ÞRÓUNARTAKMARK LÍFSSVEIMA

18. KAFLI

ÞRÓUNARTAKMARK LÍFSSVEIMA

Við höfum rakið framgang fyrstu þriggja Lífshópanna alveg frá fyrsta sviði. Nú munum við rekja ferð þeirra til baka um sviðin.
Við rifjum upp að Logadrottnarnir luku heilli hringferð áður en þeir snéru aftur til guðlegu áhrifanna, þaðan sem þeir voru upprunnir.
Þróun Formdrottnanna var hæg í þeirra löngu ferðaröð. Í fyrstu útgöngunni fóru þeir alla leið á sjötta sviðið og snéru síðan aftur til guðlega upprunans. Í annarri útgöngunni þróuðust þeir gegnum tvo hnetti til fimmta sviðs og þannig koll af kolli, á sjöttu útgöngunni náðu þeir fyrsta sviðinu. Í síðustu útgöngunni höfðu þeir náð viðbragðaeiginleikum á öllum sviðunum og því ekki meira að öðlast. Þeir þurftu hinsvegar margt að læra á leiðinni til baka, sem mun verða fjallað um síðar.
Þróun Hugardrottnanna minnir á margt á Logadrottnanna í samfelldri ferð sinni, en við hvert ferðahlé er þeir bíða þess að halda áfram, bætis þeir við sig viðbragðsþáttum.
Við skulum muna að frá því að fyrsti hópur lagði af stað í ferð til baka eru tvær þróunarleiðir ávallt í gangi á hnetti hverju sinni og eldri þróunin hefur ávallt talsverð eðlisáhrif á yngri. Þetta er frummyndin að því ferli sem þekkt er sem vígsla.

Þessu efni er ekki hægt að gera skil í smáatriðum þar til að aðrir þættir hafa verðið til umfjöllunar. Við munum snúa okkur að því síðar.
Við eigum að muna að á hverju sviði þurfa guðlegu neistarnir nýja við-bragseflingu. Þeir lærðu á sviðunum, en voru takmarkaðir af aðstæðunum sviðanna. Þegar þeir snúa við inná inngönguna leita þeir ekki eftir því að ná tökum á nýju sviði til að bæta við þróun sína, heldur leitast þeir við að draga sig frá sviðinu og losna undan takmörkunum þess og um leið að viðhalda eiginleikunum sem sviðið gaf þeim. Þetta frelsi næst aðeins eftir algjöra við-bragðasamhæfingu sem hópsálin hefur náð á sviðinu.
Þessi samhæfing er svo algjör að viðbrögð flæða gagnkvæm, verða sjálf-virk og krefjast engrar einstaklingsathafna. Þessi viðbrögð verða ósjálfráð og sjálfráð vitund neistanna beinist að viðbrögðum á hærra sviði, þeir vinna í samræmi við sviðgerðina og viðbrögð þeirra eru slík að að atóm lægra sviðs geta ekki lengur lagað sig þar og dreifast því. Á þennan hátt færast Loga-drottnarnir upp sviðin.

Formdrottnarnir þróast með öðrum hætti. Hver lexían sem þeir læra, kenna þeir logóísku vitundinni áður en þeir halda lengra og bíða áhrifa logó-ísku ímyndarinnar, sem er þróunarpúlsinn sem sendir þá áfram í næsta áfanga. Þegar þeir hafa farið til ystu sviða og snúið til baka í sjöttu sinn, hafa þeir gefið síðustu skilaboðin til logóísku vitundarinnar og sjöunda ferðin er af þeirra hálfu endurtekning og gefur ekkert nýtt í logóísku vitundinna. Það er hins vegar hlutverk þeirra á hverjum hnetti að efla mótunaröflin í hinum birta sólkerfi. Endanleg gerð viðbragða þeirra er að staðla formin og stýra atómunum sem byggja Plánetuveru hvers hnattar.
Logadrottnarnir hafa áhrif á alla lífsneista hvers hnattar sem þeir eru á. Formdrottnarnir láta lífsneistanna ósnerta, en hafa einungis áhrif á hnöttinn sjálfan. Væri það ekki með þeim hætti, myndi stöðlun formsins hindra þróun guðlegu neistanna. Stöðlun formsins í líkama Plánetuverunnar myndar frumstæðustu birtingargerð sviðsins—hnattmyndun—ólífræna efnissteytingu umhverfis kjarnann. Það eru Hugardrottnarnir sem beita ráðandi áhrifunum á hópanna sem þeir hitta á hverju sviði, því, að sú staðreynd að þeirra hafa náð einstaklingsvitund gerir þeim kleyft haft áhrif á einstaka neista og þurfa ekki að hafa áhrif á hóphugina almennt.

Það er sérkenni á öllum titrandi hlutum að þeir leitast við að stilla sína eigin tíðni inná alla aðra hluti sem hafa hægari takt en þeirra eigin, en það tak-markast einungis við þann titringseiginleika. Afl Logadrottnanna var takmarkað við að auka titring við getu hópsins, Hugardrottnarnir (en einstaka yngri neistar hafa sérstaka viðbragðseiginleika) geta aukið þá eiginleika hver fyrir sig. Neistarnir sem þróast með þeim hætti hafa mikil áhrif á lífshópinn sem þeir eru hluti af, því þeir eru Vígðir.
Á útgönguboga þróunarinnar er vígsla mynduð með með tengingu við Lífshóp á inngönguboganum. Vígsla gerir vígsluþeganum þannig kleyft að fara yfir þróunarbogann og ná virknieiginleikum með því að framkalla samkennd í stað þess að ganga langan reynsluferilinn. Vígsla á innþróunar-boganum er hins vegar ólíkur ferill og mun verða fjallað um síðar.
Athafnir vígsluþega á útboganum gerir hópi þeirra kleyft að aðlagast betur og hraðar aðstæðum á nýju sviði, því þeir hafa náð að nokkrum hluta eðli þess sviðs. Þannig veldur vígsla á útboganum því að hin vígði nær að aðlagast hraðar efninu.
Við skulum nú íhuga aðstæður fyrsta hóps þegar hann snýr enn aftur til guðlega áhrifasviðsins.
Hann fór út sem neistaský. Hann snýr aftur sem skipulagt sett, segulmagnað æðanet, með aðdráttar- og miðflóttaafl í snúningsferli með mikinn skriðþunga.
Logósinn mætir nú skipulagi sem er sambærilegt að áhrifum og hann sjálfur. Hvaða virkni sem logósinn mun setja á kerfi sitt getur verið andstætt skipulagi fyrsta hóps. En hann vinnur ekki gegn því sem hann sjálfur hefur skapað, heldur vinnur sem samhæfing milli alheimsins sem hann er hluti af og þess skipulags sem nú myndar aðstæður í (sól)kerfi hans. Með skilningi hans á þessu skipulagi verður til samsvarandi mynd í vitund hans og hann aðlagast þannig aðstæðum í eigin (sól)kerfi, þannig eru öllum kosmískum áhrifum umbreytt að aðstæðum áður en þær voru settar fram í sólkerfinu.

Logósinn öðlast sama virknieiginleika með einbeiting að þessum þroska hópsins sem hópurinn öðlaðist á sviðunum. Því verður tíðni hinnar miklu veru og þessarar birtingu hennar ein og sú sama eftir tímabil einbeittrar að-lögunar og gagnvirkni. Logóíska tíðnin er yfirfærð á sál hópsins og hópsálin yfirfærist inn í vitund hinnar miklu veru. Hinsvegar halda neistarnir, hver og einn, einstaklingsvitund sinni óskertri, en hópsál þeirra er ekki lengur sérstök verund, því hún hefur sameinast vitund hinnar miklu veru og er orðin hluti logískrar vitundar, því er yfirsál hópsins Logósinn sjálfur. Þetta er þróunar-takmark lífshóps—að sameina hópsálina við logóíska vitund og færa þannig Logósinum ávexti þróunar sinnar. Við getum nú spurt „Hvert fara neistarnir?“
Í tilfelli Logadrottnanna draga þeir sig svo algjörlega úr hinu birta sólkerfi og eru ekki lengur til staðar á birtingarsviðunum, en eru til staðar í miðdepli átaka, viðhalda þar jafnvægi virkni og gagnvirkni milli hins birta og óbirta.
Sum þeirra ná þó að tengjast samsvarandi atómum og þau fara út úr þróunarsviði Lógosins til að reyna líf ferðaatóms í alheiminum. Enn önnur, sem fara ekki þá leið verða áfram kyrr sem áhrifavaldar í sólkerfinu og sem eitt með logóískum huga geta þeir framfylgt þeim vilja. Formin sem þeir mynduðu á þróunargöngu sinni er orðin hluti af grunnbyggingu sólkerfisins og sem slík, orðin staðalímynd. En hvenær sem Logósinn vill koma á jöfnuði sem svar við óskipulagðri spennu í vaxandi sólkerfi, er það með Logadrottnunum, sem eru lausir undan böndum birtingarinnar sem því er náð, „og hann gerði þjóna sína að eldslogum og logar eldsins voru þjónar hans.“ Logadrottnarnir tengjast náttúruöflunum.

Þegar Formdrottnarnir eru að ljúka þróun sinni ganga þeir undir svipaða aðlögun, þegar Logósinn hefur móttekið nýjan þátt frá hópi í þróun og vill setja mark sitt á hann, eru það Formdrottnarnir sem taka að sér verkið. Að-ferð þeirra verður skoðuð síðar.
Hugadrottnunum á inngönguboganum er hægt að líkja við guðlega vit-und og þeir gegna því hlutverki að vera boðberar á milli Logósinn og sól-kerfis hans.
Munum að Hugardrottnarnir hafa náð einstaklingsvitund og þeir eiga aðallega við einstaklinga sem einstaklingar, en Formdrottnarnir eiga við sálarhópa.
Hugadrottnarnir eru vígjendur okkar núverandi þróunar og munu sem slíkir oft verða nefndir í þessum fyrirlestrum. Það eru þeir sem geta unnið á öllum sviðum birtingarinnar og komið á aðlögun með jöfnun á spennu þegar eiginleikar „frumverka“ hafa truflað þróunina.
Á sviðunum þar sem þeir vinna eru þeir einfaldlega orkumiðjur og því verður líf sviðanna ekki var við þá.
Þeir geta hins vegar með efni þess sviðs, stjórnað ákveðnum þáttum og mótað kjarnaefnið í efnisform; af því er komið hugtakið, „Eingetið“, og „Meyfæðing.“ Þeir eru nefndir „Frelsarar“ og eru ávallt viðstaddir sem endurnýjun lífs. Þeir koma með sinn eigin lífslátt; einungis uppsöfnun efnis þarf fyrir birtingu þeirra.
Með þessum útlínu höfum við rakið þróun hins birta sólkerfi að þeim stað er hinir guðlegu neistar fyrsta hóps hafa snúið aftur til Lógosins—ná sameiningu og vinna sem milligönguaðilar á milli hans og sólkerfisins.

Rifjum upp að Lógosinn hefur þrjá megin þætti. Hverjum þessara þriggja hópa var varpað inní birtinguna sem einum þessara þriggja þátta hans og þeir geta því verið álitnir fulltrúar þeirra þátta í sólkerfinu. Þessar þrjár megin birtingar eru ólíkar öllum öðrum.
Síðari lífshópar þróast undir áhrifum Lógosarins og fulltrúum hans, og þegar til viðbótar þeim þremur frumþáttum sem upprunnir eru frá hringjum alheimsins, bregst Lógosinn við áhrifunum frá hinum tólf kosmísku geislum, öll síðari þróun er því mörkuð áhrifum geislanna, á þeim tíma er hún verður fyrir logóískri svörun.
Þessa kosmísku púlsa fær Logósinn með Stjörnuvígslu, hópsveimarnir sem þróast þannig eru þekktir sem „Fyrirmyndir geislanna. “Geislastjórnendur.* Þeir eru nátengdir guðlegum neistum sem eru á svipaðri braut.

Það má því sjá að hver þessara fyrstu hópa, eftir að hafa náð sameiningu við Logósinn, taka að sér hlutaverk að „jafna“ eða „vega á móti“ í þróuninni, því, þegar „frumverkun“ kemur inn, kemur einnig áhætta á að þróunin fari úr jafnvægi við guðlega eðlið. Á svipaðan hátt þurfa þessi þróuðu hópar að flytja ávöxt þróunarinnar sem náðst hefur til útgönguneistanna og koma í veg fyrir óþarfa endurtekningu athafna sem þegar hafa verið stöðluð í sólkerfinu.
Við höfum nú lokið lýsingu á útlínum í þróun Logósarins og fulltrúum hans sem setja aðstæðurnar fyrir alla síðari þróun.

* Kallaðir „ Stjörnu Logásar“ í upprunalegu útgáfunni; þessu breytt hér þar sem hugtakið Fyrirmyndir á betur við.

Drottnar
Print Friendly, PDF & Email