Þrymskviða

Sköpunartáknið, Þórshamar— aflið er setur á gang sköpunarhreyfingu fyrir líf og form fyrir guðina að vinna í — getur augljóslega átt við mörg stig tilverunnar þar sem hvert stig þróunar leiðir af öðru til sköpunar. Mennirnir takmarkast ekki í sköpun sinni við efnisheiminn, við njótum meira frjálsræðis í sköpun nú en á öllum fyrri stigum.

Print Friendly, PDF & Email

Grímur Óðins  (Masks of Odin)

Elsa-Brita Titchenel

17. Þrymskviða (Þórshamri stolið)

Löngu áður en mannkynið varð hugsandi og ábyrgt var Þórshamri, Mjölni, stolið af jötninum Þrym. Hamarinn táknar kraft sem eyðir, skapar og elur, hér er Mjölnir tákn giftingar. Loki, sendiboði guðanna og talsmaður jötnanna er sendur af Þór til að finna Mjölni, hið ómissandi tákn sköpunar og fékk að láni Fjaðurham Freyju. Hann snéri aftur með þau tíðindi að Þrymur hafi falið hann djúpt í iðrum jarðar og jötunin vildi fá í skiptum Freyju sem brúði sína. Freyja sem er drottinn Venusar auk þess að vera systir Freys, drottins Jarðar, táknar eins og við höfum séð, hærri greindarþátt mannkynsins sem hún verndar og gætir sem sitt Brisingamen.
Er Freyja heyrði þessa fáránlegu kröfu Þryms frýsaði hún af slíkri heift að hið dýrmæta men sprakk. Guðirnir voru furðulostnir yfir kröfu Þryms og meðan á umræðu þeirra stóð lagði Heimdallur til að Þór sjálfur tæki á sig ham Freyju í brúðarslöri svo hann gæti endurheimt eign sína. Hörð andstaða Þórs við þessari tillögu var að engu höfð af fundinum og tregur samþykkir hann þá óvirðingu að klæðast fínu líni með tvo rúmaða steina á afturenda sínum og fara til hallar Þryms ásamt Loka í gervi brúðarmeyjar.
Í brúðkaupsveislunni er jötuninn hneykslaður á ofboðslegri matarlyst og þorsta brúðarinnar, en Loki útskýrir að Freyja hafi fastað lengi af eftirvæntingu eftir þessum viðburði. Þrymur beygir sig niður til að kyssa brúðina og lyftir blæjunni en mætir þá leiftrandi augnaráði þrumuguðsins og við það hrökk hann aftur á bak eftir öllum hallarsalnum. Aftur kemur Loki til bjargar með afsökunum sem sannfæra jötuninn (sem auðsýnilega var dálítið treggáfaður).
Þrymur fyrirskipar að Mjölnir sé sóttur og lagður í kjöltu brúðarinnar til staðfestingar giftingunni, þannig að afl1 Þórs var endurheimt eftir misnotkun þess í efnisheiminum af kynstofni sem ekki var meðvitaður um ábyrgð sína sem mannkyn. Það er við hæfi hér að geta þess að öld sjálfselsku er ekki sú fyrsta til að misnota eyðingar og sköpunarmáttinn. Sköpunartáknið, Þórshamar— aflið er setur á gang sköpunarhreyfingu fyrir líf og form fyrir guðina að vinna í — getur augljóslega átt við mörg stig tilverunnar þar sem hvert stig þróunar leiðir af öðru til sköpunar. Mennirnir takmarkast ekki í sköpun sinni við efnisheiminn, við njótum meira frjálsræðis í sköpun nú en á öllum fyrri stigum. Aðlögun greindar okkar og innsæi eru lykilinn að heimi vísinda og lista, við höfum aðgang að andagift, heimspeki og andlegum hugmyndum sem ekki voru tiltæk fyrir „dverga Dvalins.“ Þessi staða setur manninn í þá stöðu að vera ábyrgur fyrir stjórn jarðarinnar og náttúruríkjunum sem fylgja honum.
Þess má geta að guðspekirit geyma sögur um að frá þeim tíma að sköpunarkrafturinn kom til jarðar frá guðasviðum hefur jörðin gengið í gegnum meiri efnisþyngd en var þegar Þórshamri var stolið og má líkja við núverandi ástand. Við höfum jafnvel farið neðar og erum byrjuð að klifra upp úr þessum efnisþunga. Fyrir milljónum ára þegar jörðin náði miðpunkti aldurs síns byrjuðu þyngstu efnisatómin að geisla frá sér efninu, þ.e. urðu geislavirk, þó við höfum nýlega uppgötvað það. Plánetan mun halda áfram að efnisléttast (með sameiningar hléum áfram og með stöðugt meiri hröðun) þar til hún deyr. Samkvæmt Brahma og guðspekiritum erum við komin yfir lægstu stöðu í efnisþyngd og erum byrjuð með hægum skrefum að stíga upp til meiri andlegs þroska. Völundarsaga vísar til myrkasta tímabils 1jarðarinnar og hvert gjaldið var fyrir efnisþyngsta mannkynið. (bls. 202-210).

18. Kafli

Efnisyfirlit

________________________________________

Þrymskviða

1.
Vreiðr var þá Vingþórr
er hann vaknaði
ok síns hamars
of saknaði,
skegg nam at hrista,
skör nam at dýja,
réð Jarðar burr
um at þreifask.

2.
Ok hann þat orða
alls fyrst of kvað:
„Heyrðu nú, Loki,
hvat ek nú mæli
er eigi veit
jarðar hvergi
né upphimins:
áss er stolinn hamri!“

3.
Gengu þeir fagra
Freyju túna,
ok hann þat orða
alls fyrst of kvað:
„Muntu mér, Freyja,
fjaðrhams léa,
ef ek minn hamar
mættak hitta?“.

Freyja kvað:
4.
„Þó munda ek gefa þér
þótt ór gulli væri,
ok þó selja,
at væri ór silfri.“

5.
Fló þá Loki,
– fjaðrhamr dunði, –
unz fyr útan kom
ása garða
ok fyr innan kom
jötna heima.

6.
Þrymr sat á haugi,
þursa dróttinn,
greyjum sínum
gullbönd sneri
ok mörum sínum
mön jafnaði.

Þrymr kvað:
7.
„Hvat er með ásum?
Hvat er með alfum?
Hví ertu einn kominn
í Jötunheima?“

Loki kvað:
„Illt er með ásum,
illt er með alfum;
hefr þú Hlórriða
hamar of folginn?“

Þrymr kvað:
8.
„Ek hef Hlórriða.
hamar of folginn
átta röstum
fyr jörð neðan;
hann engi maðr
aftr of heimtir,
nema færi mér
Freyju at kvæn.“

9.
Fló þá Loki,
– fjaðrhamr dunði, –
unz fyr útan kom
jötna heima
ok fyr innan kom
ása garða.
Mætti hann Þór
miðra garða,
ok þat hann orða
alls fyrst of kvað:

10.
„Hefr þú erendi
sem erfiði?
Segðu á lofti
löng tíðendi,
oft sitjanda
sögur of fallask
ok liggjandi
lygi of bellir.“

Loki kvað:
11.
„Hef ek erfiði
ok erendi;
Þrymr hefr þinn hamar,
þursa dróttinn;
hann engi maðr
aftr of heimtir,
nema hánum færi
Freyju at kván.

12.
Ganga þeir fagra
Freyju at hitta,
ok hann þat orða
alls fyrst of kvað:
„Bittu þik, Freyja,
brúðar líni;
vit skulum aka tvau
í Jötunheima.“

13.
Reið varð þá Freyja
ok fnasaði,
allr ása salr
undir bifðisk,
stökk þat it mikla
men Brísinga:
„Mik veiztu verða
vergjarnasta,
ef ek ek með þér
í Jötunheima.“

14.
Senn váru æsir
allir á þingi
ok ásynjur
allar á máli,
ok um þat réðu
ríkir tívar
hvé þeir Hlórriða
hamar of sætti.

15.
Þá kvað þat Heimdallr,
hvítastr ása,
vissi hann vel fram
sem vanir aðrir:
„Bindum vér Þór þá brúðar líni,
hafi hann it mikla
men Brísinga.

16.
Látum und hánum
hrynja lukla
ok kvenváðir
um kné falla,
en á brjósti
breiða steina
ok hagliga
um höfuð typpum.“

17.
Þá kvað þat Þór,
þrúðugr áss:
„Mik munu æsir
argan kalla,
ef ek bindask læt
brúðar líni!“

18.
Þá kvað þat Loki
Laufeyjar sonr:
„Þegi þú, Þórr,
þeira orða.
Þegar munu jötnar
Ásgarð búa,
nema þú þinn hamar
þér of heimtir.“

19.
Bundu þeir Þór þá
brúðar líni
ok inu mikla
meni Brísinga,
létu und hánum
hrynja lukla
ok kvenváðir
um kné falla,
en á brjósti
breiða steina,
ok hagliga
um höfuð typpðu.

20.
Þá kvað Loki
Laufeyjar sonr:
„Mun ek ok með þér
ambótt vera,
vit skulum aka tvær
í Jötunheima.“

21.
Senn váru hafrar
heim of reknir,
skyndir at sköklum,
skyldu vel renna;
björg brotnuðu,
brann jörð loga,
ók Óðins sonr
í Jötunheima.

22.
Þá kvað þat Þrymr,
þursa dróttinn:
„Standið upp, jötnar,
ok stráið bekki,
nú færa mér
Freyju at kván
Njarðar dóttur
ór Nóatúnum.

23.
Ganga hér at garði
gullhyrnðar kýr,
öxn alsvartir
jötni at gamni;
fjölð á ek meiðma,
fjölð á ek menja,
einnar mér Freyju
ávant þykkir.“

24.
Var þar at kveldi
of komit snemma
ok fyr jötna
öl fram borit;
einn át oxa,
átta laxa,
krásir allar,
þær er konur skyldu,
drakk Sifjar verr
sáld þrjú mjaðar.

25.
Þá kvat þat Þrymr,
þursa dróttinn:
„Hvar sáttu brúðir
bíta hvassara?
Sák-a ek brúðir
bíta breiðara,
né inn meira mjöð
mey of drekka.“

26.
Sat in alsnotra
ambótt fyrir,
er orð of fann
við jötuns máli:
„Át vætr Freyja
átta nóttum,
svá var hon óðfús
í Jötunheima.“

27.
Laut und línu,
lysti at kyssa,
en hann útan stökk
endlangan sal:
„Hví eru öndótt
augu Freyju?
Þykki mér ór augum
eldr of brenna.“

28.
Sat in alsnotra
ambótt fyrir,
er orð of fann
við jötuns máli:
„Svaf vætr Freyja
átta nóttum,
svá var hon óðfús
í Jötunheima.“

29.
Inn kom in arma
jötna systir,
hin er brúðféar
biðja þorði:
„Láttu þér af höndum
hringa rauða,
ef þú öðlask vill
ástir mínar,
ástir mínar,
alla hylli.

30.
Þá kvað þat Þrymr,
þursa dróttinn:
„Berið inn hamar
brúði at vígja,
lekkið Mjöllni
í meyjar kné,
vígið okkr saman
Várar hendi.“

31.
Hló Hlórriða
hugr í brjósti,
er harðhugaðr
hamar of þekkði;
Þrym drap hann fyrstan,
þursa dróttin,
ok ætt jötuns
alla lamði.

32.
Drap hann ina öldnu
jötna systur,
hin er brúðféar
of beðit hafði;
hon skell of hlaut
fyr skillinga,
en högg hamars
fyr hringa fjölð.
Svá kom Óðins sonr
endr at hamri.

18. Kafli

Efnisyfirlit

Print Friendly, PDF & Email