ÞRÓUN FYRSTA PLÁNETUFORMSINS

15. KAFLI

Þróun fyrsta plánetuformsins.

Í fyrri fyrirlestri var þróun Guðlegra neista rakin frá þeim tíma er þau, öll af sömu gerð, söfnuðust saman og mynduðu hópvitund. Við röktum þróunarfasa þessara hópa frá einu sviði til annars á hverri plánetu, hvernig þeir bættu við sig atómahjúpi af hverju sviði við þau sammiðjulög af atómum er snérust kringum kjarna upprunalega ferðaatómsins, þar til að lokum að við finnum miðjukjarna Guðlegu neistanna á fyrsta sviði hjúpuðum sjö lögum.
Tengsl kjarnaatómsins, ferðaatómsins og þessara sjö hjúpi eru flókin og þarfast frekari skýringa áður en haldið er áfram.
Ferðaatómið á uppruna sinn, – ekki frá Lógos, heldur úr Kosmos. Það er því skyldara uppruna tilverunnar en það sem Lógosinn myndar.
Logósinn myndar megin grunnkrafta- og fasa sem ráða sólkerfinu sem heild.
Kosmísku atómin sem gengist hafa undir áhrif Lógosins mynda hin ótölulega fjölda eininga sem hugmyndun hans bindur saman. Kosmísku atómin er í raun yngri bræður Lógosins—Kosmískar einingar sem enn hafa ekki náð sama þroska og Lógosinn, en af sömu gerð. Hvert atóm í sólkerfinu er því af þessari ástæðu mögulegur guð.
Munum að hreyfing er grunnur alls.

Óhlutbundinn hreyfing sem er fönguð af staðbundnum kröftum gerir hana stöðuga, staðbundna. Þessi staðbundni kraftur verður „formið.“ Form er einfaldlega kraftur sem er ekki frjáls að hreyfast.
Hver breyting sem er algjörlega aðlöguð festist í hringrás virkni og gagnvirkni.
Um leið og slík hringrás verður til er ekki hægt að breyta henni og þannig er kraftur festur, ekki sem hreyfingalaust form, heldur í hringsnúandi ferli. Form er eining. Hringirnir eru lífverur.
Eining eða hringur sem orðið hefur til, geta hreyfst sem heild og þegar hreyfing hluta á sér stað eru tveir þættir fyrir hendi — hlutur sem hreyfist og hreyfingin sem hann skapar.
Hreyfingin, óháð hlutnum, er sama eðlis og hreyfingin sem skapaði hlutinn.
Þegar um er að ræða ósamhæfðar hreyfingar, eins og snertihreyfingar atóma áður en þau ná samhæfingu, er ekki kominn á reglulegur hrynjandi og því myndast engin form. En um leið og aðlöguð samvinna þeirra er komið á, myndast óhlutbundin hreyfing.
Þessi meginregla gengur að mörgu og er nefnd hér ef vísað er til hennar síðar og/eða ef vísað er almennt til óhlutgerða megingerðar, þú munt sjá það að eftirmynd þessa hrynjanda, kemur fram á öðrum sviðum sem titringur. Þetta er lykilinn að myndun minnisþáttarins.
Áður en við höldum áfram með þróun hinna Guðlegu Neista, viljum við vísa til þróunar frumgerða hnatta eins og þeim hefur verið lýst.
Sameining Guðlegu neistanna í hópvitund myndar, eins og fyrr hefur verið sagt, skipulag atóma þeirra í samsvarandi rúmfræðilegt form. Eftir dreifingu atómana heldur formgerð þeirra sér í samræmi við lögmálið sem lýst er hér að framan.
Þetta form er smækkuð mynd af Logós eins og hann birtist sólkerfi sínu, það er að segja, kerfi viðbragða.

Þetta kerfi viðbragða skipar atómum sviðanna í grunnskipulag og myndar þannig tiltekið form fyrir sjálft sig. Þannig verður til, auk þróunarhóps Guðlegu neistanna, Plánetuvera með kúlulegan líkamlega sem byggður er á grunni viðbragða og þessi Plánetuvera mun verða innblásin af virkni og skipulagi því sem einkennir hóp Guðlegu neistanna í þróunarfasa á sínu sviði.
Þegar næsti hópur nær þessum fasa verður þróun þeirra að vera í tengslum við þá Plánetuveru sem er Drottinn þess sviðs, því hún er ráðandi þar. Þeir munu finna tilbúnar aðstæður sem fyrirrennarar þeirra urðu að þróa og frá henni byrja þeir sinn eigin þroska. Hver og einn er búinn efnis-skel þess sviðs og mun halda áfram að byggja utan um hana efni næsta sviðs. Munið, að þó að svið Alheimsins séu víðáttumikil í geimnum—sem byggist á hreyfingu—þá teygja atómsviðin í sólkerfi sig ekki út í geiminn, þau eru afurð hugmyndar og bundin í vitund og eru því af þroskaðri gerð.
Það sýnist sem svo að Guðlegu neistarnir þurfi ekki að breyta um stað sinn í geimnum til að safna um sig atómum af annarri gerð (því atóm af öllum gerðum eru alstaðar) en þau verða að breyta hreyfingum sínum til að önnur atóm geti lagað sig að þeim hreyfingum. Hvenær sem samvinna í hreyfingum á sér stað sem breytir staðnari einingu í spinnandi hringhrynj-anda á sér stað slík breyting og hringhrynjandi laðar ávallt til sín atóm frá næsta neðra sviði, því sú hreyfing er lík þeirra eigin.
Sem dæmi, þegar frumatóm hreyfist með snertiferli verður það snerti-atóm. En ef hópur frumatóma hreyfðist með snertiferli mynduðu þeir snertisameind og þar sem það er stærra en atóm yrði það aðdráttarafl fyrir slík atóm og myndaði þannig skel af atómum utan um sameindina. Þannig verða allir hjúpar til.

Ef við snúum okkar aftur að þróun Plánetuveru, þá byggist hún til að byrja með á skipulögðum kerfum atómsviða og þegar hinir nýtilkomnu hópar Guðlegra neista kom inní þessi kerfi finna þeir sig í efni sjöunda sviðs á sjöunda sviðs plánetu. En á þróunarferlinum á þessari plánetu byggja þeir um sig sjötta sviðs hjúp og samhæfa vitund sína inní hópvitund, þegar þeir halda áfram ferð sinni yfirgefa þeir þessa mótuðu hópvitund sem myndar nú vitundgerð Plánetuverunnar og þessi formgerð dregur að sér atóm sjötta sviðs sem koma inná það svið og mynda líkama Plánetuverunnar númer tvö.
Þessi ferill endurtekur sig með hverjum nýjum þróunarfasa þar til hver Plánetuveran hefur náð fullri myndun allra líkama sinna og getur því tekið atómhóp gegnum alla þróunarhringrásina. En hver Plánetuvera tekur fullan þátt í virkni hópanna í formbyggingunni þar sem hver Plánetuvera stendur fyrir mismunandi fasa í þróuninni. Þeir hafa mismunandi eiginleika og þróun hvers þeirra fer fram samkvæmt því.
Til dæmis þá mun einkenni sjöunda sviðs ráða allri þróun alls efnis á sjöunda sviði plánetu. Frumhrynjandi þess sviðs er lykilnótan og þar af leiðandi munu allir síðari taktar bera þau einkenni.
Plánetu á fyrsta sviði tekur á sig frumhrynjanda þess sviðs, en sá hrynj-andi er sá hraðasti og allar afleiddar breytur eru hluti hans og á neðri sviðunum er þessi frumhrynjandi sem einn tíundi.
Takið eftir að hópur í þróun á ákveðinni plánetu byrja á sama fjölda líkama og plánetan hefur og bætir við einum í þróun sinni og bætir þannig einum líkama við plánetuna þar til hámarkinu, sjö, er náð og afþróun hefst, og plánetur og neistar kasta af sér efninu. Það efni verður rætt síðar.
Þú munt sjá að þróunarröð í sólkerfi er öfug við þróunarröð í Kosmos því að sólkerfi er endurkast spegilvitundar hinnar Miklu Veru. Óhlutbundin hreyfing myndar form í Kosmos.
Form mynda óhlutbundnar hreyfingar í sólkerfinu og tengjast þannig Kosmos, en við komum betur að því síðar.

Það er því nauðsynlegt í sólkerfinu að mynda form til að þróast upp á kosmískt svið. Markmið sólkerfis er að lyfta hverju atómi upp á kosmískt svið og þar með gera þeim kleyft að tengjast kosmískum atómum sem þau eru af og gera þessum kosmísku atómum að verða hluti Mikillar Veru. Þannig þróast kosmísku atómsviðin.
Þetta er leyndardómurinn um guðleika mannsins. Hann er ekki eingöngu tengdur guði sólkerfi síns, sem er sá er mótar hann, heldur skapara sínum sem er samsvarandi atóm í Kosmos, sem skapar en hefur ekki afl til að móta, því það sjálft er mótað af Mikilli Veru sem það sjálft er hluti af.
En þegar hið endurspeglaða atóm í sólkerfinu þroskar tilheyrandi eðlisþátt skapara síns og getur því sameinast honum, fær það kosmíska atóm inn í sig alla þá mótun sólkerfisins sem var myndað af hinni Miklu Veru, sem er hluti hans. Þar sem það sólkerfi var mótað af hinni Miklu Veru verður kosmíska atómið þannig eftirmynd þeirrar Miklu Veru, og þar sem það er algjörlega mótað af henni, er hún ekki lengur mótuð heldur hefur verið mótuð, og sú mótun tilheyrir fortíðinni og er því nú ómótuð af hinni Miklu Veru, því það hefur öðlast stöðu til að móta sjálft sig og er því sjálfstætt. Það er frjálst af kosmískum sviðum, – er ekki lengur bundið þjónustu við hina Miklu Veru, en vegna tengingar sem þroskað atóm í mynduðu sólkerfi, er því lyft yfir stöðu atómsviðs sitt, og verður, í stað þess, ferðaatóm og ásamt tengdum Guðlegum neista þessa endurspeglaða sólkerfi, fer það umferðir um alla geisla Alheimsins og verður, að því loknu, Mikil Vera og þróar sólkerfi.
Þetta er þróunarmarkmið allra myndaðra atóma í sólkerfi—að þróa Guðlegan neista—til að ljúka þróun frá mannlegu til Guðlegs í mynduðu sól-kerfi og síðan að sameinast sínum kosmíska skapara og gera kosmíska atóminu kleyft að þróast gegnum ferill sem ferðaatóm til þess að verða Mikil Vera.
Þetta er það kerfi þróunarinnar sem við eru nú að skoða.
Þessi síðustu atriði hafa aldrei áður verið upplýst. Mannleg hugsun hefur aldrei áður farið út fyrir Logósinn, en nú er það upplýst að þó að Logósinn sé Skapari sólkerfisins, er hvert og eitt atóm í því sólkerfi skapað af kosmísku atómi, sem hvetur með aðferðum þess endurspeglaða lífs, að ná því marki að halda áfram sinni eigin þróun.
Því má segja um menn, að með því að borða af tré þekkingarinnar geti þeir orðið guðir.
Þessari þekkingu hefur verið haldið leyndri í þessari útþróun svo að sálir freistist ekki til að snúa til baka og fresta markmiðum sínum, en fyrir þá sem hafa náð á tindinn er nú hægt að upplýsa þetta.

Print Friendly, PDF & Email