Ný hugsun

Efni nýrrar stjórnarskrár, samfélagssáttmála, getur ekki aðeins mótað samfélag okkar til framtíðar, heldur getur haft áhrif á hugmyndir annarra þjóða um samfélagsþróun. Þetta er tækifæri fyrir alla þjóðina til þátttöku í mótun þessa einstaka verkefnis. Þess verður vart að hugur hennar hafi vikið frá afleiðingum hrunsins um stund til þess að ræða þetta verkefni.

Samfélagssáttmáli fjallar um samfélag manna, hvernig því er stjórnað og hvernig samfélagið setur sér reglur. Áherslan í slíkum sáttmála á að byggja á háleitustu hugmyndum um mannlegt samfélag sem geta staðist tímans tönn, þar sem mannréttindi og mannleg reisn er þungamiðjan. Hugmyndir manna hvernig samfélagið setur sér reglur og hvernig því er stjórnað, eiga hinsvegar að geta tekið breytingum.

Það er mönnum eðlislægt að jafnrétti og réttlæti ríki í samfélaginu og til þess að það náist verður að setja það með skýrum hætti í samfélagssáttmála. Í grundvallaratriðum byggir gott samfélag á samvinnu manna sem augljóslega sést í samstarfi víða í samfélaginu það sem sameiginlegir hagsmunir ráða ríkjum , í fjölskyldunni, í skólastarfinu, í rekstri fyrirtækja, í samfélagsstofnunum. Við þurfum með einhverjum hætti að tryggja að slíkur andi ríki í æðstu stjórn samfélagsins. Í samfélagi þar sem samkeppni ræður öllu, mun ójafnrétti og óréttlæti óhjákvæmileg ríkja, en í samvinnu getur samkeppni til að gera sem best einnig dafnað. Sáttmáli þarf að tryggja öllum þegnum menntun, starf og lífsviðurværi undantekningarlaust, í því fellst samhygð og mannleg reisn. Sáttmáli þarf að taka til umgengni mannsins við umhverfi sitt, í því fellst ábyrgð á framsali til komandi kynslóða.

Mikil áhugi er erlendis hjá þeim sem vita af þessu verkefni Íslendinga að setja sér nýjan samfélagsáttmála. Þeir vildu vera í okkar sporum því vestrænt samfélög eru að gera sér grein fyrir að þau eru ekki sjálfbær og er stjórnað af sjálfskipuðum öflum sem stefna þeim í þrot og almenningur hefur ekkert um það að segja. Þetta viðhorf kemur vel fram hjá David Anderer sem sendi mér skemmti legar og frumlegar hugleiðingar af þessu tilefni:

„Wouldn’t it be great if the people of Iceland created the most advanced and visionary Constitution of all time and that your island nation became the inspiration of our planet. Imagine if your new Constitution broke out of the old mode of linear thinkers and addressed the interconnection of all systems of life and society. Imagine if the science and spirit of living ethics was included and became a center piece of your Constitution. Imagine that your Constitution was intentionally and naturally connected to the well-being of the whole. Imagine Icelanders being the first nation ever to declare themselves planetary citizens and with reference to their even greater identification as cosmic citizens. Imagine that Iceland invited, to begin, one member of every nation on Earth to become a planetary citizen of Iceland. Imagine demonstrating leadership that could lead humanity out of old deadlocks of competition into new a model of cooperation and sharing for the common good. Imagine!“

Lausleg þýðing:

Myndi það ekki vera stórkostlegt ef íslenska þjóðin skapaði framsæknustu og leiðandi stjórnarskrá allra tíma og þessi eyþjóð yrði innblástur fyrir önnur samfélög. Ímyndið ykkur að nýja stjórnarskráin hafnaði gömlum og ríkjandi gildum og fjallaði um tengsl samfélagsins og allra lífkerfa. Ímyndið ykkur að vísindi og andi lifandi siðgæðis yrðu þungamiðja stjórnarskrá ykkar. Ímyndið ykkur að stjórnarskrá ykkar byggðist á umhyggju fyrir heildinni. Ímyndið ykkur að Íslendingar verði fyrsta þjóðin til að lýsa sig þegna jarðarinnar og ennfremur sem þegna Alheimsins. Ímyndið ykkur að Ísland myndi bjóða einum íbúa allra þjóða Jarðarinnar að verða jarðarþegn á Íslandi. Ímyndið ykkur þá sýnilegu leiðsögn sem gæti vísað mannkyninu leið frá sjálfheldu samkeppninnar til nýrrar fyrirmyndar um samvinnu og samhygðar. Ímyndið ykkur.

Samin eftir hörmungar.

Þýska stjórnarskráin

Hin 60 ára gamla þýska stjórnarskrá er af mörgum, talin ein allra besta stjórnarskrá heims. Fyrir því eru þrjár megin ástæður;

Í fyrsta lagi kveður hún afar skýrt á um að allt ríkisvald spretti frá fólkinu sbr. 20. gr. Til að tryggja lýðræðisgrunninn enn betur er nokkuð ýtarlega fjallað um stjórnmálaflokka í stjórnarskránni. Það skilyrði er t.a.m. sett að stjórnmálasamtök sem bjóða fram til þings skuli byggja starf sitt á lýðræðisreglum. Þá er einnig kveðið á um fjármál stjórnmálaflokka í stjórnarskránni. Flokkum ber að gera opinberlega grein fyrir fjármálum sínum; bakhjörlum, styrkjum og í hvað styrkjum er varið.

Í öðru lagi kveður þýska stjórnarskráin á um ríka mannréttindavernd. Mannréttindaákvæðin eru fremst í stjórnarskránni sem felur í sér sterka yfirlýsingu um að fólkið hafi forgang. Í 1. gr. stjórnarskrárinnar segir að mannleg reisn njóti algerar friðhelgi og hana beri ríkinu að vernda. Þannig er annarsvegar kveðið á um rétt einstaklingsins til mannlegrar reisnar og hins vegar um skyldu ríkisins til að vernda þann rétt og tryggja. Með rétti einstaklingsins og skyldu ríkisvaldsins er enn fremur undirstrikað að ríkið hafi þann tilgang að þjóna fólkinu en ekki öfugt.

Í þriðja lagi starfar sérstakur stjórnskipunardómstóll skv. stjórnarskránni sem hefur m.a. það hlutverk að vernda lýðræðið og mannréttindin. Stjórnskipunardómstóllinn hefur komið sér upp sérstökum túlkunarreglum sem er ætlað að tryggja að hinar almennu grundvallarreglur sem settar eru fram í stjórnarskránni, fái raunverulega merkingu. Til samanburðar má nefna ýmis ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar, sem tekist hefur verið á um í áraraðir og margir efast um að hafi nokkra merkingu yfirleitt sbr. t.d. 26. greinina. Þýski stjórnskipunardómstóllinn kemur í veg fyrir túlkunarvanda af þessum toga og getur, ólíkt t.d. Hæstarétti Íslands, tekið afstöðu til stjórnarskrárákvæða óháð því hvort einstaklingar geti byggt rétt á þeim.

Þýska stjórnarskráin var samin í kjölfar mikilla hörmunga. Hún leysti af hólmi Weimar stjórnarskrána en hún var of veik til að hindra valdatöku Hitlers á þriðja áratug síðustu aldar.  Auðséð er að veikleikar Weimar stjórnarskrárinnar voru, við samningu hinnar nýju stjórnarskrár, notaðir sem leiðarvísir um hvernig stjórnarskrár eiga ekki að vera. Stjórnarskráin tekur þannig með beinum hætti á þeim vanköntum Weimar stjórnarskrárinnar sem m.a. urðu til þess að auðvelda Hitler valdatökuna. Þannig er t.d. kveðið á um í 21. gr. að stjórnmálaflokkar sem hafa andlýðræðislega stefnu glati stjórnskipulegum rétti til að bjóða fram. Dómgreind kjósenda er ekki treyst hvað þetta varðar. Þá er ekki gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum sem geta, ef þær eru ‚misnotaðar‘ lamað þjóðþingið. Þessi regla er einnig byggð á bitri reynslu Þjóðverja frá valdatíð Hitlers. Þó getur almenningur í þýsku sambandslöndunum kallað eftir allsherjaratkvæðagreiðslu um einstök lög.

Áherslan á mannréttindavernd er þó án efa skýrasta dæmið um þann lærdóm sem Þjóðverjar kusu að draga af hinni meingölluðu Weimar stjórnarskrá. Í Weimar lýðveldinu nutu mannréttindin ekki stjórnarskrárverndar og litið var á þau sem ólögfestar vísireglur en ekki bindandi og ófrávíkjanleg réttindi. Það felst því afar sterk yfirlýsing í því að gefa mannréttindunum stað í öndvegi stjórnarskrárinnar, framar öðrum stjórnskipunarreglum ríkisins.

Texti frá: http://www.samfelagssattmali.is/thyska-stjornarskraináherslur ogundirstrikanir SS

Alþingi-Almenningur.

Friðhelgi einstaklingsins og fjölskyldunnar er forsenda einingar í samfélaginu og velferð þjóðfélagsins hvílir á traustum stoðum fjölskyldunnar. Eining fjölskyldunnar er grunnstoð samfélagsins, fyrirmynd þess og styrkur.

Sáttmáli samfélags þarf að hafa sömu gildi og fjölskyldan byggir á: Samhug, samvinnu og samábyrgð. Hlutverk samfélagsins er að viðhalda, treysta og verja þessi gildi.

Stjórnarskrá er sáttmáli sem treystir jafnrétti , frelsi og vernd þegnanna. Á að taka til verndar umhverfisins og tryggja að auðlindir þjóðarinnar séu í eigu samfélagsins. Tryggja þátttöku almennings í mikilvægum ákvörðunum um þjóðarhag.

 

Ákvörðunar /þátttökurétt  almennings:

  • Þjóðar atkvæðagreiðslur
  • Kosningafyrirkomulag
  • Endurskoðun stjórnarskrár

Rétt þegnanna gagnvart stjórnvöldum:

  • Þegnréttur/vernd
  • Jafnrétti
  • Gegnsæi

Forseti, Alþingi,-framkvæmda-og dómsvalds:

  • Hlutverk
  • Valdskipting
  • Ábyrgð
  • Samskipti
  • Samvinna
  • Eftirlit:

Umboðsmaður Alþingis

Eignarhald þjóðarinnar á auðlindum og þjóðlendum:

  • Vernd gegn afsali.
  • Nýtingaréttur.

Fullveldisákvæði:

  • Um aðild að Alþjóðastofnunum
  • Framsal valds frá Alþingi og ríkisstjórn

Umhverfisvernd.

  • Náttúra til sjós og lands.