Hrafnagaldur Óðins

Þannig eru „dagslok“ lífsins, Huginn snýr aftur til Óðins með reynsluna úr heiminum og sameinast hinum guðlega að nýju. Fylginautur hans, Muninn, geymir allt sem gerst hefur frá upphafi tímans. Á þeim skrám er byggt það sem sannast stendur og afrekað hefur verið, því minnið er varanlegt og er grunnur fyrir vitund framtíðarinnar.

Grímur Óðins

Elsa-Brita Titchenell

27. Kafli

Hrafnagaldur Óðins

Þessi sögn lýsir eftirmálum í lok dauða plánetu. Hún hefur verið skilin útundan í þýðingum þar sem margir fræðimenn með hin virta Sophus Bugge í broddi fylkingar hafa leitt hana hjá sér þar sem hún hefur verið talin næstum óskiljanleg. Þetta kvæði býr yfir mikilli fegurð með sterkri launsagnartilvísun, lesandinn skynjar hið ósagða draumkennda óumræðanlega gap milli tímabil lífs þegar plánetusálin fellur í kyrrð eftir dauðann. Öllum náttúruríkjum er haldið í andardráttarlausri spennu, hreyfingarlaus, ómeðvituð, líflaus, bíða rafmagnaðaðar skímu nýrrrar dögunar. Alfaðir einn er starfandi. Í allri Eddu er engin slík tilfinningarrík tónlist til sem lýsir þessu andartaki lífsins, sem skilur hver lífshóp fastan í eigin vitund í langri hvíld eða athafnaleysi þar til goðin snúa til baka.
Tveir hrafnar Óðins, Huginn og Muninn (hugur og minni), „fljúga hverjan dag Jörmungrund yfir“ (Grímnismál) og gefa Alföður skýrslu á hverri nóttu. Hér er minnst á áhyggjur goðsins yfir Huginn þegar hann snýr ekki aftur. Það er eðlileg ástæða fyrir því. Hugurinn greinir í sundur, hefur val, verur sem hafa þennan hæfileika og hafa náð greindarþætti og frjálsum vilja, eins og mannkynið á jörðu, standa frammi fyrir þeim möguleikum sem þeir birta. Þær geta, ef þær kjósa að helga sig eingöngu efnishlið náttúrunnar, jötnunum, í einstaka tilfellum slitið sambandinu við sinni innri guð og þannig er framlagi þeirra til kosmísks tilgangs glatað, og sál þeirra missir af tækifæri til ódauðleika. Þeir geta líka smásaman fundið tengsl við guðlega tilvist sína. Þetta vandasama val er ekki ákvarðað í eitt skipti, það er samsöfnuð áhrif á ótölulegra margra smærri ákvarðanna í gegnum þróunarskref í lífinu. Í eðlilegu þroskaferli vex sálin af ávöxtum reynslunnar og samskiptum við guðlegan uppruna sinn og sameinast honum smásaman.
Þannig eru „dagslok“ lífsins, Huginn snýr aftur til Óðins með reynsluna úr heiminum og sameinast hinum guðlega að nýju. Fylginautur hans, Muninn, geymir allt sem gerst hefur frá upphafi tímans. Á þeim skrám er byggt það sem sannast stendur og afrekað hefur verið, því minnið er varanlegt og er grunnur fyrir vitund framtíðarinnar.
Við ættum að muna að eiginleikar hrafnanna vísa ekki aðeins til mannlegrar vitundar heldur til sambærilegra eiginleika eins og þeir birtast með mismunandi hætti á ýmsum stigum í náttúrunni. Pláneta eins og sú sem Iðunn persónugerir, hefur eiginleika sem ná yfir alla hluta hennar, frá náttúruöflunum, gegnum gróft efni steinaríkisins, viðkvæmni plantnanna, hópvitund dýranna og sjálfsvitund mannlegrar sálar. Það tekur líka til æðri vitunda, andlega ríkisins ofar manninum innan plánetuárunnar. Sérhver vakandi vitundar fer í gegnum lífið til að öðlast víðfeðmari reynslu og vex til meiri skilnings og þekkingar, það er í manninum sem við fyrst verðum fær um að greina breytinguna.
Við lífslok plánetunnar er setið fyrir Iðunni (sál plánetunnar) við Urðarbrunn af áköfum goðum sem vilja læra af lífsreynslu hennar og njóta mjöðs (ávaxta) sem hún vildi láta af hendi. Ef táknlyklum Guðspekinnar er beitt sýnist líklegt að faðir hennar, Ívaldi, standi fyrir fyrri heim, Tunglhnattakeðjuna, sem var undanfari jarðarinnar. Iðunn, dóttir hans er „Ívalds eldri yngsta barna“ tilheyri okkar jörð sem er afsprengi jarðarhnattarins í Tunglkeðjunni fyrrum. Hinsvegar er þetta ekki mesta efnislega birting hennar , það var Nanna, líkaminn sem ekki er lengur sýnilegur okkur. Nanna (Nauma) dó áður en okkar jörð fæddist, en sundrað efni hennar var notað sem efni jarðarinnar. Nanna er því lægri grunnar jarðarinnar og hvílir djúpum dauðasvefni stungin þyrnisvefni, ;
„Eins kemur austan
úr Élivágum
þorn af akri
þurs hrímkalda,
hveim drepur dróttir
Dáinn allar
mæran of Miðgarð
með nátt hverri.“

Þetta er sá þyrnir sem færði „Sofandi fegurð“ algleymið (önnur túlkun sem Þyrnirós), og hinum langa svefni lauk með kossi lífsins. Hin lamandi þyrnir kemur frá frostjötni og á hverjum degi kemur dauðinn með nóttunni á miðnætti.
Eins og kvæðið segir okkur hefur hin sorgmædda Idunn lítið að færa til veislu goðanna. Hinsvegar segja síðustu versin okkur af fæðingu lífs að nýju;
„..gengu til rekkju
gýgjur og þursar,
náir, dvergar
og dökkálfar.“
nærri fjærstu rótum Alheimstréðs og goðin birtust aftur og blésu líf í nýjan heim nýrra vona:
„Risu raknar,
rann álfröðull,
norður að Niflheim
njóla sótti;“

 

28. Kafli

Efnisyfirlit

________________________________________

Hrafnagaldur Óðins

1.Alföður orkar
álfar skilja
vanir vitu
vísa nornir
elur íviðja
aldir bera
þreyja þursar
þrá valkyrjur.

2.Ætlun æsir
illa gátu
veður villtu
vættar rúnum;
Óðhræris (2) skyldi
Urður geyma
máttk at verja
mestum þorra.

3.Hverfur því Hugur
himna leitar,
grunar guma
grand ef dvelur;
þótti er Þráins
þunga draumur(3),
Dáins dulu (dvergur)
draumur þótti.

4.Dugur er með dvergum
dvína, heimar
niður að Ginnungs
niði (4) sökkva;
oft Alsviður
ofan fellir,
oft af föllnum
aftur safnar.

5.Stendur æva
strind né röðull,
lofti með lævi
linnir ei straumi
mærum dylst
í Mímis brunni
vissa vera;
vitið enn, eða hvað?

6.Dvelur í dölum
dís forvitin,
Yggdrasils frá
aski hnigin;
álfa ættar
Iðunni (5) hétu,
Ívalds eldri
yngsta barna.

7.Eirði illa
ofankomu,
hárbaðms undir
haldin meiði;
kunni síst
að kundar Njörva,
vön að værri
vistum heima.

8.Sjá sigtívar
syrgja Naumu (6)
viggjar að véum;
vargsbelg seldu,
lét í færast,
lyndi breytti,
lék að lævísi,
litum skipti.

9.Valdi Viðrir
vörð Bifrastar(7)
Gjallar sunnu
gátt að frétta,
heims hvívetna
hvert er vissi;
Bragi og Loftur
báru kviðu(8).

10.Galdur gólu,
göndum riðu,
Rögnir og Reginn
að ranni heimis;
hlustar Óðinn
Hliðskjálfu í (9) ;
leit braut vera
langa vegu.

11.Frá enn vitri
veiga selju
banda burður
og brauta sinnar;
hlýrnis, heljar,
heims ef vissi
ártíð, æfi,
aldurtila.

12.Né mun mælti,
né mál knátti
Gefjun greiða,
né glaum hjaldi;
tár af tíndust
törgum hjarnar,
eljunfaldin
endurrjóða.

13.Eins kemur austan
úr Élivágum
þorn af akri
þurs hrímkalda,
hveim drepur dróttir
Dáinn allar
mæran (10) of Miðgarð
með nátt hverri.

14.Dofna þá dáðir
detta hendur,
svífur of svimi
sverð áss hvíta;
rennir örvit
rýgjar glyggvi,
sefa sveiflum
sókn gjörvallri.

15.Jamt þótti Jórunn
jólnum komin,
sollin sútum,
svars er ei gátu;
sóttu því meir
að syn var fyrir,
mun þó miður
mælgi dugði.

16.Fór frumkvöðull
fregnar brauta,
hirðir að Herjans (11)
horni Gjallar;
Nálar nefa
nám til fylgis,
greppur Grímnis
grund varðveitti.

17.Vingólf tóku
Viðars þegnar,
Fornljóts sefum
fluttir báðir; (12)
iðar ganga,
æsi kveðja
Yggjar(13) þegar
við ölteiti.

18.Heilan Hangatý
heppnastan ása,
virt öndvegis
valda báðu;
sæla að sumbli
sitja día,
æ með Yggjungi
yndi halda

19.Bekkjarsett
að Bölverks ráði
sjöt Sæhrímni
saddist rakna;
Skögul að skutlum
skaptker Hnikars
mat af miði
Mímis hornum.

20.Margs of frágu
máltíð yfir
Heimdall há goð,
hörgar Loka,
spár eða spakmál
sprund ef kenndi,
undorn of fram,
unz nam húma.

21.Illa létu
orðið hafa
erindleysu
oflítilfræga; (14)
vant að væla
verða myndi,
svo af svanna
svars of gæti.

22.Ansar Ómi
allir hlýddu:
„Nótt skal nema
nýræða til;
hugsi til myrgins
hver sem orkar
ráð til leggja
rausnar ásum!“

23.Rann með röstum
Rindar móður
fóðurlarður
fenris valla; (15)
gengu frá gildi
goðin, kvöddu
Hropt og Frigg
sem Hrímfaxa fór.

24.Dýrum settan
Dellings mögur
jó fram keyrði
jarknasteinum:
mars of Manheim
mön af glóar,
dró leik Dvalinns
drösull í reið. (16)

25.Jörmungrundar
í jódyn nyrðra
und rót yztu
aðalþollar
gengu til rekkju
gýgjur og þursar,
náir, dvergar
og dökkálfar.

26.Risu raknar,
rann álfröðull,
norður að Niflheim
njóla sótti;
upp nam Árgjöll
Úlfrúnar niður,
hornþytvaldur
Himinbjarga.

 

28. Kafli

Efnisyfirlit

________________________________________