing í geimnum áfram og því setja öll áhrif sem atómin verða fyrir á ferð sinni mark sitt á þau og þau snúa aftur til miðjunnar mun flóknari eftir hverja hringferð, hver geisli sker Hringina við mismunandi hornstefnu og veldur því að atómin verður fyrir mismunandi áhrifum á ferð sinni, og endanleg gerð þeirra er orðin mun flóknari þegar þau hafa lokið ferð sinni, hugsanlega er hægt að skoða gerð þeirra stærðfræði-lega, en alls ekki hægt að útskýra að fullu fyrir jarðneskum vitsmunum, en ef þú gætir skilið rúmfræði þessara atóma og talnalega útreikninga, hefðir þú lykill að samsetningu alheims.
Hér vísum við enn í byggingamyndun atóma—ekki eins og í efnafræðinni, þar sem kenningin er að ekki sé hægt að leysa þau upp í einfaldari form ef þau eru samsett,—heldur á þeim grunni, að ef þau eru samsett, sé ekki hægt að leysa þau upp, því þau séu orðin varanleg einnig.

Það er því hægt að sjá að ferð atómanna út til jaðarsins og til baka til miðjunnar markar skeið í þróun alheims og hringferð atóms um geislanna markar þróunarskeið fyrir atóm. Þegar það hefur lokið hringferð sinni, hefur það þá reynt alla krafta alheimsins og þegar öll atómin hafa lokið hringrás sinni (þróun atóms á slíkri bylgju er takmörkuð, því eftir að ákveðið hlutfall aflsins hefur takið við snertilínuformi er jafnvægi náð innan alheimsins, því þróun heldur áfram frá fyrstu hreyfingu óbeislaðs afls þar til jafnvægi er náð), þetta er endir þróunar—jafnvægisstaða og því afstæð kyrrð.
Þú sérð kannski að við höfum lýst þremur skeiðum í kosmískri þróun. Þróun Hringanna var fyrsta skeiðið. Þeir mynduðust fyrir áhrif hvers annars þar til jafnvægi var náð. Þó þeir væru stöðugir hver við annan, þ.e.a.s., hver þeirra á stöðugri hreyfingu en héldu stöðugri afstöðu hvers til annars og munu gera það, því að engir kraftar munu trufla þá afstöðu, hvirflar mynduðust vegna hreyfinga Hringanna sem aftur mynduðu aðrar hreyfingar— Geislanna og Hringsviðin. Þau þróuðust einnig þar til þau voru orðin stöðug gagnvart hvert öðru og öðru skeiði þróunarinnar var lokið. Þriðja skeiðið var þegar áhrif þeirra mynduðu snertilínuhreyfingarnar sem mynduðu atómin.
Þannig sést að af þróunarskeiðum tekur við jafnvægisskeið og það sem hafði þróast er viðhaldið óbreyttu. Þau skeið eru þekkt undir nöfnunum „Dagar“ og „Nætur“ guðs—Dagur þróunar— Nótt stöðugs jafnvægis, en sem mun taka enda þegar einn krafturinn nær yfirhöndinni sem leiðir til að jafnvægið raskast og kraftarnir líða inní birtingu að nýju. Jafnvægið fer úr skorðum og nýir kraftar fara af stað.
Þessi öfl byggjast á tengslum eininganna sem áður voru byggðar upp og undir áhrifum frumhvatanna—Hringanna, Geislanna, og seinni hringanna. Innan þessara takmarka og eðli eininganna sem verka á þau, mynda þau nýja samsetningar og hrynjanda í verkun og gagnverkun þar til hin nýju öfl hafa fundið jafnvægi sitt, og í endanlegri samsetningu og þróun verða jafnvægi ávallt náð að nýju í alheimi, þar til jafnvægið raskast að nýju.
Þau öfl sem raska jafnvæginu eru þau sem settu á stað Frumhringina—sú staðreynd að hreyfing getur af sér hreyfingu og myndar hringsvið utan um sína eigin braut. Því er það svo að jafnvel ný öfl sem sett eru á hreyfingu verða að ná sínu lokajafnvægi sem ræðst af eðlisþáttum þess, slíkt jafnvægi er viðhaldið af afstæðri stöðu hreyfinganna hverrar til annarrar og ná því „afstæðri“ kyrrð, en því mun ávallt verða raskað og mynda ný skeið í þróun-inni, því þetta er alheimur sem byggður er á hreyfingu og hreyfing getur af sér hreyfingu.

Print Friendly, PDF & Email

Lokað er fyrir athugasemdir.