Hugurinn.

Það koma dagar

þegar ljósið er dauft

hugurinn myrkur

og sinnið snautt.

 

Vorið við gluggann

svo grænt,gult og blátt

litirnir dofna og hverfa

allt svo grátt.

 

Sólskin og hlýja úti

söngur lífsins ómar

hvað er svo þungt og kalt

sem þungir hugarórar.

 

SS ©1990

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *