Um mig

Er af bændaættum eins allir Íslendingar. Fæddur í Reykjavík. Móðir: Ólafía Sigurbjörnsdóttur húsmóðir, fæddri í Dýrafirði, dóttir Sigurbjörns Jóhannessonar f. í Grunnavík, Jökulfjörðum, bakara og matsveins og konu hans Bergþóru Björnsdóttur f. Höfða Dýrafirði. Faðir: Svavars Björnsson vélstjóri f. Fljótum Skagafirði, sonur Björns Jónssonar b. Teigum Fljótum (fórst með Maríu-Önnu á hákarlaveiðum 1922) og konu hans Rósu Jóakimsdóttur f. Fljótum.

Ólst upp í Reykjavík, var á unga aldri í sveit hjá föðurömmu Rósu og Eggert föðurbróður að Mýrum og nú bónda að Felli í Sléttuhlíð, Skagafirði. Fór 15 ára á sjóinn hjá Landhelgisgæslunni og starfaði það í 11 ár sem messi, háseti, bátsmaður og stýrimaður í útfærslu  landhelginnar í 50 og 200 sjómílur. Er giftur þeirri sem ég varð ástfanginn af, Maríu Kristínu Kristjánsdóttur bakaradóttur frá Flateyri. Eigum tvö góð börn sem munu spjara sig í lífinu. Lífshlaupið í grófum dráttum hér að neðan:

NÁM:

1969-1972      STÝRIMANNASKÓLINN Í REYKJAVÍK    I,II og III stig Farmannapróf.

1972–1973     STÝRIMANNASKÓLINN Í REYKJAVÍK  Varðskipadeild.

1976-1978      TÆKNISKÓLI ÍSLANDS     Rekstrarfræði.

1991–1993     H Í. – ENDURMENNTUNARSTOFNUN Viðskipta og rekstrarfræðinám

1997–1998     H Í. – ENDURMENNTUNARSTOFNUN Nám í Verðbréfamiðlun.

STÖRF:

1972– 1976    LANDHELGISGÆSLAN.   III. II. og I stýrimaður. Kafari og kennari í skyndihjálp.

1978– 1980    KAUPFÉLAG ÖNFIRÐINGA.  Kaupfélagsstjóri. Verslun, sláturhús, fiskverkun, útgerð.

1980– 1981     ÍSLENSKA UMBOÐSALAN HF. Útflutningur sjávarafurða.

1981– 1982     SJÖSTJARNAN HF. Rekstrarstjóri. Rekstur frystihúss og togara.

1983– 1985     HAFSKIP hf.  Deildarstjóri flutningadeildar.

1986– 2000    GRANDI  HF.  Útgerðarstjóri, rekstur níu togara. Rekstrarráðgjöf við erlenda samstarfsaðila í Chile.

2001-2002      RÁÐGJÖF -VERKEFNASTJÓRN.  Sameining fiskmarkaða og Reiknistofu þeirra og  sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi, Chile og Argentínu.

2002                 HÁTÍÐ HAFSINS í Reykjavík 2002. Framkvæmdastjóri .

2002-2005     SCANMAR Á ÍSLANDI.  Framkvæmdastjóri  tæknifyrirtækis í sjávarútvegi.

2006-2009     VERKEFNASTJÓRN.   Fyrir fyrirtæki í fiskvinnslu og útgerð á Íslandi og við Máritaníu.

2011-2014      ÁLVERIÐ EHF. Framkvæmdastjóri

2014-              SIMA HOSTEL   Eigandi og framkvæmdastjóri

FÉLAGSSTÖRF:

1987–1995     FISKIÞING. Fulltrúi Reykjavíkur á Fiskiþingi og í stjórn Fiskifélags Íslands

1987– 2000   ÚTVEGSMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR. (ÚR) Formaður stjórnar.

1987–2000    LANDSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA.  (LÍÚ) Varamaður í stjórn.    Setið í ýmsum nefndum á vegum samtakanna.

1990–1992     AFLAMIÐLUN.  Fyrsti formaður stjórnar.   Aflamiðlun var sett á í Þjóðarsáttarsamningunum til að tryggja nægt hráefni frá íslenskum útgerðum til fiskvinnslu á Íslandi og takmarka útflutning í gámum.

2000-2002    FISKMARKAÐUR ÍSLANDS HF.   Stjórnarformaður.   Vann að sameiningu Fiskmarkaðs Breiðafjarðar og Faxamarkaðar.

2000-2002     ÍSLANDSMARKAÐUR HF.  Reiknistofa fiskmarkaðanna á Íslandi. Stjórnarformaður.Vann að sameiningu Reiknistofu Íslandsmarkaðar og Reiknistofu fiskmarkaðanna í nýjan Íslandsmarkað hf.

1990-2009     Mannúðarstörf  á vegum ýmissa félagasamtaka.

RITSTÖRF:

1972-               Ljóðagerð, ritstörf, þýðingar.

1983-1987      Ritstjóri MORGUNS, Tímarits Sálarrannsóknarfélags Íslands

1987-2018     Þýðinga og útgáfa bóka um andlega heimsspeki.

1985-2018      Greinarskrif í blöð og tímarit.

 

Print Friendly, PDF & Email