XV. Andinn

XV. Andinn ~
Það er anandamaya kosha, bókstaflega kjarni sælu Vedantista. Af orku andlegrar skynjunar veit sálin af tilvist þessarar tilvistar, en á núverandi stigi mannsins hefur hún ekki birt sig í mannlegri tilveru. Það sem skilur á milli sálar og anda er fjarvera “ég vitundar” í þeim síðari.

Hann er dögun þróunarinnar. Hann er upphaf hins mikla andardráttar. Hann er fyrsta kosmíska virkni eftir nóttu Mahapralaya. Eins og fjallað hefur verið um, er andardrátturinn í þremur stigum: jákvæða, neikvæða og susumna. Susumna er þunguð af öðru hvoru stiginu. Þessu stigi er lýst í Parameshthi sukta úr Rig Veda sem annað hvort Sat (jákvætt) eða Asat (neikvætt). Þetta er frumstig parabrahma, sem allur alheimurinn liggur eins og hulið tré í fræinu. Eins og bólstrar rísa og losa sig frá hafinu, rísa inn- og útþróun upp af þessu stigi og í fullnustu tímans falla þar aftur niður. Hvað er Prakriti á þessu máttuga stigi? Fyrirbærið Prakriti á uppruna sinn og tilveru í hinum mikla andardrætti. Þegar hin mikli andardráttur er á susumna stigi, getum við sagt að Prakriti sjálft sé á susumna stigi? Það er í raun parabrahma sem er allt í öllu. Prakriti er aðeins skuggi af því efni, og eins og skuggi fylgir það breytingum á hinum mikla andardrætti. Fyrsta breytingin á hinum mikla andardrætti er jákvæði straumurinn, eða upphaf þróunarinnar.

Á þessu stigi er Prakriti tilbúið að breytast í fyrsta stigs eter, sem myndar andrúmsloft sem Iswara dregur líf sitt af. Á fyrsta stig þróunarinnar, er hin mikli andardráttur (parabrahma), sem veldur þessum breytingum á Prakriti, þekktur sem Sat, brunnur allrar tilveru. “Ég” er eðlilega ekki til á þessu stigi, því það er aðgreiningin sem skapar “egóið”. En hvað er þetta stig? Þarf maðurinn að hverfa áður en hann getur náð þessu stigi, því sem frá sjónarhorni mannsins er kallað nirvana eða paranirvana? Það er engin ástæða til að ætla að maðurinn þurfi að gereyðast fyrir þetta stig, ekki frekar en að það þurfi að eyða öllum hita úr vatni. Einföld staðreynd er að litir sem standa fyrir egóið falla inn í hærra orkuform andans. Þetta er vitundar-eða þekkingarstig ofar sjálfinu, sem sjálfið hverfur inn í.

Einstaka andi hefur sömu tengsl við Sat sem einstaka sál hefur við Iswara, einstaka hugur við Virat, og einstaka lífsgildi við Prana. Hverri miðju er gefið líf af tilvistargeislunum á því stigi. Hver þeirra er dropi í eigin hafi. Upanishad útskýrir þetta stig með mörgum nöfnum. Chhandogva, geymir hins vegar mjög ítarlegt samtal um þetta efni milli Uddalaka og sonar hans Shwetakete.
Prófessor Max Muller gerði nokkrar mjög vafasamar athugasemdir og ákveðnar fullyrðingar um þetta samræður, kallaði það „meira og minna óraunverulegar“. Þessar athugasemdir hefðu aldrei átt að koma frá svo lærðum manni, ef hann hefði þekkt og skilið eitthvað af hinni fornu vísindum um andardráttinn og kenningunum um tilvistarþættina. Upanishad getur aldrei verið mjög vitrænt án þeirrar yfirgripsmiklu þekkingar. Við verðum að muna að Upanishads sjálf segir á mörgum stöðum að þörf sé á kennara til til frekari skilnings á þessum guðlegu orðum þar. Kennari kennir ekkert nema vísindin um hin mikla andardrátt; sem eru sögð vera sú leyndasta af öllum leyndum kenningum. Það er staðreynd að allt það er kennt í Upanishad. Sú litla bók sem reynir að útskýra þetta efni fyrir heiminum, varð til sem samantekt úr ýmsum áttum um sama efni, erft frá ýmsum leyndum reglum. Raunin er að þessar kviður er meginlykill að Arískri heimspeki og leyndum vísindum, en þessi litla bók mun varla getað þjónað því að eyða myrkri aldanna.

En snúum okkur að samræðunum milli faðir og sonar, sem er í sjötta Prapathaka í Chhandogya Upanishad.
“In the beginning, my dear, there was only that which is one only, without a second. Others say in the beginning there was that only, which is not one only, without a second, and from which is not, that which is was born.”
„Minn kæri, í upphafi, var þar aðeins það sem er hið eina, án þess næsta. Aðrir segja að í upphafi, var aðeins það eina, sem er ekki aðeins eitt, án þess næsta, hvaðan það var ekki, þess sem er var fætt.“
Þessi er þýðing Prófessors Max Muller. Þrátt fyrir hans mikla orðspors og menntun, hætti ég mér að segja, að hann hafi algjörleg misst sjónar af merkingu Upanishad í þessari þýðingu. Upprunalega setningin er:
„Sad eva saumyedamagre asit.“
Ég get ekki fundið neitt í þýðingunni sem gefur tilfinningu fyrir orðinu “idam” í upprunalegu setningunni. Idam þýðir „þetta“, og það hefur verið útskýrt í merkingunni sem heimur fyrirbrigðanna. Þetta er litið á, o.s.f.v. Þessvegna ætti rétt þýðing að vera:
„Þetta (heimurinn) var Sat einn í upphafi.“
Kannski er orðið “það” fyrir mistök sett í stað “þetta” í þýðingu próf. Max Muller. Ef það var raunin, er gallinn í þýðingunni lagfærður.
Textinn merkir að fyrsta stig heimsins fyrir aðgreiningu var það sem þekkt er sem Sat. Sem allt kemur á eftir, það sýnist að þetta sé það ástand; Alheimsins með öllum sínum fyrirbrigði, efnis-, hug,-og andlegum séu í dvala. Orðið eva, sem í þýðingunni stendur fyrir orðin „einn“ eða „aðeins“, merkir að í upphafi daganna hafði alheimurinn ekki öll fimm, né ekki einu sinni tvö eða fleirri af hinum fimm tilvistarsviðunum. En það var svo, í upphafi var Sat einn.
Sat er aðeins einn, án þess næsta. Engir eiginleikar tímans eru í þessum tveim. Sat er aleinn, ekki eins og Prana, Virat eða Iswara, sem öll eru í birtingu samtímis, í skuggsjá tilverunnar.
Næsta setning segir að í upphafi var Asat einn. En Prófessor Muller þýðir það, “ var aðeins það (?) eina, sem er ekki aðeins eitt „
Þetta hefur enga merkingu, þrátt fyrir grískan undirleik. Að Asat sé þýtt sem „sem er ekki“ eða í stuttu máli „ekkert“, er ljóst. En það er engin vafi á því að það er ekki merkingin í Upanishad. Orðin eru hér í sama skilningu og í „Nosad asit“, sálmi í Rigveda.
„Þá var hvorki Sat né Asat.“

Þetta er að sjálfsögðu algörlega annað ástand en Sat í Upanishad. Það er ekkert annað en susumna andardráttar Brahma. Eftir það í upphafi þróunarinnar verður Brahma að Sat. Þetta er jákvæður og mögulegur fasi. Asat er ekkert meira en neikvæður svalandi lífsstraumar sem ræður nóttu Maha pralaya. Þegar skuggi Prakriti hefur gengist undir byrjunaráhrif neikvæða straumsins, byrjar dagur þróunarinnar með upphafi jákvæða straumsins. Ágreiningur um upphafið er aðeins tæknilega eðlis. Í rauninni er ekkert upphaf. Allt er hreyfing í hringi, og af þeim sjónarhóli getum við staðhæft hvað sem við viljum um upphafið.

Asat heimsspekingar telja að án þess að Maya gangist undir byrjunaráhrif næturinnar, verði engin sköpun. Þannig að samkvæmt þeim , verðum við að setja Asat í upphafið.
Sögumaðurinn Uddalaka myndi ekki fallast á þetta. Samkvæmt honum, eru áhrifamikil virk öfl í Sat, jákvætt ástand, alveg eins og allt lífsform fær frá Prana (jákvætt lífsefni) en ekki frá Rayi (neikvæða lífsefnið) – sjá í Prasnopnishat. Það er aðeins hrifning fyrir Asat; raunveruleg nöfn og form fyrirbrigða alheimsins eru ekki þar. Í raun hefur nafnið Asat, verið gefið frumstigi alheims í þróun af þeirri ástæðu. Ef við gætum þýtt þessi tvö, yrðum við að smíða tvær mjög einstakar samsetningar: Sat (það-í-sem-er) og Asat (það-í-sem-er-ekki).
Það er aðeins slík framsetning sem gefur sanna merkingu og því við hæfi að halda Sanskrit orðum og útskýra þau eins vel og hægt er.
Í raunverulegu ástandi þar sem nöfn og form finnast ekki, getur ekkert staðið sem ástæða fyrir nöfnum og formum sem ekki eru til. Af því leiðir að Sat var einn í upphafi, o.s.f.
Einstaka andi hefur sömu tengsl við Sat eins og sál hefur við Iswara.

Þetta nægir í bili. Það er nægilegt til að sýna að það er engin gereyðing hvergi í alheiminum. Nirvana þýðir einfaldlega uppljómun (sem er ekki eyðing) af fyrirbrigðageislum.

Print Friendly, PDF & Email