VII. Prana (IV)

VII. Prana (IV) ~ Lífsaflið.
Þetta Prana er því voldug vera, og ef staðbundin birting hennar er unnin í einingu, með algáðu hugarfari, sinna skyldum sínum, án þess að stjórna tíma og stöðu annara, myndi lítið um fjandskap í heiminum.
En hver þessara birtinga gerir kröfu um algert vald yfir ráðvilltri mannlegri sál. Krefjast yfirráða um allt líf manns:
„Ljósvakinn, Akasa, loftið, vayu, eldurinn, agni, jörðin, prithivi, hugsunin, apas, mál, sjón og heyrn – segja allar skýrt, að þær séu hinir einu stjórnendur mannlegs líkama.“
Lífsaflið, prana, sem birtir öll hin, segir við þau:
„Gleymið ekki; það er ég sem næri mannlegan líkama, deili sjálfum mér í fimm.“

Ef hinar fimm birtingar lífsaflsins, Prana, með öllum minni skiptingum rísa gegn því, ef hvert byrjar að setja vald sitt á og hætta að vinna fyrir heildina, hið raunverulega líf, taka þjáningar að herja á auma mannlega sál. „En birting prana, blinduð af fáfræði,“ mun ekki „birtast“ í áminningu drottnis þeirra. „Hann yfirgefur líkamann, og þegar það gerist, fara allar minni prana einnig á brott; þau verða ef hann verður.“ Þá opnast augu þeirra. „Eins og býflugur elta hverja hreyfingu drottningar sinnar, svo gerir prana; mál, hugur, augu, heyrn, fylgja því með lotningu, og vegsama það þannig.“
„Agni, er örsök hita; hann er sólin (ljósgjafinn); hann er skýið, hann er Indra, hann er loftið, Vayu, hann er jörðin, prithivi, hann er geislanir, rayi, og vera, deva, hann er hið raunsanna, sat, og hið óraunsanna, asat, og hann er ódauðlegur.
[Rayi og asat eru neikvæðir, deva og sat jákvæðir fasar lífs-efnis.]
„Eins og pílárar í hjólnafi, hvílir allt á prana: versin í Rik, Yajur, og Sama Veda, fórnin, Kshatriya, og Brahmin, o.f.l..
„Þú ert frumfaðirinn; þú bærist í móðurkviði; þú fæðist í mynd föðurs og móður; fyrir þér, ó, lífsandi, Prana, sem birtir í líkamanum lífsafl allra vera.
„Þú berð framliðnum fórnir, þú berð feðrunum gjafir; þú ert athöfn og kraftur skynjunar og annara birtingar lífs.
„Þú ert, O Prana, í krafti þínum mikill drottinn, Rudra [eyðandinn] og verndarinn; þú ferð um loftinn eins og sólin, þú geymir ljós himinsins.
„Þegar þú rignir, fagna lífverur því þær vonast eftir nægri fæðu.
„Þú ert lífsaflið, Prana, hreint af öllu; þú móttekur allar fórnargjafir, eins og Ekarshi eldur [þess Atharva); þú er verndari allrar tilveru; vér miðlum þinni fæðu; þú ert faðir vor [eða, lífsgjafi þess sem er].
„Megi það vera heilt frá þér í máli, heyrn og sjón, og það sem bærist í huga vorum; svíf ekki á brott.
„Hvað sem er í hinum þrem himnum, er fyrir kraft lífsaflsins, prana. Veit oss móðurvernd; veit oss auð og vit.“

Með þessu lýk ég lýsingu minni á Prana, öðru lífsgildi sólkerfisins og mannlegum líkama. Þessi heiti sem þessi mikla verund var kölluð í tilvitnunum hér að framan er auðveldlegt að skilja í ljós efnisins. Nú er rétt að rekja virkni sólkerfis Tatwic, Lögmál andadráttarins á næsta hærra stigi lífsins, hugann (manomayakosha).

Print Friendly, PDF & Email