VI. Prana (III)

VI. Prana (III)
Það er eftirsóknarvert að eins mikið og mögulegt er sé vitað um Prana, ég mun gefa hér að neðan nokkrar tilvitnanir um efnið úr Prasnaupnishat. Þær gefa áhugaverða viðbót á efnið, og setja það fram með yfirgripsmeiri og aðlaðandi hætti.
Sex þætti er hægt að vita um Prana, segir í Upanishad:
„Sá sem veit fæðinguna (1), innkomuna (2), birtingarstaði (3), regluna (4), stórheimsbirtingu (5), og smáheimsbirtingu Prana verður ódauðlegur með þá þekkingu.“
Hagnýt þekking á lögmálum lífsins, þ.e., að lifa samkvæmt þeim, mun eðlilega enda á leið sálarinnar úr skuggahliðum lífsins inn í upprunalegt ljós sólarinnar. Sem þýðir ódauðleika, það er, leið handan jarðnesks dauða.

En til að halda áfram með það sem Upanishad hefur að segja um hina sex hluti sem hægt er að vita um Prana:
Fæðing Prana ~
Prana er borin af Atma (lífsandanum); á uppruna sinn í atma, eins og skuggi í líkamanum.
Mannlegur líkami, eða hver önnur lífvera, er orsök fyrir skugga sem fellur á haf prana, þegar hún kemur á milli sólar og hluta geimsins handan lífverunnar. Á svipaðan hátt kastar prana skugga á stórheimssálina (Iswara) því stórheimshugurinn er í milli (manu). Í stuttu máli þá er prana skuggi Manu sem orsakast af ljósi Logosar, stórheimsmiðjunni. Sólir fæðast einnig í þessum skugga, af áhrifum af stórheimshugmyndum inn í þennan skugga. Þessar sólir, miðjustöðvar Prana, verða þá jákvætt upphaf frekari þróunar. Manus varpar skugga í skini sólanna, fæðir af sér plánetur í þessum skuggum o.s.f.v. Sólirnar varpa skuggum sínum af plánetunum, sem geta af sér tunglin. Síðan byrja þessar mismunandi miðjur að hafa áhrif á pláneturnar, og sól sest niður á pláneturnar í formi ýmissa lífvera, manninn þar á meðal.

Stórheimsbirting ~
Þetta prana ( lífsaflið) er að finna í stórheiminum sem lífshaf með sól í miðju. Það gerir ráð fyrir tveim tilverufösum: (1) Sólarprana, jákvæðu lífs-efni, og (2) Rayi, tungls, neikvæðu lífs-efni. Það fyrra er norð- og austlægi fasinn; það síðara suð-og vestlæga. Á hverju augnabliki jarðneska lífsins höfum við norð-og suðlægu miðjur prana, þaðan sem fasar lífs-efnið hefst stöðugt. Aust-og vestlægu helmingarnir eru þar líka.
Á hverju augnabliki — þ.e., í hverju truti — milljónum truti – fullkomnum lífverum – í geimnum. Sem þarfnast einhverja útskýringa. Einingar geims og tíma eru þær sömu: truti.
Skoðum eins tíma truti. Eins og við vitum ganga tatwic geislar prana í allar áttir frá hverjum og einum púnkti til hvers annars á hverju augnabliki. Þar af leiðir er það skýrt að hvert truti í geimnum er fullkomin mynd af allri virkni prana, með öllum miðjum sínum og hliðum, og jákvæðum og neikvæðum tengslum. Til að segja þetta í fáum orðum, hvert truti geimsins er fullkomin lífvera. Í hafi Prana sem umvefur sólina eru ótölulegur fjöldi slíkra truti.
Meðan í meginatriðum sé það eins, er auðvelt að skilja að eftirtalin atriði skipta máli í almennum litum, birtingu og mótun þessara trutis: (1) Fjarlægð frá sólarmiðju; (2) halla við sólaröxull.
Tökum jörðina sem dæmi. Svæði sólarlífsins, sé tekið tillit til bæði fjarlægðar og þeim halla sem jörðin hreyfist, fæðir jarðarlífið. Þetta svæði jarðarlífsins er þekkt sem sporbrautin. Hvert truti í geimnum á þessari sporbraut er sérstök lífvera. Meðan jörðin hreyfist á sinni árlegu braut, þ.e., eins og truti tímans breytist, breytast lífsfasar þessara varanlegu truti geimsins. En varanleiki þeirra skerðist aldrei. Þau halda sérstöðu sinni engu að síður.
Öll plánetuáhrif ná ætíð til þessara trutis, hvenær sem pláneturnar verða á vegi þeirra. Breyting á fjarlægð og halla valda að sjálfsögðu breytingum á lífs-fasanum.
Þessi truti geimsins, með sinni varanlegu staðsetningu á sporbrautinni, viðhalda tengslum sínum við allar pláneturnar og senda á sama tíma tatwic geisla sína til allra horna geimsins. Þeir ná einnig til jarðarinnar.

Aðstæður jarðarlífsins, jákvæðir og neikvæðir straumar, prana og rayi, þurfa að vera í jafnvægi. Því þegar þessir fasar lífsins eru jafn sterkir í sporbraut truti, mun tatwic geislar þeirra sem koma til jarðarinnar efla grófa efnið þar. Um leið og jafnvægið er truflað af tatwic áhrifum plánetana, eða af öðrum orsökum, mun jarðar dauði eiga sér stað. Það þýðir einfaldlega að tatwic geislar truti sem falla til jarðar hætta að efla grófa efnið, geislar þeirra falla niður engu að síður, og truti heldur áfram á sínum varanlegu sporbrautum. Eftir mannlega tilvist, mun mannlegur truti aflgefa efnið á þeim sviðum og ástandi sem lögmál neikvæðra og jákvæðra ráða. Þannig að þegar neikvæða lífsefnið, rayi, verður sterkara og orka truti mun færast frá jörðinni til tunglsins. Á sama hátt getur það færst til annara sviða. Þegar jarðneska jafnvæginu er náð á ný, þegar þessari mannlegu eftirlífs tilvist lýkur, mun orkan færast til jarðarinnar á ný.
Þannig er stórheimsbirting Prana, með mynd af öllum lífverum jarðarinnar.
Innkoma Prana ~

Hvernig kemur þessi prana maya kosha (lífsorka)– þessi truti stórheimsins – inn í þennan líkama? Í stuttu máli, “Ástæður athafna liggja í huganum”, segir í Upanishad. Það var útskýrt fyrr hvernig hver athöfn breytir eðli prana maya kosha, og það mun verða útskýrt í kaflanum „Kosmíst myndasafn,“ hvernig þessar breytingar koma fram í kosmískum hluta í lífgildum okkar. Það er ljóst að með þessum athöfnum verða almennar breytingar á tengdu eðli prana og rayi, eins og áður hefur verið rætt. Það þarf varla að nefna að hugurinn – frjáls vilji manns – er orsökin að þeim athöfnum sem trufla tatwic jafnvægi lífsgildanna. Þannig kemur prana inn í líkamann með athöfnum sem upprunnar eru í huganum.“
Birtingarstaðir ~
„Eins og mikið vald sagði við þjóna sína, ‘Takið þessa og þessa borg’, það gerir Prana einnig. Prana setur mismunandi birtingar á mismunandi staði. Apana (þetta losar þvag og þarma) er í Payu (endaþarmi) og upastha. Birting sem þekkt er sem sjón og heyrn (Chakahus and Srotra) er í augum og eyrum. Prana helst sjálf, er hún gengur út um munn og nef. Milli prana og apana, um naflann, dvelur lífsafl jafnvægis, Samana. Það ber jafnt um allan líkamann fæðuna (og drykki) sem kastað er á eldinn. Því eru þessi sjö ljós (af völdum prana, ljósi þekkingar er brugðið á liti, form, hljóð, o.s.f.v.)
„Í hjartanu er að sjálfsögðu þetta atma (pranamaya kosha) og í því, að sjálfsögðu, aðrir þræðir. Þar eru hundrað og ein orkurás, nadi. Í hverri þeirra eru hundrað. Í hverri grein þeirra nadis eru 72,000 aðrar nadi. Í þeim hreyfist vyana (lífsmagnið).
„Ein (Susumna) gengur upp á við, til góðra heima er udana borið með góðvild, og til vondra heima af óvild; af hvoru tveggja til mannheima.
“Sólin er að sjálfsögðu stórheimsprana; hún rís og með því hjálpar sjóninni. Afl sem býr í jörðunni viðheldur afli apana. Akasa (ljósvakinn) sem er á milli himins og jarðar, hjálpar lífsafl jafnvægis, samana.
„Eter lífefnis (í eigin tilveru milli himins og jarðar) sem fyllir geiminn, er vyana.
„Taijas – lýsandi eterinn – er lífsöndunin, udana; eðlis eldur hans kólnar þegar dauðinn nálgast.
„Þá gengur maðurinn fram til annarar fæðingar; líffæri og skilningavit ganga til heilans; hugur mannsins kemur til Prana (birting hennar hættir). Prana er samtengd taijas; gengur með sálinni, ber hana til sviðanna sem eru í sjónmáli.“

Rætt hefur verið um mismunandi birtingu Prana í líkamanum, og þá staði sem birta hana. En aðra áhugaverðar yfirlýsingar birtast í þessum úrdráttum. Sagt er að þetta atma, þetta prana maya kosha, með öðrum þráðum að sjálfsögðu, sé staðsett í hjartanu. Hjartað, eins og verið hefur staðhæft, stendur fyrir neikvæðum þætti lífsins, rayi. Þegar jákvæð prana greypir sig í rayi – hjartað og nadis sem flæða frá því – koma form lífsins og athafnir manns í birtingu. Það er því, strangt til tekið, endurspeglun hjartans sem er virkni í heiminum, þ.e., er réttur drottinn skynjunar og virkra líffæra lífsins. Ef hjartað lærir ekki að lifa hér, munu skynfæri og virk líffæri missa líf sitt; tengingin við heiminn hættir. Heilinn sem hefur ekki nein náin tengsl við heiminn, nema í gegnum hjartað, verður áfram í óhindruðum hreinleika. Það er að segja að sálin fer til suryaloka (sólarinnar).
Það næsta áhugaverða er lýsingin á ytri virkni Prana, sem liggur í rótum þess, og hjálpar virkni einstaklings prana. Sagt er að sólin sé Prana. Þetta er nægilega ljóst og hefur verið sagt margoft áður.

Merkingin hér er að mikilvægasta virkni lífsins, inn- og útöndun, samkvæmt ”Vísindum andardráttarins”, er eina lögmál tilveru sólkerfisins og allra sviða lífsins, er sett í birtingu og viðhaldið af sólinni. Það er andardráttur sólarinnar sem er undirstaða tilveru mannsins og það birtist þegar í mannlegum andardrætti.
Sólin birtist í öðrum fasa. Hún rís og við það styður hún augun í eðlilegri virkni.
Á líkan hátt styður afl jarðarinnar apana birtingu prana. Það er þetta afl sem dregur allt til jarðarinnar, segja skýrendur. Á nútímamáli, það er aðdráttaraflið.
Sitthvað meira er hægt að segja hér um udana birtingu prana. Eins og allir vita, er smáheimsfasi prana sem ber allt, nöfn, form, sjón, hljóð, og alla aðra skynjun, frá einum stað til annars. Það er einnig þekkt sem sólkerfis agni, eða Tejas í textum. Staðbundin birting Prana er kölluð udana, það sem ber lífsgildin frá einu stað til annars. Hver ákvörðunarstaðurinn er ákvarðast af liðnum athöfnum, og þessi sólkerfis agni ber prana, með sálinni, til mismunandi heima.

Print Friendly, PDF & Email