Uppruni landvættana.

UPPRUNI  LANDVÆTTANA.
Þegar Ísland fékk sjálfstæði sitt 1918,var ákveðið að upp skyldi tekið sérstakt, þjóðlegt íslenkt ríkisskjaldarmerki. Með konungsúrskurði 12. febrúar 1919 var skjaldarmerkið ákveðið og skyldi það vera „krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberarnir eru hinar alkunnu landvættir þannig: dreki, gammur, uxi og risi“, segir í úrskurðinum.
Af frásögnum Íslendingabókar og Landnámu vitum við, að aðalhöfundur hinna fyrstu laga, er giltu á Íslandi, var Úlfljótur, sá er bjó í Lóni á Austurlandi og fyrstu lög Íslendinga voru síðan við kennd. Fátt eitt vita menn nú með vissu um, hvað í þeim lögum var, því að þau eru ekki lengur til sérstök, og ekki auðgert að sjá, hvað af Grágásarlögum er frá Úlfljóti og hvað er þar yngra. Í Landnámu gleymast örfá, en merkileg atriði, sem með fullri vissu má telja, að hafi verið í hinum fyrstu lögum. Þar segir m. a. svo: „Það var upphaf hinna heiðnu laga, at menn skyldu eigi hafa höfuðskip í hafi, enn ef þeir hefði, þá skyldi þeir af taka höfuð, áður þeir kæmi í lands sýn ok sigla eigi at landi með gapandi höfðum ok ginandi trjónum, svá at landvættir fælist við.“
Höfundur Jónas Guðmundsson. Úr tímaritinu Dagrenning, 1 árgangur 1946
Uppruni landvættanna Hér er greinin. 34. bls. á PDF formi.

 

 

Print Friendly, PDF & Email