Sál.

Sem í ljósi birtist

skuggi

líður í grárri mósku

hljóður

löngu liðna tíma ber

vitur

lýsir ef þú leitar

maður

í huga þér.

 

Sem í myrkri kviknar

ljós

leikur í litum sínum

hljóma

himins tóna ber

ákallið

ómar ef þú hlustar

maður

í brjósti þér.

 

Sem í eldi birtist

logi

roðar lífsins lit

hvítan

kærleik hjartans ber

tæran

andann þú finnur

maður

í hjarta þér.

 

SS ©1990-92

Print Friendly, PDF & Email

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *