Ungur.

Tíminn er vinur,

ungi maður,

hann er von þín og framtíð.

Von um frið og fagran heim,

tíminn er þinn

ungi maður.

 

SS © 1974

Sköpun.

 

Máttur skaparans,
knýr úr kyrrð
– ljós og myrkur

Eldar lifna
sólir kvikna
– lífsins glóð

Goðans ómi,
þrennum tóni
– sköpun bjó

Í viljans loga,
lífsins þrá
– sá fyrsti brennur

Í brjóstsins anda,
hjartans þrá
-sá annar rennur

Í formið blæs
skilnings gró
-sá þriðji rennur

SS © 1998-2001

Bak við sól og sunnan mána.

Í stjörnuþoku hljóma

himins óma,

ungri sól

sem skapari himni fól.

 

Frá logans heimi

og hugarsveimi,

helgir goðar skutu fram

skipum úr naustarann.

 

Sona skarar fáru

skínandi brynjur báru,

fylgdu konungskná

björtum knörrum á.

 

Hin aldni í stafni

andans fari,

stefnir hug og hönd

að nýrri strönd.

 

SS ©1997-2000