Gríma Óðins – Masks of Odin
Elsa-Brita Titchenell
7. Ríg, Loki og hugurinn
Einn mest spennandi atburður sem Edda segir frá er koma Rígs. Hann er geisli eða persónugervingur Heimdalls, sólareðlisins sem kom niður til að sameinast mannkyni í mótun og snerti huga þess og eðli til þess sem við þekkjum í dag.
Í Rígþulu segir frá fyrstu tilraun til að mynda mannkyn sem leiddi til „Þræls“ kynsins, sem var gróft og frumstætt. Það kyn var forfeður mannkynsins og guðir gengu ekki um híbyli þess. Önnur tilraun lofaði betra kyni; það kyn mannkynsins hafði tekið framförum, en hafði enn ekki sjálfsvitund. Í þriðju tilraun meðtók mannkynið og opnaði dyr sínar fyrir guðlegum eiginleikum. Það guðlega sæði fæddi af sér kyn, og afkomendur þess urðu eigin herrar.
Þetta er merkileg sögn og mjög táknræn. Þessi kyn vísa, alveg eins og í Guðspekinni, til geysilangs tímabils. Þessir kynþættir hafa aðra merkingu en orðið hefur í dag, þ.e.a.s. menningarhópa sem deila jörðinni saman í dag, en eru ekki svo ólíkir nema í litarhætti, en mynda eitt mannkyn. Ólíkt því sem er meðal „dverg” ríkjanna er munurinn meiri innan hvers þeirra, þar sem gull og granít, bæði úr steinaríkinu, hafa aðeins litla samlíkingu. Eins ólíkir og tré og túnfífill eru, en tilheyra jurtaríkinu svo og mölfluga og mammúti sem tilheyra dýraríkinu. Mannskepnan ein er eins í formi og skynjun. Það sem aðskilur menn eru hugmyndir (skoðanir), tilfinningar og hæfileikar.
Við vitum ekki hve langur tími leið frá fyrstu tilraun guðanna til að vekja greind og sjálfsvitund var gerð og þar til mannkynið öðlaðist það, en við getum álitið að það hafi tekið milljónir ára. Goðsagnir vísa oft veginn í þessum efnum. Í Sköpunarsögu Biblíunnarer vísað í hugarvakningu mannins þar sem segir: „sáu synir Guðs, að dætur mannanna voru fríðar, og tóku sér konur meðal þeirra. . . . Á þeim tíma voru risarnir á jörðunni og einnig síðar, er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og þær fæddu þeim sonu. Það eru kapparnir sem í fyrndinni voru víðfrægir” (Gen. 6:24). Önnur útgáfa af atburðinum er gefin þegar höggormurinn í Eden hvetur Evu til að neyta ávaxta af tré þekkingar til að vita skyn góðs og ills. Hann sjálfur hefur vaknað, Lúsifer, sá bjarti, fallegi engill, ljósberinn sem ögrar guðunum. Í grísku goðsögnunum er það Prometheus, og í þeirri norrænu er það Loki. Báðir eru jötnar, risar sem verða goðumlíkir í þróuninni. Þeir hafa lokið mannlega stiginu og færa mannkyninu hugareldinn af æðri sviðunum. Nafn Loka á rætur sínar í liechan eða liuhan (upplýstur), úr latínu luc-, lux, í forn-ensku leoht (ljós), og gríska orðið leukos (hvítur). Hin skæra stjarna Sírius er kölluð Lokabrenna.
Vitundarvakningin, hæfileikinn að rökhyggja, afl sjálfsþekkingar og sjálfsmats, var það mikilvægasta í mannþróuninni. Í stað eðlishvatar kom rökhyggja, skyn á góðu og illu yrði ráðandi þáttur í þróun mannsins. Eðlishvötin hafði ráðið, sem leyfði aðeins takmarkað frelsi, en þegar hugurinn varð virkur og sjálfsvitund vaknaði fór að þroskast skilningur á ábyrgð; gerandinn varð ábyrgur fyrir öllu því sem hann gerði; hugsunum og tilfinningum og viðbrögðum hans við umhverfi sínu. Eftir þetta gat hin guðumlíki ekki snúið aftur. Hvert andartak gaf val og hvert val gat af sér endalausa keðju afleiðinga, hver rekin af annarri. Af mörgum vondum ákvörðunum Loka varð hann misgjörðasmiður, höfundur hins vonda í mörgum sögum, því hann stóð of oft sem tákngervingur fyrir lágsettri rökhyggjunni sem skorti andgiftina — innsæið. Hann er hinsvegar ávallt í samfylgd guðanna og þjónar sem sendiboði milli þeirra og jötnanna. Kannski hefur fallvalt eðli hans höfðað til skapgerðar víkinganna, og óþekkt hans í sögunum verið yfirdrifin. Við ættum að hafa í huga að þó hann hafi oft skapað vandræði í Ásgarði þá leysti hann líka vandamál sem urðu af hans eigin völdum.
Þannig vinnur maðurinn einnig; hann skapar endalaus vandamál með gerðum sínum, en ef við þiggjum leiðbeiningar Braga hins vitra, hiðs ljóðræna innsæis, þá leysum við þau að lokum.
8 Kafli
Efnisyfirlit
Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.