XIV. Yoga Sálin (III)

XIV. Yoga Sálin (III) ~
Hinir fimm eterísku skynjunarstraumar koma inn í heilann og hreyfing flytst til hugrænna þátta frá þessum fimm orkumiðjum. Þessar miðjur eru tenging milli lífsþáttanna og hinna hugrænu. Hinar sýnilegu hreyfingar sem verða í huganum verða meðvitaðar um liti. Með öðrum orðum, þær sjá í huganum. Á sama hátt getur hugurinn myndað hæfileika til að móttaka hughrif frá hinum fjórum skynfærunum. Þessi hæfileiki kemur til vegna varnarleysis gegnum aldirnar. Tímabil eftir tímabil liðu og hugurinn var ekki hæfur til að móttaka tíðnisbylgjur tatwic. Lífsbylgjur byrjuðu skipulagt ferðalag jurtaríkisins um jörðina. Frá því upphafi hafa ytri straumar haft áhrif á jurtaríkið og það er upphaf þess sem við köllum skynjun. Breytingar á ytri tilvistarstraumum í gegnum einstaka líf jurtaríkisins snertu strengi hins sofandi hugars, en hann brást ekki við. Hann var ekki í sambandi. Lífbylgjurnar gengu í æ hærri þróun jurtaríkisins og meiri orka snerti hugarstrengina og hæfileikinn meiri til að svara tilvistarkalli lífsins. Þegar kom að dýraríkinu urðu ytri tilvistarmiðjur sýnilegar. Það eru skynfærin, sem hvert fyrir sig hafði eiginleika til að draga tilvistargeislanna inn í sjálfa sig. Í lægsta dýraforminu eru þau sýnileg og eru merki þess að hugarþátturinn er tiltölulega vel þroskaður: hefur byrjað að svara að einhverju leyti ytri tilvist. Það má geta þess hér, að þetta er ekki hinn algeri upprunalegi huglægi truti, sem ég hef þegar fjallað um, heldur nokkur skonar eftirmynd. Þetta er rísandinn að endanlegri þróungerð allra sviða lífsins, sem leiddi þýskan heimsspeking að þeirri niðurstöðu að; “Guð er að koma”. Þetta er að sjálfsögðu sannindi, en snúa aðeins að hinum endanlega alheimi að nafni og formi, en ekki að því hvert hið algera stefnir.

Höldum því áfram: Varnarleysi dýraríkisins gagnvart ytri tilvist var meira og lengra, og styrkur þeirra mismunandi miðstöðva óx, mótun þessara miðstöðva varð sífellt meiri, ytri áreiti á hugann varð meira og huglæg viðbrögð betri og betri. Það kom að því að þróun þess huglæga að hin fimm huglægu skilningavitum urðu að fullu þroskuð, sem sýndi sig í þroska hinna ytri skynfæra. Við köllum virkni hinna fimm huglægu skilningavita, -skynjun. Á henni er byggðar þær huglægu birtingar sem ég fjallaði um í kaflanum um hugann. Hvernig sú þróun hefur á sér stað er einnig fjallað um þar.
Ytri tilvistþættir (tatwas) grófa efnisins skapar grófar miðstöðvar í grófa líkamanum og sendir þaðan strauma sína. Sama gerir sálin. Tatwic straumar ytri sálarinnar, Iswara, skapar svipaðar virknisstöðvar með tengingum við hugann. En tilvistarstraumar sálarinnar eru fínni en lífsbylgjanna. Huglægt efni er lengur að að svara kalli Iswara en það svarar kalli Prana. Það var ekki fyrr en lífsbylgjurnar snertu mannkynið að tíðni sálarinnar byrjaði að koma fram í hugann. Miðstöð andlegra strauma er staðsett í því sem við köllum vijnana maya kosha, andlega kjarnann. Frá upphafi mannkynsins hefur andlega miðstöðin smá saman öðlast meiri styrk , kynstofn eftir kynstofn, til þess sem við köllum vakning sálarinnar. Sá ferill endar í staðfestingu í paravairagya. Frá því ástandi eru aðeins fá skref til þess krafts sem kallaður hefur verið hið leynda, eða andleg skynjun. Það sem við skynjuðum áður má kalla dýrslega skynjun. Alveg eins og hin öfluga rökhyggja og afl málsins hafði verið reist á grunni dýrslegrar skynjunar, hefur enn sterkari rökhyggja og afl tungumálsins hefur verið reist á grunni andlegrar skynjunar hinna arísku sagnameistara. Við munum koma að því síðar.

Ástundun staðfestir paravairagya ástand í huga Yoga, í hinni fullkomnu ró. Það er opið fyrir öllum gerðum tilvistaráhrifa, án neinna truflanna skilningsvitanna. Næsta orka sem sýnir sig er kölluð samapatti. Ég skilgreini þetta orð sem huglægt ástand, sem getur móttekið endurkast hlutlæga sem óhlutlæga heimsins og leiðir til þekkingar á hinum minnstu hreyfingum, sem eru þó hins veittar.
Innsæi hefur fjögur stig: (1) Sa vitarka, í orði, (2) Nir vitarka, án orða, (3) Sa vichara, í hugleiðslu, (4) Nir vichara, í djúpri hugleiðslu.
Innsæisástandi hefur verið lýst sem björtum, tærum, gegnsæum, litlausum kristall. Horfðu á hvað sem er gegnum slíkan kristal og hann mun sýna sig í litum þess hlutar. Þannig hagar hugurinn sér í slíku ástandi. Leyfum tilvistargeislunum sem bera uppi hin sýnilega heim falla á hann, og þeir sýna sig í litum sýnilega heimsins. Tökum þessa liti í burt, og hann er aftur eins hreinn sem kristall, tilbúinn að sýna hvaða aðra liti sem falla á hann. Hugsið um frumöfl náttúrunnar, tatwa, hugsið um hvernig efnishlutir virka, um skilningsvitin og uppruna þeirra og hvernig þeir virka, hugsið um sálina, frjálsa eða bundna, og um hugann hvernig hann fellur í hvert þessa ástands. Hann geymir enga sérstaka liti sem hindra aðra liti sem koma inn í hann. Fyrsta stig innsæis er af orði. Það er það algenasta á þessum tímum og því auðskiljanlegasta.

Leyfum lesandanum hugsa sér huga þar sem engir litir koma fram við að heyra vísindaumræðu. Að hann hugsi sér þúsundir manna sem heyri á sínu eigin tungumáli umræður um háleitar hugmyndir sem hljómi eins um hebreska í eyrum þeirra. Tökum ómenntaðan bónda og kennum honum að lesa Comus eftir John Milton. Munu þessi fallegu orð færa honum allt það sem þeim var ætlað? Af hverju ómenntaðan bónda? Fékk hin mikli John Egerton sjálfur skilið fegurðina frá Milton? Lesum fyrir almennan skólapilt á hans eigin máli sannindi í heimsspeki. Skilar tungumálið, jafnvel þó þú gefir honum orðabók um merkingu orðanna, einhverjum hugmyndum í huga hans? Lesum Upanishad, fyrir pandit (Bramha klerkur) sem skilur Sanskrit nokkuð vel. Efast einhver um (ég geri það ekki) að hann skilji öll þau háfleygu orð sem í þeim stendur? Með það í huga, berum þá saman huga vel menntaðs manns, við huga sem af innsæi skilur merkingu orðanna. Það er erfitt verk að að skilja til fulls merkingu þeirra, jafnvel fyrir þann vel menntaða. Fordómar, andstæðar kenningar, eigin fullvissa, og kannski einhverjir aðrir hugrænir þröskuldir hindra það. Jafnvel John Stuart Mill kynni jafnvel ekki hafa skilið heimspeki Sir William Hamilton. Einn mesti kennimaður austurlanda segir að kerfi Patanjali’s sé alls ekki heimsspeki! Annar hefur sagt að Patanjali’s Aphorisms on Yoga sé eintómir öfgar! Margar tantras (kviður), þó þær séu þýddar á hvaða tungumál sem er; sem mjög fáir skilja raunverulega merkingu þeirra. Það er mjög mikil synd og ber að harma. Skilningurinn hvarf með orðanna innsæi. Í slíku ástandi er Yogi í tengslum við höfund bókarinnar vegna þess að hugur hans er laus við alla bindandi fordóma, er í raun hreinn, bjartur og litlaus kristall, tilbúinn að móttaka hvaða litafasa sem hann kemst í tengsl við.

Næsta stig innsæis er orðalaust. Þá hefur þú enga þörf fyrir bækur til að vígjast inn í leyndarmál náttúrunnar. Hugur þinn getur náð sannindum úr brunni þeirra: sannar myndir af öllu, í hvaða mynd sem er í orðum, sem í gegnum prana, eru til staðar í hinum kosmíska huga, myndir sem eru sálir hlutanna, þeirra eigin sjálf, þungaðar af öllu sem þeir hafa gengið í gegn um, eða þurft að fara framhjá, raunveruleika hinna ýmsu og mismunandi stiga hins stórkostlega heims, hluti eins og borð, gler, penna, og í raun hvers einasta hlutar, harðan sem mjúkan, stóran sem lítin, svartan sem hvítan.
Þessi stig snúa að hlutum í hinum skiljanlega heimi. Næstu tvö stig innsæis snúa að þeim öflum sem er að baki efnisheiminum, heimi fínna efnisins. Innsæi íhugunar snýr aðeins að birtingu þeirra strauma, þeirra afla sem sýna sig eða munu sýna sig. Á því stig veit Yogi sem dæmi með innsæi sínu þegar kraftar andrúmsloftsins, Prana draga sig saman til að mynda úrkomu, en hann veit ekki hvað það er sem veldur því, eða hvort það muni gerast, eða í hversu miklu mæli. Hann sér krafta að verki, t.d. í tré, í hesti eða manni, orkuna sem er að verki, en veit ekki af hverju eða afleiðingar þeirrar orku.

Næsta stig nær yfir allt sem fellur undir öll þrjú stig fínna efnis. Núverandi stig er að sjálfsögðu þekkt, en á því dregur Yogi alla sögu hlutar frá upphafi til enda. Færum honum rós og hann sér öll fínni stig hennar, áður og nú. Hann sér upphaf runnans og vöxt hans á öllum stigum; hann veit hvernig róshnappurinn byrjar, hvernig hann opnast og hvernig hann verður að fögru blómi. Hann veit hvernig hún deyr og hvenær. Færum honum lokað umslag og hann veit ekki aðeins hvað það inniheldur, heldur líka innihald texta, hann getur rakið hvernig þær þær hugsanir urðu til og þeirrar handar sem ritaði bréfið, hvar það var ritað og til móttakanda. Það er á þessu stigi að hugur þekkir hvað annar hugur hugsar, án milligöngu orða.
Þessi fjögur stig standa fyrir því sem kallað er ytri trans (savija samadhi).

Af og til koma þessir kraftar fram hjá mörgum. En það sýnir einfaldlega að hin dauðlegi er á réttri vegferð. Hann verður að vera viss um það stig ef hann vinnur.
Þegar þetta síðasta stig samadhi er staðfest í huganum, andlegu skynfærin okkar fá orku frá ákveðinni þekkingu sem við höfum öðlast með ytri skynfærum okkar. Það sem ræður þessum skynfærum er æðra okkur hvað efnisheiminn varðar. Á svipaðan hátt er ekkert rúm fyrir að efa þau sannindi sem andleg skynjun gefur okkur. Það afl að þekkja sannindi með fullkominni vissu er þekkt sem Ritambhara, eða andleg skynjun.
Þekking sem andleg skynjun veitir, er alls ekki hægt að bera saman við þekkingu sem fengin er með ályktunum, ímyndun eða með öðrum leiðum.
Ályktanir, ímyndanir eða sagnir, sem byggðar eru á ytri efnislegri skynjun, geta aðeins byggst á þekkingu sem fengin er með slíkri skynjun. En andleg skynjun og ályktanir af henni, eru af yfirnáttúrulegum heimi, raunveruleikanum sem liggur að baki þeirri sérstöku tilvist sem við þekkjum. Þessi skynjun felur einnig í sér tilveru og eðli Prakriti, fíngerðasta efnisástandið, sem og dýrslega skynjun grófa efnisins.

Efnisleg skynjun dregur hugann að grófa efninu, heiminum sem gaf hana. Með sama hætti dregur andlega skynjun hugann að sálinni. Ástundun á samadhi eyðir sjálfu sér. Hugurinn tekur svo mikla orku frá sálinni að hann missir huglæga samkvæmni. Öll samsetning óraunverulegra nafna og forma hverfur. Sálin er í sjálfri sér, en ekki í huganum núna.
Með því er mestum hluta verksins lokið. Það er nú ljóst að það sem við köllum mann, lifir aðallega í huganum. Tveir aðilar hafa áhrif á hann. Annar er lífsgildin, hinn er andlegu gildin, annar kemur á ákveðnum breytingum á neðan frá, en hinn ofan frá. Þessar breytingar hafa verið skráðar og hann hefur fundið að yfirráð sálarinnar eru ákjósanlegri en lífsgildin. Þegar hugurinn hverfur inn í sálina, verður maðurinn guð.

Tilgangur þessara kafla hefur verið að rekja í stuttu máli, virkni og gagnvirk tengsl meginreglna náttúrunnar; með öðrum orðum, að rekja virkni lögmáls tilvistar (tatwic) á öllum sviðum alheimsins. Mikið er hægt að segja um leynda krafta í huganum og Prana sem sýna sig á sérstökum sviðum í þróun mannsins. Þess er ekki þörf að það sé hluti þessarar bókar, og lýk ég henni því með nokkrum skýringum á fyrsta og síðasta þætti kosmosins, andanum.

Print Friendly, PDF & Email