Gáta

Leggur lífsins kvöð,

í tilviljun og röð,

við teigum þann mjöð.

Brestir lífsins, boðaföll,

frá mönnum berast harmaköll,

– óma þungt í jarðarhöll.

 

En viljinn upphefur þann,

sem stefnir í betri mann,

vindinn sveigir í mátt,

og takmarkið í sömu átt,

brýtur verk, lýkur mynd,

byggir aftur, – sömu synd ?

 

Lífið færir þig örlítið nær,

og þú finnur máttinn,

sem fegurð ljær

og fullkomnun nær.

 

SS © 2002

Print Friendly, PDF & Email