Systur

Heimska og fáviska

eru stjúpur

þær byggja múra

og byrgja sýn

eflast saman

og afla vina.

 

Viska og þekking

eru systur

þær brjóta múra

og opna sýn

ganga saman

liðsfáar.

 

Vaknar þekking

og viskan há

er hugur og vit

fella saman

hönd og verk.

 
SS ©1997

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *