XII. Sálin (I)

XII. YOGA-Sálin
Ég hef lýst tveim grunnþáttum mannlegrar tilveru: prana og manas. Eitthvað hefur verið sagt um eðli og tengsl við sálina. Efnislíkamanum hefur verið sleppt eins og hann þurfi engrar sérstakrar umfjöllunar.

Það má nefna að hinar fimm birtingar hinna tveggja grunnþátta (prana og manas), kunna að vera farsælar eða ófarsælar. Þær birtingar eru farsælar sem eru í takt við sanna menningu okkar, sem leiðir okkur til mestan andlegan þroska, summum bonum mannkynsins. Það sem heldur okkur föstum í endurtekinni keðju fæðingu og dauða má kalla ófarsæld. Á hvoru sviði lífsins (prana og manas) er möguleiki á tvöfaldri tilveru. Við getum átt, farsæla eða ófarsæla prana, hamingju- eða óhamingjusaman huga. Ef við hugleiðum þessa tvo sem fjóra, geta grunnþættir mannlegrar tilveru vaxið úr fimm í sjö. Óhamingjusamir vitsmunir á einu sviði samkenna sig við hina óhamingjusömu á öðrum sviðum, þeir hamingjusömu við þá hamingjusömu, og við höfum þannig niðurröðun á gunnþáttum mannlegrar tilvistar:
(1) Efnislíkamann (sthula sarira), (2) óhamingjusamt prana, (3) óhamingjusaman huga, (4) hamingjusamt prana, (5) hamingjusaman huga, (6) sálina (vijana), og (7) andann (ananda).
Grunnskiptingin í hinni fimmföldu skiptingu er upadhi, hið sérstaka og greinilega efnisástand (prakriti) í hverju tilfelli; í hinni sjöföldu skiptingu er það eðli Karma með tilvísun til áhrifa þess á þróun mannkynsins.

Bæði þessi öfl, hin blessuðu og hin óhamingjusömu, vinna á sama sviði, og þó hin blessaða birting leitist við til lengri tíma að ná ástandi moksha, er því ástandi ekki náð, án og þar til, hærri kraftar (siddhi) hafa náðst í hugann með iðkun yoga. Yoga er kraftur sálarinnar. Því er nauðsynlegt að fjalla eitthvað um sálina og Yoga áður en hægt er að útskýra vitrænt hærri krafta hugans. Yoga er vísindi í orðsins bestu merkingu. Tilgangurinn er hreinsun og styrking hugans. Með ástundun þess leitar hugurinn hærra og öðlast æðra afl, meðan tilhneying til óhamingju deyr út. Annar og þriðji grunnþáttur brennur upp af eldi hærri þekkingar og það sem kalla má frelsun í lífinu er náð. Skref fyrir skref verður fjórði grunnþátturinn hlutlaus, og sálin færist inn í manwantaric moksha. Sálin getur farið enn hærra í styrk sínum. Þegar hugurinn er einnig komin í hvíld, eins og í hljóðum svefni (sushupti) í lífinu, er alræmi, vijnana, náð. Það er til enn hærra ástand: ananda. Slíkur er árangur af yoga. Ég verð nú að útskýra eðli og framgang þess.

Hvað eðli Yoga varðar, verð ég að segja að mannkynið hefur náð núverandi þroska með ástundun þessa mikla afl. Náttúran sjálf er mikill Yogi, og mannkynið hefur verið og er hreinsað að fullkomnun með svefnlausum vilja hennar. Maðurinn þarf aðeins að herma eftir þessum mikla kennara til að stytta sér leiðina að fullkomnun sinn. Hvernig gerum við okkur hæf fyrir þá miklu hermun? Hver eru þrepin upp hinn mikla stiga fullkomnunar? Þessir hlutir hafa verið uppgötvaðir fyrir okkur fyrir löngu af miklum meistara, og litla bókin hans Patanjali er aðeins stutt og góð endurritun af mikilli reynslu fortíðarinnar og möguleikum framtíðarinnar eins og er skráð í bók náttúrunnar.

Þessi litla bók notar orðið Yoga í tvöfaldri merkingu. Hið fyrra er hugarástand sem kallað er samadhi; hið seinna er samsetning athafna og athygli sem skapar það hugarástand. Skilgreining sem meistarinn gefur er neikvæð og er aðeins náð á hugarsviðinu. Uppruni jákvæða kraftsins liggur í hærri grunnþáttunum; sál Yoga (er sagt) er að halda hinum fimm birtingum í huganum í skefjum. Hvernig skilgreiningin er orðuð liggur í kenningunni um tilveru afls sem getur stjórnað og haldið hugarbirtingum í skefjum. Þetta afl þekkjum við sem frelsi viljans. Þó sálin sé blekkt af birtingu sjálfshyggju (asmita) á hugarsviðinu og telji sig þræl annars og þriðja grunnþáttanna, er það ekki staðreynd og endurvakningin á sér stað um leið og strengur sjálfhyggjunar slaknar að ákveðnu marki.

Þetta er fyrsta skrefið í vígslu mannkynsins af hendi náttúrunnar sjálfrar. Það er nauðsyn. Vinna á öðrum, þriðja og fjórða grunnþætti veikir hald huglægu sjálfshyggjunar, asmita, á sálinni. „Ég er þessi, eða af þessum huglægu birtingum „, segir sjálfshyggjan. En slíkt ástand getur ekki varað lengi. Þessar birtungar er tvöfaldar í eðli sínu; önnur er aðeins andstæða hinnar. Hvor þeirra er með egóinu: óhamingjan eða sú blessaða? Um leið og þessi spurning er borin upp, hefst endurvakningin. Það er ómögulegt að svara neinum þessara spurning ákveðið og sálin endar eðlilega á því að uppgötva að hún er annað en hugurinn, og þó hún hafi verið þræll hans, getur hún verið (sem hún eðlilega er) drottinn hans. Fram að þessu hefur sálin verið dreginn á ýmsa vegu í hlýðni við tilverustrengi hugans. Blind hlýðni við huglægar birtingar gerði hana leiðitama. Hlýðnisstrengurinn slaknar á göngunni. Því sterkari sem eðlið er, því meiri verður aðskilnaðurinn. Í stað þess að sálin sé leidd af huglægum tilhneyingum, er nú kominn tími á að hugurinn titri í hlýðni við tilhneyingu sálarinnar. Þessi drottnisskipan er frelsi viljans, og þessi hlýðni hugans við sálina er Yoga. Birtingarnar sem vaktar eru í huganum af ytri tilveru (tatwas) verða nú að gefa eftir fyrir hinum sterku hreyfingum sem koma frá sálinni. Skref fyrir skref breytist eðli huglægu litanna og hugurinn fer saman með sálinni. Með öðrum orðum, hugarþáttur einstaklingsins er hlutlaus og sálin er algerlega frjáls í alræði sínu.

Við skulum nú rekja aðlögun hugans skref fyrir skref upp til samadhi. Samadhi, eða huglæga ástandið sem náð er með ástundun Yoga, er hægt að skilgreina á tvennan hátt. Svo lengi sem hugurinn hefur ekki náð fullkomnlega tengslum við sálina, er ástandið kallað samprajnata. Það er ástand þegar uppgötvanir nýs sannleika fylgja vinnu í öllum hlutum eðlisins. Hin skilgreiningin er fullkominn huglæg aðlögun. Hún er kölluð asamprajnata. Þar er ekkert að vita, engar uppgötvanir um óþekkta hluti. Það er ástand algers innsæis. Tvær spurningar koma eðlilega fram við endurvakninguna:
„Ef ég er þessar birtingar, hver þeirra er ég? Ég held að ég sé ekki nein þeirra. Hvað er ég þá? Hvað eru þær?“

Svarið við seinni spurningunni er í samprajnata samadhi, svarið við þeirri fyrstu felst í seinni spurningunni. Áður en við förum lengra inn í eðli samadhi, eru nokkur orð um venjur og áhugaleysi. Þessir tveir þættir eru nefndir af Patanjali sem tvær aðferðir við að athuga hugræna birtingu, og það er mjög mikilvægt að skilja þá til hlítar. Áhugaleysi er endurspeglun í huganum á litum sálarinnar þegar hún uppgötvar eigið frjálsa eðli og hafnar stjórnun ástríðnanna. Það er nauðsynleg afleiðing endurvakningarinnar. Venja er endurtekningarástand sem staðfestist í huganum.
Staðfesting hugans í þessu ástandi þýðir huglæga óvirkni. Með því á ég við að hinar fimm venjubundnu birtingar eru í hvíld í fyrsta sinn. Það er því þannig að hugurinn er frjáls að taka á móti hvaða áhrifum sem er. Hér sjáum við í fyrsta sinn, áhrif sálarinnar í formi forvitni (Vitarka). Hvað er þetta, hvað er það? Hvernig er þetta, hvernig er það? Í þessari mynd birtir forvitnin sig í huganum. Forvitni er löngun til þekkingar, og spurning er birting þeirrar löngunar. En hvernig þekkir maðurinn spurningar? Huglæg mynd af forvitni og spurningu er auðveldlega hægt að skilja með því að veita athugasemdum mínum um uppruna langanna svolitla athygli. Birtingarferill heimspekilegrar forvitni er svipaður og birting langanna. Í seinna tilvikinu kemur kveikjan frá ytri heiminum gegnum Prana, og í hinu fyrra, beint frá sálinni. Ánægjan er fenginn með hugleiðingu í huganum af þekkingu sálarinnar, því sjálf hennar og sjálfstæði er betra en ekki-sjálf og blindnin sem af því leiðir. Hve sterk heimspekileg forvitni er, fer eftir hve sterk hugleiðingin er, hún er fremur veik í byrjun (eins og almennt er í núverandi andlegum þroska), tak heimspekilegrar forvitni á huganum er næsta lítið í samanburði við tak langanna á hugann.

Heimspekilegur áhugi er fyrsta þrepið í huglægri göngu til Yoga. Við höfum fyrir augunum allar mögulegar birtingar náttúrunnar, og reynum að setja okkur inn í hverja mögulega birtingu. Í einföldu máli, að setja okkur sjálf inn í rannsókn á öllum greinum náttúruvísinda, eina af annari.
Þetta er eðlileg niðurstaða forvitni. Með því að leitast við að uppgötva tengsl sem þegar eru fyrir hendi eða möguleg, nauðsynleg og hugsanleg á fyrirbrigðum náttúrunnar, koma aðrir kraftar inn í hugann. Patanjali kallar þessa krafta vichara, hugleiðslu. Róttæk hugmynd er að skoða tengsl hinna ýmsu hluta sem mynda heildina sem við erum að hugleiða. Slík aðferð heimspekilegrar forvitni nær sterkara taki á huganum. Þriðja stig samadhi er það sem kallað er ananda, hamingja eða uppljómun. Svo lengi sem áhugi eða hugleiðsla er, beinist hugurinn að sálinni. Það er að segja, meðan bylgjur sálarinnar beinast einungis að því að komast inn í hugann, hefur þeim enn ekki tekist það að fullu. Þegar þriðja stiginu er náð, er hugurinn hinsvegar nægilega slípaður til að taka á móti fullmótuðum og skýrum myndum af sjötta kjarnanum. Hugurinn er meðvitaður um þessa mynd eða uppljómun. Hver maður sem hefur helgað sig rannsóknum á náttúrunni hefur verið í þessu ástandi einhvern tíma. Slíka upplifun er mjög erfitt að útskýra vitrænt, en ég er viss um að meirihluti lesenda minna er kunnugur þessu.

En hvaðan kemur þessi uppljómun? Hvað er hún? Ég hef kallað það endurspeglun frá sálinni. En fyrst af öllu, hvað er sál? Af því sem ég hef sagt fram að þessu, gerir lesandinn líklega ráð fyrir að ég skilji sálina aðeins sem nokkur skonar eftirmynd af efnislíkamanum, og að prana, og hugurinn, skipti einungis máli.
Ég hef nefnt að í sólkerfinu sé sólin miðjan, og prana andrúmsloftið (ummálið) sem annar grunnþátturinn sporöskjulagaður. Ég hef einnig nefnt að maðurinn sé aðeins eftirmynd þessa stórheims. Ég hef einnig nefnt að virat stórheimsins (mannsins) sé miðjan og manu sé andrýmið sem annar grunnþátturinn. Þetta andrúmsloft er gert af fimm alheims tatwas, eins og prana, eini mismunurinn er að hugar tatwas hefur mun hraðari tíðni (á sek.) en tatwas prana. Ég hef einnig sagt að hver hugur er nákvæm mynd af stórheimshuganum, en mismunurinn er tímaþátturinn, eins er um prana.
Nú verð ég að segja það sama um sálina. Í stórheiminum er Brahma miðjan, og vijana andrými þess. Eins og jörðin hreyfist í prana, eins og hugurinn hreyfist í manu, eins og manu (virat) dregur andann í vijana, dregur sálinn andann í hæsta andrými ananda. Brahma er miðja andlega lífsins, eins og sólin er miðja prana, og virat miðja huglæga sviðsins. Þessar miðjur eru líkar að birtu sólar, en venjuleg skynfæri geta ekki náð því vegna þess að tíðnishraði þeirra er ofar getu þeirra.

Sál alheimsins (vijana maya kosha), með Brahma sem miðju, er okkar andlega fyrirmynd.
Tilvistarþræðir (tatwic) þessa hvels ná yfir það sem við köllum Brahmanda. Það er með svipuðum hætti og tilvistargeislar prana dreifast í efnislíkamanum. Miðja þessa alheims myndar með sér sjálfvitundarstilltan alheim. Allar lægri miðjur eru í faðmi þess.
Undir áhrifum efnisins safnar stórheimurinn ytri myndunum; það er að segja, hann öðlast afl á því að birta sig á hina fimm vegu eins og ég hef lýst í kaflanum um hugann. Undir áhrifum Brahma, öðlast huglægi stórheimurinn (Manu) hins vegar hærra afl. Þessi tvöföldu áhrif breytast með tímanum og þar með eðli Manu sjálfs. Alheimurinn öðlast nýjan huga eftir hvert manwantara. Þær breytingar eru ávallt til hins betra. Hugurinn er ávallt andlegur, en með hverri endurnýjun verður hann andlegri. Það mun koma að því að núverandi stórheimshugur mun algjörlega hverfa inn í sálina. Það sama á við smáheim mannsins. Því er Brahma allsvitandi. Hann hefur sjálfsvitund. Allt í tímanum, sem var og er, hefur hann í sér, ótölulegan fjölda tilvistarsamsetninga. Hver fasi alheimsins með því liðna og afleiðingum, búa í honum. Það er hann sjálfur, sjálfvitund hans. Hugur hans ber í sér fjórtán manwantara. Hreyfingu tilvistarþáttar hugans er hraðað svo mjög að hann verður andlegur. Fram að þeim tíma að það gerist í alheiminum er tilvistartíðni prana aukin með áhrifum frá Manu þar til prana sjálft breytist í Manu næsta timabils. Þegar þetta gerist, þróast grófa efnið í prana með sama hætti.

Þetta er þróunarferill, en geymum það í bili og höldum áfram með efnið.
Mannleg sál er nákvæm mynd af þessari meginreglu stórheims. Hún er allsvitandi eins og fyrirmyndin, og hefur sömu grunnþætti. En alvitund mannlegrar sálar er enn í dvala vegna gleymni hennar. Sjötta meginreglan (algjöra) hefur lítið þroskast. Mannkynið hefur almennt litla hugmynd um eilífðina, um guðdóminn og skyld efni. Það þýðir að geislar eilífðarinna eru aðeins að vekja sjötta meginregluna til athafna á þessu þróunarstigi okkar. Þegar þeir geislar hafa eflst nægilega, mun sál okkar birtast í sínu rétta ljósi. Við gætu hraðað þessu ferli með vairagya (áhugaleysi), sem eykur styrk Yoga, eins og við höfum rætt.

Aðferðir við að efla styrk Yoga krefst sérstakrar íhugunar. Sumar þeirra hjálpa til að eyða þeim áhrifum og kröftum sem eru andstæðar ferlinu; aðrar aðferðir, eins og að íhuga æðri meginreglur, hraða þroskaferli sálarinnar sem leiðir til að hugurinn verður enn meira sálartengdur. Nú vil ég einfaldlega ræða eðli uppljómunar, samadhi, sem ég hef rætt um að orsakist af endurspeglun frá sálinni inn í hugann.

Þessi endurspeglun er einfaldlega það sem hugurinn nær frá sálarinnar. Hugurinn færist úr sínu venjulega ástandi til hærra orkusambands frá sálinni. Hærri tilvistartíðni nær í gegn um efni með lægri tilvistartíðni. Tungumálið þekkir hugtök um slíka upplyftingu, að fara úr sjálfum sér, í uppljómun, þetta er merking orðsins ananda sem samsvarar þriðja stigi samprajnata samadhi. Ananda maya kosha dregur nafn af því að vera, í hæstu hæðum. Hvert augnablik ananda er skref í átt til hæfni hugans til móttöku slíkra endurspeglanna, eðli hugans breytist smá saman og öðlast meiri stöðugleika á hærra sviði. Það sem var stundaruppljómun, Ananda, verður viðvarandi hluti og farangur hugans. Þessi staðfesting hærri orku er þekkt undir nafninu Asmita, sem má þýða sem eigindi, í merkingunni að skapa eigin byrðar.

Print Friendly, PDF & Email