Baldurs draumur (Vegtamskviða)

Grímur Óðins

Elsa-Brita Titchenel

26. Kafli

Baldurs draumur (Vegtamskviða)

Þessi þekkta saga hefur verið sögð í mörgum útgáfum. Baldur sólargoð fékk forspá í draumi sem olli Ásum áhyggjum. Þegar Óðinn frétti að Hel, dauðagyðjan, væri að undirbúa komu sonar hans, bað Óðinn Frigg, móðir goðanna, þess að hún tæki eið af öllum skepnum að þær myndu ekki skaða Baldur. Allir samþykktu glaðir kröfu hennar og hættunni sýndist afstýrt. Eitt hafði þó yfirsést, mistilteinn, of lítilfjörlegum til að geta talist hættulegur.
Loki hafði lært af yfirsjón sinni. Hann týndi af þessari litlu jurt og útbjó ör úr henni og fór á goðafund þar sem þeir í gamni sínu hentu vopnum að Baldri, sem hlægjandi og óvarinn henti gaman af þegar vopnin hrukku af honum ósködduðum. Aðeins tvíburabróðir Baldurs, Höður stóð hjá. Loki gekk til hans og spurði hvort hann vildi ekki taka þátt í leiknum og bauðst til að leiðbeina honum að miða svo hann gæti notið leiksins. En örin sem Loki setti í boga Haðar var hin banvæni mistillteinn. Hún smaug í hjarta sólargoðsins sem þar með ferðaðist til Heljar.
Dulbúinn sem Hermóður (guðlegt hugrekki) reið Óðinn til gyðju dauðans, Heljar, til að endurheimta sólargoðið, sem hún féllst á, ef án undantekningar allar skepnur myndu gráta Baldur. Frigg gekk á allar skepnur og allar grétu hin elskaða Ás. Allt sýndist ganga vel þar til hún rakst á gamla kráku — Loka í gervi — sem neitaði. Niðurstaðan var því ótvíræð, Baldur yrði kyrr í húsakynnum Heljar.
Sólargoðið var lagður til hvílu í skip sitt, elskuleg eiginkona hans Nanna (tunglið) dó úr harmi og var lögð við hlið hans. Áður en brennandi skipi hans var sleppt var sagt að Óðinn hafi beygt sig niður og hvíslað einhverju í eyra sonar síns. (1)
Það er margir lyklar sem passa við þessa sögu. Sólargoðið deyr á hverju ári við vetrarsólhvörf og er endurborinn á hverri nóttu sem skref til að hefna dauða hans fram að nýrri ársól. Hátíð hinnar „óvinnandi sólar“ var alstaðar haldin norðan miðbaugs sem heilagur tími, jól, sem síðar varð að Kristmessu. Það var tími „Meyfæðingar“ þegar hið guðlega fæðist í fullnuma sem vígður er í launhelgarnar. Fæðingu Krists var gefinn þessi dagur til að kenna hann sem einn af þessum fullnumum.
Önnur túlkun vísar í sögn um lok sólar eða hinnar gullnu aldar. Í árdaga mannkynsins ríkti sakleysi í hinum unga huga manna. Það var tími friðar og einlægni, eðlislæg hlíðni við lögmál náttúrunnar ríkti og áhrif guðanna stjórnaði lífi sköpunnar. Þegar hópgreind manna fór að reyna afl sitt, leiddi frjálst val og vilji óhjákvæmilega til rangsleitni og siðalögmál ábyrgðar kom inní myndina ásamt öflum fávisku og myrkurs, sem táknað er með hinum blinda goði Höði, þeir voru verkfærin sem luku þessari blíðu saklausu tilveru. Svipað og sagt er frá í Bíblíunni þegar Adam og Evu voru rekin úr Aldingarðinum Eden eftir að hafa bragðað á forboðnum ávexti tréðs ills og góðs, því þau voru orðin eins og goðin, ábyrg fyrir þroska og þróun sinni. Mannlegur hugur verður að vera frjáls til að ákveða vegferð sína, sakleysi og stefnuleysi æskunnar ríkti ekki lengur, sálin varð að taka stefnuna og stýra að markmiði sínu, að fullkomnun og birta goðumlíkna vitund sína æ betur.
Þróunarkrafan um greind í verki — Loki, dulbúinn sem gömul kráka — neitar að syrgja þessa liðnu gullnu öld, því raunverulega innri vinna mannsins verður að hefjast. Bundinn í undirheimum verður Loki að þola þjáningar til enda tímans. Hinn fagra, Skaði, andstæða eiginleika Njarðar, aldar Satúrnusar, bindur höggorm yfir andliti hans og eitur hans drípur án afláts á þennan bundna títan og eykur þjáningar hans á meðan Signý trú eiginkona hans við hlið hans reynir að grípa eitrið í skjóðu. Það er þegar hún þarf að tæma skjóðuna að eitrið drýpur á andlit Loka og hann stynur af sársauka, þá hristist jörðin.
Þetta er sorgleg mynd sem haldið er fram í flestum ef ekki öllum ritum, að þau öfl sem neyddu manninn úr sakleysi æskunnar yfir í þroska og ábyrgð sé álitin af hinu illa. Kannski er það vegna almennar tregðu mannkynnsins til að fullorðnast. Jafnvel í dag eru það margir sem vilja fremur leggja ákvarðanir sínar við dyr einhverra drottna, raunverulegra eða ímyndaðra og vilja helst engar byrðar bera, þó lítisháttar athugun og íhugun ætti að sannfæra okkur um að til að uppfylla meiri örlög verður þroskuð vera að yfirgefa æskuna og takast á við tilgangsmeiri þátttöku í heiminum. Þannig er Loki neyddur til að bíða í djúpi efnisins og þjást til loka hringrásarinnar. Sársauki hans er aukinn með eitri þekkingarhöggormsins, á sama hátt og þjáning Prometheus var aukin við að ránfuglar kroppuðu í lifur hans. Báðar pyndingarnar lýsa misnotkun mannsins á guðgjöf hugans. Fórn þess upplýsta lýkur ekki fyrr en mannleg þrautaganga verður að fullu lokið, þegar Fenris, afkvæmi Loka, verður frjáls og gleypir sólina í lok lífs hennar og Vali heldur áfram verki sólarguðsins í stærri birtingu. Þá munum við kannski vita hverju Óðinn hvíslaði í eyra Baldurs.

27. Kafli

Efnisyfirlit
________________________________________

Baldrs draumar   (Vegtamskviða)

1.
Senn váru æsir
allir á þingi
ok ásynjur
allar á máli,
ok um þat réðu
ríkir tívar,
hví væri Baldri
ballir draumar.

2.
Upp reis Óðinn,
alda gautr,
ok hann á Sleipni
söðul of lagði;
reið hann niðr þaðan
niflheljar til;
mætti hann hvelpi,
þeim er ór helju kom.

3.
Sá var blóðugr
um brjóst framan
ok galdrs föður
gól of lengi;
fram reið Óðinn,
foldvegr dunði;
hann kom at hávu
Heljar ranni.

4.
Þá reið Óðinn
fyrir austan dyrr,
þar er hann vissi
völu leiði;
nam hann vittugri
valgaldr kveða,
unz nauðig reis,
nás orð of kvað:

5.
„Hvat er manna þat
mér ókunnra,
er mér hefir aukit
erfitt sinni?
Var ek snivin snævi
ok slegin regni
ok drifin döggu,
dauð var ek lengi.“

Óðinn kvað:
6.
„Vegtamr ek heiti,
sonr em ek Valtams;
segðu mér ór helju,
ek mun ór heimi:
Hveim eru bekkir
baugum sánir,
flet fagrlig
flóuð gulli?“

Völva kvað:
7.
„Hér stendr Baldri
of brugginn mjöðr,
skírar veigar,
liggr skjöldr yfir,
en ásmegir
í ofvæni;
nauðug sagðak,
nú mun ek þegja.“

Óðinn kvað:
8.
„Þegj-at-tu, völva,
þik vil ek fregna,
unz alkunna,
vil ek enn vita:
Hverr mun Baldri
at bana verða
ok Óðins son
aldri ræna?“

Völva kvað:
9.
„Höðr berr hávan
hróðrbaðm þinig,
hann mun Baldri
at bana verða
ok Óðins son
aldri ræna;
nauðug sagðak,
nú mun ek þegja.“

Óðinn kvað:
10.
„Þegj-at-tu, völva,
þik vil ek fregna,
unz alkunna,
vil ek enn vita:
Hverr mun heift Heði
hefnt of vinna
eða Baldrs bana
á bál vega?“

Völva kvað:
11.
Rindr berr Vála
í vestrsölum,
sá mun Óðins sonr
einnættr vega:
hönd of þvær
né höfuð kembir,
áðr á bál of berr
Baldrs andskota;
nauðug sagðak,
nú mun ek þegja.“

Óðinn kvað:
12.
„Þegj-at-tu, völva,
þik vil ek fregna,
unz alkunna,
vil ek enn vita:
Hverjar ro þær meyjar,
er at muni gráta
ok á himin verpa
halsa skautum?“

Völva kvað:
13.
„Ert-at-tu Vegtamr,
sem ek hugða,
heldr ertu Óðinn,
aldinn gautr.“

Óðinn kvað:
14.
„Ert-at-tu völva
né vís kona,
heldr ertu þriggja
þursa móðir.“

Völva kvað:
15.
„Heim ríð þú, Óðinn,
ok ver hróðigr,
svá komir manna
meir aftr á vit,
er lauss Loki
líðr ór böndum
ok ragna rök
rjúfendr koma.“

27. Kafli

Efnisyfirlit

Print Friendly, PDF & Email