Móðir Jörð.

Við erum efnið,

fæðumst og deyjum,

hér sem við fyrst urðum

og seinna hverfum til.

 

Við erum andinn,

gæðum líf og eyðum,

hugsum, en þekkjum ekki,

hvaðan verður til.

 

Hvað ræðum gerðum sona,

sem spilla kostum þínum,

rífa hár þitt og hold

í von um auð,-ó móðir?

 

Misþyrma fóstru sinni,

í græðgi og heimsku,

eru forlögin þeirra

að verða síðastir sona?

– Ó móðir jörð.

 

SS ©1990

Print Friendly, PDF & Email

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *