Efni nýrrar stjórnarskrár, samfélagssáttmála, getur ekki aðeins mótað samfélag okkar til framtíðar, heldur getur haft áhrif á hugmyndir annarra þjóða um samfélagsþróun. Þetta er tækifæri fyrir alla þjóðina til þátttöku í mótun þessa einstaka verkefnis. Þess verður vart að hugur hennar hafi vikið frá afleiðingum hrunsins um stund til þess að ræða þetta verkefni.
Samfélagssáttmáli fjallar um samfélag manna, hvernig því er stjórnað og hvernig samfélagið setur sér reglur. Áherslan í slíkum sáttmála á að byggja á háleitustu hugmyndum um mannlegt samfélag sem geta staðist tímans tönn, þar sem mannréttindi og mannleg reisn er þungamiðjan. Hugmyndir manna hvernig samfélagið setur sér reglur og hvernig því er stjórnað, eiga hinsvegar að geta tekið breytingum.
Það er mönnum eðlislægt að jafnrétti og réttlæti ríki í samfélaginu og til þess að það náist verður að setja það með skýrum hætti í samfélagssáttmála. Í grundvallaratriðum byggir gott samfélag á samvinnu manna sem augljóslega sést í samstarfi víða í samfélaginu það sem sameiginlegir hagsmunir ráða ríkjum , í fjölskyldunni, í skólastarfinu, í rekstri fyrirtækja, í samfélagsstofnunum. Við þurfum með einhverjum hætti að tryggja að slíkur andi ríki í æðstu stjórn samfélagsins. Í samfélagi þar sem samkeppni ræður öllu, mun ójafnrétti og óréttlæti óhjákvæmileg ríkja, en í samvinnu getur samkeppni til að gera sem best einnig dafnað. Sáttmáli þarf að tryggja öllum þegnum menntun, starf og lífsviðurværi undantekningarlaust, í því fellst samhygð og mannleg reisn. Sáttmáli þarf að taka til umgengni mannsins við umhverfi sitt, í því fellst ábyrgð á framsali til komandi kynslóða.
Mikil áhugi er erlendis hjá þeim sem vita af þessu verkefni Íslendinga að setja sér nýjan samfélagsáttmála. Þeir vildu vera í okkar sporum því vestrænt samfélög eru að gera sér grein fyrir að þau eru ekki sjálfbær og er stjórnað af sjálfskipuðum öflum sem stefna þeim í þrot og almenningur hefur ekkert um það að segja. Þetta viðhorf kemur vel fram hjá David Anderer sem sendi mér skemmti legar og frumlegar hugleiðingar af þessu tilefni:
„Wouldn’t it be great if the people of Iceland created the most advanced and visionary Constitution of all time and that your island nation became the inspiration of our planet. Imagine if your new Constitution broke out of the old mode of linear thinkers and addressed the interconnection of all systems of life and society. Imagine if the science and spirit of living ethics was included and became a center piece of your Constitution. Imagine that your Constitution was intentionally and naturally connected to the well-being of the whole. Imagine Icelanders being the first nation ever to declare themselves planetary citizens and with reference to their even greater identification as cosmic citizens. Imagine that Iceland invited, to begin, one member of every nation on Earth to become a planetary citizen of Iceland. Imagine demonstrating leadership that could lead humanity out of old deadlocks of competition into new a model of cooperation and sharing for the common good. Imagine!“
Lausleg þýðing:
Myndi það ekki vera stórkostlegt ef íslenska þjóðin skapaði framsæknustu og leiðandi stjórnarskrá allra tíma og þessi eyþjóð yrði innblástur fyrir önnur samfélög. Ímyndið ykkur að nýja stjórnarskráin hafnaði gömlum og ríkjandi gildum og fjallaði um tengsl samfélagsins og allra lífkerfa. Ímyndið ykkur að vísindi og andi lifandi siðgæðis yrðu þungamiðja stjórnarskrá ykkar. Ímyndið ykkur að stjórnarskrá ykkar byggðist á umhyggju fyrir heildinni. Ímyndið ykkur að Íslendingar verði fyrsta þjóðin til að lýsa sig þegna jarðarinnar og ennfremur sem þegna Alheimsins. Ímyndið ykkur að Ísland myndi bjóða einum íbúa allra þjóða Jarðarinnar að verða jarðarþegn á Íslandi. Ímyndið ykkur þá sýnilegu leiðsögn sem gæti vísað mannkyninu leið frá sjálfheldu samkeppninnar til nýrrar fyrirmyndar um samvinnu og samhygðar. Ímyndið ykkur.