ÞRÓUN LOGA-, FORMS- OG HUGARDROTTNA

16. KAFLI
ÞRÓUN LOGA-, FORMS- OG HUGARDROTTNA

Við getum nú skoðað þróun guðlegu neistanna í meiri smáatriðum.
Höfum strax í huga að fyrsti hópur guðlegu neistanna er ólíkur þeim sem á eftir koma í mörgum atriðum.
Í fyrsta lagi samanstendur fyrsti hópurinn einungis af ferðaatómum sól-kerfisins.
Í öðru lagi eru þessir guðlegu neistar ekki undir neinum öðrum áhrifum en Lógosins, því fylgihnettir hafa ekki myndast og eru því ekki undir áhrifum plánetuvera. Þess vegna hafa neistar fyrsta hóps guðlegu myndina inn-prentaða hreina og ómengaða af öðrum áhrifum.
Það eru engin straumamót sem koma í veg fyrir að fyrsti hópurinn nái hinni guðlegu hugmynd með minni fyrirhöfn en síðari hópar. Í fyrsta hópnum eru kosmísk áhrif ráðandi. Hver síðari sveimur sem kemur, þróast í sólkerfi sem er æ lengra á veg komið og því eru kosmísk áhrif á þá sveipi sífellt minni.
Annar þáttur sem skilur að í þróun fyrsta hópsins frá þeim síðari er, — fyrsti hópurinn safnar efni í líkama sína frá mismunandi atómum sviða sem þeir hafa þróast í gegnum; hann (hópurinn) fer áfram með þessi atóm á næsta hnött í þróuninni og gegnum sviðin. Svo að á hverjum hnetti sem þeir þróast er gagnvirkni komið á við öll sviðin fyrir ofan í sólkerfinu með þeirri aðferð sem lýst var.
Þessir guðlegu neistar fara þannig niður sviðin og skilja eftir sig röð af grunngerðum og þegar þegar þeir fara til baka upp sviðin,- með aðferðum sem lýst verður hér síðar-, verða þeir að afli og möguleikum sem stýra þróun þeirra sem eftir koma. Þeir eru „Drottnar“, – „Hinir Tignu“, – „Stjórnendur“ eins og þeim er sumstaðar lýst.
Þróunaraðferðir síðari sveima víkja frá þeim fyrsta. Lógosinn sem fékk þróunarárangur fyrsta sveims deilir honum til annars sveims með hrynjanda og titringi sem áður hefur verið lýst og þannig byrja þeir þróun sína með áunnu eiginleikum sem fyrirrennarar þeirra höfðu byggt upp og þeir finna sig undir áhrifum afla sem atómvirkni fyrirrennara þeirra setti inní svið hnattarins.
Þeir aftur á móti draga að sér efnishjúp í gegnum sviðin á þróunarbraut sínum. En það sem greinir þá að er, —þeim hefur ekki tekist að byggja upp hóphuga úr vitundum sínum. Þeir hefur aðeins tekist að stilla sig inn á þann eina sem fyrir er í tilveru. Þeir verða að ná því að verða eining innan sviðs síns og aðlagast áhrifum fyrri sveims sem og sínum eigin, ekki aðeins að vera einn með sjálfum sér.
Þegar þessari samstillingu (einingu) er náð og Logósinn hefur séð árangurinn og hann dregur sig inn í íhugun, halda þessir guðlegu neistar ekki áfram til næsta fylgihnattar eins og fyrsti sveimur gerði, heldur við það að logóískt aðdráttarafl minnkar við íhugun Lógosins, dregur aðdráttarafl hnattar næsta sviði þá til sín.
Á næsta hnetti taka þeir við næsta fasa í þróun sinni á nákvæmlega sama hátt og fyrirrennarar þeirra og endurtaka ferill þeirra þannig áfram allt að brottför af fimmta sviði hnattarins.
Hér á sér breyting stað. Þegar annar hópurinn kom á annan hnöttinn í þróun sinni, hélt hann ekki viðstöðulaust áfram á þriðja hnöttinn, heldur er hann nú undir áhrifum (Logósinn dregið sig aftur inn í óhlutbundið ástand) tveggja plánetna— fyrsta og þriðja hnattar (fyrsti hópur er ávallt einum hnetti á undan). Það er því togað í hópatómin úr tveim áttum og þessi and-stæðu áhrif eru næg til að yfirvinna aðdráttarafl einstakra atóma í atómískum hjúpi þeirra. Atómíski hjúpurinn fellur því af þeim og fellur aftur í sitt upprunalega ástand sem atóm þess sviðs sem tilheyrir þeim, en þó að þau séu frjáls frá guðlegu neistunum eru þau nú umsvifalaust gripin af þeim sviðskröftum þar sem þessi þróun á sér stað og eru því notuð þar aftur.
Á sjötta sviðinu heldur Plánetuveran ekki aðeins sjötta sviðsatómum á afls-viði sínu, heldur einnig sjöunda sviðs atómum sem guðlegu neistarnir skildu eftir sig þar. Munum að Plánetuvera er í raun hóp-andi þess lífs sem þróast í henni.
Guðlegu neistarnir sem misstu þannig atóm sín, fara í upprunalegt ástand sitt sem sjöunda sviðsatóm og í því ástandi snúa aftur til hins óbirta, sem í sólkerfinu samsvarar Miðjustillu Kosmos, og þar fá þau á ný logóísku myndina, auk ávaxta af þróunarárangri frumneistanna— en Frumneistarnir eru ávallt einu sviði á undan í þróun þeirra.
Neistar annars hópsins byrja ávallt nýja umferð með eiginleikum næsta sviðs til viðbótar. Er þeir fara gegnum sviðin safna þeir um sig efni hvers sviðs og móta það í sammiðjuhjúp eins og áður var lýst, þar til þeir koma að fimmta sviði. Þar byggja þeir upp efnishjúp fimmta sviðs af áhrifum frá þeirri plánetu og endurtaka aðlögunarferlið að hóphuganum, að sleppa hjúpunum og snúa aftur til miðjunnar.
Það má sjá af þessu að það eru grundvallarmunur milli hvers hóps. Fyrsti hópurinn gengur í gegn eingöngu með segulmagnvirkni og titringi, þeir eru kallaðir í dulspeki „ Drottnar Logans.“ Annar hópurinn mótar efnisbygginguna ,form Plánetuveranna, þess vegna eru þeir kallaðir „Drottnar formsins.“
Við snúum okkur nú að þriðja hópnum. Hann birtast sem sjöundasviðs atóm með logóískri ímynd, en af þróaðri gerð en fyrirrennarar þeirra báðir, því Lógosinn hefur þroskast með þróunarferli fyrirrennara þeirra. Þau halda áfram til sjöunda sviðs plánetunnar og hér er mismunurinn ljós á þróun þeirra frá fyrirrennurum sínum, því þau safna ekki um sig efni sviðanna til að mynda líkama, heldur nota þau aðeins efnið sem er undir áhrifum Plánetuveru og þróar það, það efni er orðið vant að bregðast við Guðlegum neistum og er mun auðveldar að stjórna því en efni geimsins. Vegna þess er þessi þróun mun hraðari. En þar sem þessir Guðlegu neistar geta ekki haldið til næsta hnattar fyrr en fyrri hópur hefur haldið þaðan áfram, verða þeir að halda kyrru fyrir og þegar þeir hafa fullnýtt möguleika sína á gagnvirkni og ofurmögnuðum kröftum á þessu sviði, en komast ekki áfram, hefja þau „leik“ sín á milli.
Þetta er fyrsta tilfelli „frjáls vilja“ innan Alheimsins og árangurinn af þeirri virkni myndaði einstaklingsvirkni í atómunum sem kölluð er „frumverk“ (Epigenesis). Þetta er í fyrsta sinn sem atóm greina sig hvert frá öðru og leiðir til nafngiftar þessa hóps sem „Drottnar Hugans“, því einstaklings-reynsla er grunnur persónumyndunar.
Hér má sjá að nýr þróunargrunnur verður til —með því að beina framgangi í eina átt, eflist afl frumgerðarinnar og lyftir því að nýjum þætti. Hins-vegar, ef því er beint of lengi í sömu átt, mun aflið verða til að snúa til frum-stæðari gerðar, það getur ekki gerst í þessum fasa því samræmi krafta á þessu sviði er fullkomið, en er aðeins nefnt hér sem tilvísun.
Ferlið við að þróa nýjan þátt í þróuninni er kallaður „upplyfting.“
Ferlið við að snúa til einfaldari þróunargerðar er kallað „niðurþrepun“ og er ávallt sársaukafull því viðbragðaeiginleika þróaðs stigs er ekki hægt að stjórna af kröftum frumstæðara stigs; þeir munu þróa öfgafulla einstaklings-hyggju og raska samhæfingu krafta á því sviði sem þeir eru á.
Þú sérð að sjálfsögðu að þetta er sami framgangur og gerir ferðaatóm frjálst á þróunarferð sinni til hærri stiga tilverunnar. En ferðaatóm hefur lokið hringnum áður en það gengst undir þessa reynslu og má kallast „Barn Alheimsins.“—eða „Sólkerfis“—í hvoru tilfelli sem við á,—fætt í fyllingu tímans.
En atóm sem fer í niðurþrepun er fætt fyrir tímann—brottnumið. Ef það lifir, lifir það sem ófreskja. Þetta er uppruni ákveðinna gerða djöfla. Þetta efni verður rætt síðar og er aðeins nefnt hér í samanburði.
Sem betur fer er jafnvægið fullkomið í þróunarfasanum sem við erum að ræða, því áhrif Lógosins eru einu áhrifin í sólkerfinu. Þess vegna getur slík hnignun ekki átt sér meðal frumhópanna. Það er á umbreytingarstigi frum-verkanna sem uppruni illskunnar í sólkerfinu verður til.

Þannig halda hóparnir áfram, Logadrottnarnir skilja eftir sig allt orku-mynstur. Formdrottnarnir skilja eftir sig atómasetlög sem mikinn kúlulaga orkuhjúp. Þannig mynda orkumynstur allra sviða Plánetuandann sem bindur setlög efnis annarra sviða í form eða líkama sem þróast í Plánetu eins og þær eru þekktar í stjörnuspeki. Þó er rétt að muna að hver pláneta, þó hún hafi endanlega efni allra sjö sviðanna, hefur Plánetuanda sem myndaður af því sviðsmynstri sem hann er á. Þannig að Plánetuandi á fimmta sviði óhlut-bundinn hugur og Plánetuandi Jarðarinnar er eteríski líkaminn.
Við höfum nú rakið þrjá fyrstu hópsveimana í útgöngu og þú sérð hvernig hver þeirra ber með sér nýja þætti frá sviði til sviðs.
Fyrsti hópsveimurinn—Logadrottnar—snúa ekki til miðju birtingarinnar fyrr en þeir hafa lokið hringrásinni, farið niður sviðin og aftur til baka upp sviðin og lokið þróun sinni.
Annar hópsveimurinn—Formdrottnar—snúa aðeins aftur til miðju birt-ingarinnar eftir að hafa endurtekið þróunarhring sinn og náð tökum á næsta sviði. Það er að segja, að í fyrstu útgöngu ganga þeir í gegnum tvo hnetti og snúa til baka. Í annarri útgöngu—gegnum þrjá hnetti og þá til baka og þannig áfram í kjölfar fyrsta sveims til að samhæfa sinni þróun því sem hann skildi eftir, því er fyrsti sveimur hafði öðlast nýjan þátt, tók Logósinn hann upp og til þess, fór hann í huglægan fasa.
Meðan á þeim fasa stóð, eins og áður hefur verið sagt, var sólkerfið skilið eftir á eigin forsendum. Fyrsti hópsveimur, þá á þeim hnetti sem það var statt á, settist að til að staðla viðbrögð sín og það eru áhrifin af þeim mótaða hnetti í annars ómótuðu sólkerfi sem brýtur hjúpi annars sveims á hnettinum sem undan er og sendir þá aftur til birtingarmiðjunar þaðan sem þeir byrja aftur.
Með líkum hætti er ferill þriðja hópsveims samhæfður, því þeir verða að bíða þess að annar sveimur dragi sig frá plánetunni svo þeir geti haldið áfram. Þróun fyrsta sveims er hægust því það er fyrsta upphafsverk þeirra. Þróun annars sveims tekur lengsta tímann, því þeir eru stöðugt að endurtaka sig, safna saman og brjóta nýtt efni á mismunandi sviðum og samhæfa við ferill fyrsta sveims.
En þriðji sveimur hefur þegar unnið þróunarvinnu sína, því hann þarf að bíða meðan annar sveimur endurtekur sig. Hann metur, endurmetur og skýrir sjálfan sig.
Endurmat þýðir aðgreining og hún er persónumyndun.

Þróun hnatta
Print Friendly, PDF & Email