ORÐALISTI

Hugtakasafn úr norrænni goðafræði.

Alfaðir er eitt af fjölmörgum heitum Óðins.

Alsvinnur og Árvakur heita hestarnir sem draga kerru Sólar.

Andhrímnir er nafn steikarans sem sýður göltinn Sæhrímni í katlinum Eldhrímni í Valhöll.

Askur og Embla eru fyrstu manneskjurnar samkvæmt sköpunarsögu norrænnar goðafræði. Þau urðu til þegar fyrstu goðin, Óðinn, Vilji og Vé, fundu tvö tré á ströndu og gerðu úr þeim mannverur. Óðinn gaf þeim anda og líf, Vilji vit og skilning og Vé mál, heyrn og sjón.

Askur Yggdrasils sjá Yggdrasill.

Auðhumla heitir frumkýr sem varð til þegar hrímið draup í árdaga. Úr spenum hennar runnu fjórar mjólkurár sem nærðu hrímþursinn Ými. Auðhumla sleikti salta hrímsteina í þrjá daga og leysti úr þeim forföður goðanna, Búra.

Austri er einn fjögurra dverga sem halda uppi himninum sem gerður var úr höfuðskel Ýmis. Austri heldur uppi austurhorni himinsins, Norðri norðurhorninu, Suðri suðurhorninu og Vestri vesturhorninu.

Árvakur sjá Alsvinni.

Ás/Ásynjur sjá æsir.

Ása-Þór er eitt af heitum Þórs.

Ásgarður er bústaður ása. Hann stendur þar sem heimurinn rís hæst og þangað má komast um brúna Bifröst. Þar eru bústaðir goðanna, m.a. Valhöll.

 

Baldur er einn ásanna, sonur Óðins og Friggjar, eiginmaður Nönnu og faðir Forseta. Bústaður Baldurs er Breiðablik. Baldur er bestur og vitrastur goðanna og eftirlæti allra.

Bergelmir er eini jötunninn sem ekki drukknaði í blóði Ýmis. Því eru allar ættir hrímþursa komnar af Bergelmi og konu hans. Ýmir var afi Bergelmis.

Bestla er jötnamær, dóttir Bölþorns jötuns. Með Bor á Bestla hin fyrstu goð, Óðin, Vilja og Vé.

Bifröst heitir brúin milli Miðgarðs og Ásgarðs sem goðin byggðu og sést frá jörðu sem regnbogi. Annar endi Bifrastar er á himni, hjá Himinbjörgum þar sem Heimdallur býr. Á hverjum degi ríða æsir yfir Bifröst að Urðarbrunni til dóma.

Bil og Hjúki heita mennsk börn sem Máni tók til fylgdar við sig.

Bilskirnir er bústaður Þórs.

Bor heitir faðir fyrstu goðanna, Óðins, Vilja og Vés. Bor er sonur Búra og kona hans var Bestla, dóttir Bölþorns jötuns. Jötnar eru þannig forfeður goðanna og voru til á undan þeim.

Bragi er norræni skáldskaparguðinn, sonur Óðins. Þess vegan er skáldskapur oft kallaður bragur. Kona hans er Iðunn.

Breiðablik heitir bústaður Baldurs og Nönnu. Það er fagur staður þar sem aldrei verður óhreint.

Brísingamen er skartgripur Freyju.

Búri er ættfaðir ásanna sem kýrin Auðhumla sleikti lausan úr hrímsteinum, faðir Bors og afi hinna fyrstu goða, Óðins, Vilja og Vés.

Bölþorn heitir faðir jötnameyjarinnar Bestlu.

 

Dagur er sonur Nætur og persónugervingur dagsins. Hann ríður hestinum Skinfaxa yfir himininn en móðir hans, Nótt, ríður Hrímfaxa.

Dvergar eru vitrar verur sem búa undir björgum og í klettum. Þeir eru miklir hagleiksmenn. Dvergarnir Austri, Norðri, Suðri og Vestri halda uppi himninum, hver í sínu horni. Í Snorra-Eddu segir að dvergar hafi kviknað niðri í jörðinni eins og maðkar í holdi, þeir fyrstu í holdi Ýmis.

 

Einherjar eru menn sem deyja í bardaga og valkyrjur fara með til Óðins í Valhöll. Einherjar berjast daglangt á Iðavelli en að kvöldi rísa hinir föllnu upp og setjast að drykkju. Aðeins þeir menn sem dóu í bardaga gátu orðið einherjar.

Eldhrímnir heitir ketillinn í Valhöll sem eldamaðurinn Andhrímnir matbýr í göltinn Sæhrímni.

Embla sjá Askur og Embla.

Epli Iðunnar eru töfraepli sem halda goðunum ungum. Gyðjan Iðunn gætir eplanna.

Élivogar er mikil á sem rennur úr Niflheimi. Við sköpun heimsins flytur hún með sér kuldann sem mætir hitanum úr Múspellsheimi í Ginnungagapi. Við þann samruna kviknar fyrsta lífið, hrímþursinn Ýmir.

 

Fensalir heitir bústaður Friggjar.

Freyja er norræna ástargyðjan. Hún er af vanaætt, dóttir Njarðar og systir Freys. Freyja ekur um á vagni sem tveir kettir draga. Auk þeirra eru einkennisgripir Freyju valshamur, gölturinn Hildisvíni og Brísingamen. Freyja er oft í forsvari fyrir ásynjur og ævinlega girnast jötnar hana.

Freyr er mestur goða af ætt vana og mikilvægasta frjósemisgoð norrænnar goðafræði. Freyr er sonur Njarðar og bróðir Freyju. Freyr ræður fyrir regni, skini sólar og frjósemi jarðar.

Frigg er höfuðgyðja í heiðnum sið af vanaætt og einungis Freyja hefur mikilvægara hlutverki að gegna. Frigg er kona Óðins og á með honum eina dóttur og sex syni, m.a. Baldur. Bústaður hennar í Ásgarði heitir Fensalir.

Þjónustumeyjar Friggjar eru Fulla og Gná. Ginnungagap er hið mikla tóm sem var til fyrir sköpun

heimsins. Fyrir norðan það varð hinn ískaldi Niflheimur til en að sunnan eldheimurinn Múspellsheimur.

 

Gjallarhorn er horn ássins Heimdalls sem hann blæs í til að vara goðin við þegar ragnarök skella á.

Goð/guð(ir) eru af tveimur meginættum: æsir og vanir. Æsir eru goð hernaðar og valda en vanir frjósemisgoð. Í árdaga háðu ættirnar mikil stríð en sömdu svo frið og skópu með sætt sinni manninn Kvasi. Goðin standa fyrir það góða í norrænni goðafræði en jötnar og annað illþýði það illa.

 

Heiðnir menn trúðu á og dýrkuðu goðin og hétu á þau til ólíkra hluta. Þekkt nöfn á goðum eru: Óðinn, Þór, Njörður, Freyr, Týr, Heimdallur, Bragi, Víðar, Váli, Ullur, Hænir og Forseti. Ekki er vitað hversu margar ásynjur voru í raun dýrkaðar sem slíkar í heiðni en þau nöfn sem nefnd eru í fornum heimildum eru: Frigg, Freyja, Gefjun, Iðunn, Gerður, Sigyn, Fulla, Nanna, Sága, Eir, Sjöfn, Lofn, Vár,

Vör, Syn, Hlín, Snotra, Gná, Sól og Bil. Loki er jötnaættar en ævinlega með ásum enda fóstbróðir Óðins.

Hati er úlfurinn sem eltir mánann yfir himininn og mun gleypa hann í ragnarökum. Úlfurinn Skoll eltir sólina.

Heiðrún heitir geitin sem stendur á þaki Valhallar. Úr spenum hennar rennur hreinn mjöður í drykkjarker einherja.

Heimdallur er norrænt goð sem stundum er sagður faðir alls mannkyns. Hann á níu mæður sem allar voru systur. Hann á hestinn Gulltopp og lúðurinn Gjallarhorn og heyrist blástur hans í alla heima. Heimdallur býr í Himinbjörgum við Bifröst og gætir brúarinnar fyrir bergrisum. Hann þarf minni svefn en fugl og sér jafnt nótt sem dag hundrað rastir frá sér. (Röst er forn mælieining sem nemur um 12 km.) Hann heyrir og gras vaxa á jörðu og ull á sauðum. Hann er svarinn óvinur Loka.

Hel heitir heimur hinna dauðu. Til Heljar koma þeir men sem deyja ekki í bardaga. Vegurinn til Heljar nefnist Helvegur.

Himinbjörg heitir bústaður Heimdallar sem stendur við himins enda, við brúarsporð Bifrastar.

Hjúki sjá Bil.

Hliðskjálf er hásæti Óðins og þaðan má sjá um heima alla.

Hrímfaxi heitir hesturinn sem Nótt ríður yfir heiminn.

Hrímþursar er annað heiti á jötnum. Það á rætur að rekja til þess að forfaðir jötna, Ýmir, varð til við sköpun heimsins þegar hrím mætti hita.

Hræsvelgur heitir jötunn í arnarham sem situr á enda heimsins og kemur vindinum af stað með vængjaslögum sínum.

Hvergelmir er uppspretta í Niflheimi, undir Aski Yggdrasils, sem úr falla ellefu ár. Í honum eiga öll vötn heimsins upptök sín. Í Hvergelmi býr Níðhöggur.

 

Iðavöllur er goðsögulegur völlur í miðjum Ásgarði þar sem askur Yggdrasils stendur. Á Iðavelli berjast einherjar dag hvern.

Iðunn er ein af ásynjum norrænu goðafræðinnar, gyðja ástar og æsku og kona Braga. Iðunn ræður yfir æskueplunum sem æsir éta til að halda sér ungum.

 

Jörð er goðvera sem telst til ásynja en er einnig sögð tröllkona. Þór er sonur hennar og Óðins.

Jötunheimur, -heimar er ógnvænlegt jötnaríki sem liggur utan Miðgarðs og skilja ár það frá mannheimi. Einnig nefndur Útgarður.

 

Loki er flóknasta og jafnframt neikvæðasta persónan í goðafræðinni. Faðir hans er jötunninn Fárbauti, móðir hans heitir Laufey eða Nál. Kona Loka heitir Sigyn og synir þeirra eru Narfi og Váli.

 

Máni er sonur Mundilfara og bróðir Sólar. Hann keyrir vagn mánans yfir himinhvolfið.

Miðgarður heitir miðja heimsins og sá staður þar sem mannfólkið býr.

Mundilfari er faðir Sólar og Mána sem æsir köstuðu upp á himininn.

Múspellsheimur heitir eldheimur og þaðan kom hitinn við sköpun heimsins. Múspellssynir eru eldjötnar.

 

Naglfar er skip hinna dauðu sem sjósett er í ragnarökum og flytur Múspellssyni til bardaga við goðin. Naglfar er gert af nöglum dauðra manna og er stærst allra skipa.

Nanna er ein af ásynjunum, eiginkona Baldurs, dóttir Neps og móðir Forseta.

Niflheimur heitir staður í norðri sem var til fyrir sköpun heimsins. Milli hans og hins heita Múspellsheims er Ginnungagap. Ein af rótum asks Yggdrasils stendur yfir Niflheimi og undir henni er brunnurinn Hvergelmir.

Níðhöggur er dreki sem drekkur blóð dauðra og étur lík. Einnig er sagt að hann búi undir aski Yggdrasils og nagi rætur hans.

Njörður er norrænt goð af vanaætt, faðir systkinanna Freys og Freyju. Njörður er sjávar- og frjósemisgoð.

Nóatún er bústaður goðsins Njarðar.

Norðri sjá Austri.

Nornir skapa mönnum örlög samkvæmt norrænni goðafræði.

Við Urðarbrunn sitja örlaganornirnar þrjár, Urður, Verðandi og Skuld, og ráða örlögum manna.

Nótt er persónugervingur næturinnar.

 

Óðinn er æðsta goð norrænar goðafræði. Hann er aðallega goð skáldskapar, hernaðar og dauðans en einnig goð töfra, galdra og rúnastafa. Óðinn og bræður hans, Vilji og Vé, voru fyrstu goðin. Þeir eru synir Bors og tröllkonunnar Bestlu. Óðinn er kvæntur Frigg og þekktustu synir hans eru:

Baldur (með Frigg),

Þór (með Jörð) og Váli (með Rindi),

en börn Óðins eru miklu fleiri. Bústaður Óðins í Ásgarði

heitir Glaðsheimur, þar er höllin Valhöll og hásætið

Hliðskjálf þaðan sem Óðinn sér um heima alla.

 

Ratatoskur heitir íkorninn sem hleypur upp og niður stofn asks Yggdrasils og ber öfundarorð á milli drekans Níðhöggs, sem nagar rætur asksins, og arnarins sem situr í greinum hans.

 

Sif er ein ásynjanna, eiginkona Þórs og móðir Ullar. Hún er frægust fyrir mikið og fallegt hár.

Sigyn er eiginkona Loka og ein ásynjanna.

Skinfaxi heitir hesturinn sem Dagur ríður.

Skoll heitir úlfurinn sem eltir sólina á ferð hennar yfir.

Skuld sjá Urður, Verðandi og Skuld; norn.

Sól er dóttir Mundilfara og systir Mána. Hún keyrir vagn sólarinnar um himinhvolfið sem hestarnir Alsvinnur og Árvakur draga.

Suðri er einn fjögurra dverga sem halda uppi himninum. Sjá Austri.

Sæhrímnir er gölturinn sem steikarinn Andhrímnir sýður dag hvern í katlinum Eldhrímni handa einherjum í Valhöll eftir að þeir hafa barist allan daginn. Kjötið af Sæhrímni nægir alltaf til að metta einherjana, sama hversu margir þeir eru, og á hverjum morgni rís gölturinn alheill upp á ný.

 

Tanngnjóstur og Tanngrisnir heita hafrar Þórs. Þeim má slátra og éta að kvöldi. Ef öllum beinum er kastað á húðirnar og Mjölni sveiflað yfir rísa þeir heilir upp að morgni.

Tröll, jötunn og þurs eru samheiti yfir óvinveitt illþýði úr Útgarði sem ógna Ásgarði og Miðgarði og Þór berst gjarnan við.

Týr er norræna himin-, stríðs- og þinggoðið, jötunninn Hymir er nefndur sem faðir hans en einnig sjálfur Óðinn. Hvergi er nefnt að hann eigi konu eða afkomendur.

 

Ullur er eitt goðanna, sonur Sifjar og stjúpsonur Þórs.

Urðarbrunnur er undir þeirri rót asks Yggdrasils sem stendur á himni. Þar eiga goðin dómstað sinn og þar er fagur salur þar sem örlaganornirnar, Urður, Verðandi og Skuld, sitja og skapa mönnum örlög. Á hverjum degi taka nornirnar vatn úr brunninum og ausa upp yfir askinn.

Útgarður eða jötunheimar er svæðið sem liggur utan þess hluta heimsins sem menn og goð byggja og er bústaður jötna, þursa og annars illþýðis. Í Útgarði er illt að vera og erfitt að rækta jörðina og því sækja jötnar sífellt í land ása.

 

Valhöll heitir bústaður Óðins í Ásgarði og þangað safnar hann öllum þeim sem deyja í bardaga og gerir þá að einherjum.

Veggir Valhallar eru þaktir spjótum og skjöldum og brynjur liggja á bekkjum. Valkyrjur vísa einherjum til sætis í Valhöll þar sem þeir borða kjöt af geltinum Sæhrímni og drekka mjöð úr spenum geitarinnar Heiðrúnar.

Valkyrjur eru stríðsmeyjar sem hafa áhrif á gang orrustu. Þær ráða því hverjir deyja og verða að einherjum. Valkyrjur færa Óðni hinar föllnu hetjur til Valhallar og bera einherjum öl.

Vanir er önnur tveggja goðaætta (hin er æsir) og kemur úr Vanaheimum.

Vé(i) er eitt hinna fyrstu goða, sonur Bors og tröllkonunnar Bestlu, bróðir Óðins og Vilja.

Vilji er eitt hinna fyrstu goða, sonur Bors og tröllkonunnar Bestlu, og bróðir Óðins og Vés.

Vingólf eða Víngólf er fagur salur gyðjanna í Ásgarði.

Víðar heitir einn ásanna, sonur Óðins og tröllkonunnar Gríðar.

Völva er kona sem getur spáð fyrir um framtíðina.

 

Yggdrasill eða askur Yggdrasils heitir heimstré hinna norrænu goðsagna. Króna hans breiðir sig yfir allan heiminn og rætur hans teygja sig til þriggja átta. Ein rótin nær til Niflheims, þar er brunnurinn Hvergelmir og drekinn Níðhöggur nagar rótina. Önnur rótin er í Jötunheimum, þar er Mímisbrunnur og vitri jötunninn Mímir. Þriðja rótin er á himnum, við hana er Urðarbrunnur.

Ýmir heitir frumjötunn norrænu sköpunarsögunnar. Hann var tvíkynja og jók kyn sitt þannig að annar fótur hans eignaðist son með hinum og eru þaðan komnar ættir hrímþursa.

 

Þór er hinn norræni þrumuguð. Hann er sonur Óðins og bróðir Baldurs. Móðir Þórs er Jörð. Nöfn allra barna Þórs minna á ógurlega krafta hans: synir hans eru Móði og Magni og dóttir hans heitir Þrúður. Kona Þórs heitir Sif og Ullur er stjúpsonur hans. Þór er stór vexti, sterklegur og rauðskeggjaður, með stingandi augnaráð og mikill drykkju- og matmaður. Þór er sterkastur ása og ver goð og men gegn hættulegum öflum Útgarðs: jötnum og Miðgarðsormi. Höll Þórs stendur á Þrúðvangi í Ásgarði og heitir Bilskirnir. Þór á mikinn vagn sem hafrarnir Tanngrisnir og Tanngnjóstur draga.

Þrúðvangur er staður í Ásgarði þar sem bústaður Þórs, Bilskirnir, stendur.

Þurs, jötunn og tröll eru samheiti yfir óvinveitt illþýði úr Útgarði sem ógna Ásgarði og Miðgarði og Þór berst gjarnan við.

 

Æsir eru stærri ættin í norrænni goðafræði. Hin ættin er vanir. Til ása teljast helstu og æðstu goðin. Eftir sköpunheimsins bjuggu æsir til röð og reglu, settu sól og mána upp á himininn þannig að sólarhringurinn skiptist í dag og nótt. Þeir reistu Ásgarð. Vegna epla Iðunnar haldast æsir síungir.

 

Öku-Þór er auknefni Þórs sem væntanlega er dregið af því að einn einkennisgripa Þórs er vagn sem dreginn er af tveimur höfrum, Tanngnjósti og Tanngrisni.

 

Formáli

Grímur Óðins

Elsa-Brita Titchenell

Formáli þýðanda.

Efni þessarar bókar, Masks of Odin, eftir Else-Brita Titchenell, norrænufræðing, guðspeking, vísindaáhugamann, arfsagnafræðing, skáldsagnahöfund og þýðanda, er byggt á hugleiðingum höfundar um norrænar fornsagnir annars vegar, og hins vegar á þýðingum hennar á helstu kviðum þeirra úr sænsku-/íslensku yfir á ensku. Við þýðingu bókarinnar á íslensku var ákveðið að í stað þess að þýða kviðurnar yrði íslensk útgáfa þeirra notuð í staðinn sem íslenskum lesendum er töm, og ákveðið að velja útgáfa Guðna Jónssonar. Annað efni bókarinnar, þ.e. hugleiðingar höfundar, er þýtt óbreytt, enda um fágæta innsýn og túlkun að ræða. Höfundur leiðir okkur inní kosmískan heim sagnanna, hvar persónur þeirra standa fyrir sem náttúru- og þróunaröflin í sólkerfinu, hvar Óðinn leitar visku og færir hana til manna í mörgum persónubirtingum í sögunum, -með sínum mörgu grímum.-Höfundur tengir þætti í sögnunum við uppgötvanir í stjörnueðlisfræði, sem og hliðstæður í öðrum eldri menningar-heimum en þeim norrænu og um leið að sagnirnar eru alheimslegar og sameiginlegar öllu mannkyni. Sögnunum var ætlað að efla siðferði þess tíma, andlega innrætingu um að það væri regla í óreglunni, að til væru öfl sem voru æðri manninum og sendiboðar þeirra leiddu mannkynið til meiri þroska.
Þessi þýðing er ekki ætluð til útgáfu í bókarformi, heldur verði komið á framfæri á netinu, þar sem þeir finna sem leita.
Þýðandi.

Formáli

Mörgum þeirra sem heyrt hafa af Eddu, eða norrænni goðafræði kemur í huga Baldur, sólargoðið sem dó af stungu mistilsteins; eða þeir muna hið mikla þrumu- og eldingargoð  Þór, og að jörðin skelfur undan fótataki hans. Eða kannski minnast þeir hins slæga Loka sem oft kom af stað misgjörðum milli goða og jötna, en með sköpunargáfu sinni og viti leysti oft þá erfiðleika sem hann skapaði.

Grímur Óðins er eftirtektarverð rannsókn á „visku í fornnorrænni goðafræði“. Hún skýrir hin mismunandi hlutverk og form sem Óðinn tekur á sig til að öðlast þekkingu á hinum níu heimum goða, jötna, manna, álfa og dverga. En Elsa-Brita Titchenell hefur hærra markmið í huga. Sem áhugasamur nemi í norrænni goðafræði og guðspeki sér hún þetta kosmískri sýn og sýnir okkur með innsæi sínu hvernig marglitur vefur Eddanna fellur að theosophia perennis, eilífri  visku guðanna.

Þessi elsta arfsögn heimsins segir okkur að fyrir langa löngu hafi allir menn, þó dreifðir um alla jörðina átt sameiginlega arfleifð heilags sannleika um æðri verur af hærri sviðum, og einnig að goðsagnir voru minni um hærri þekkingu og vísindi. Höfundur tekst á við að skýra nokkrar mikilvægar sagnir í hinum norrænu arfsögnum í því ljósi með því að bera saman textana í sænsku saman við hinn upprunalega texta á íslensku. Ætlun hennar er ekki að setja saman annan texta á ensku sem þegar eru fyrir hendi, heldur að „komast að innblásnum kjarnanum“ sem leynist í þessum launhelgu arfsögnum heimsins. Það hefði ekki komið til greina að reyna þetta að áliti höfundarins nema fyrir tvær mikilvægar breytingar í hugarmynd heimsins: í fyrsta lagi mikilvægri birtingu í þróunarheimspeki á heimsmynd okkar fyrir um öld, rituð af H. P. Blavatsky, og áhrifum hennar á hugi manna, og í öðru lagi nýrrar þróunar í vestrænum vísindum.

Í fyrri hluta verksins (1-9. kafla) lýsir höfundur í stórum dráttum megin leikendum sem hafa áhrif á kosmíska og jarðneska sköpun eins og hún er skráð í norrænni goðafræði, færsla eiginleika þriggja goða til manna í upphafi, þ.e. anda, hug og líf svo menn gætu með tímanum orðið „goðumlíkir“.  Hún tengir hin hefðbundnu tákn arfsagnanna við kenningu guðspekinnar (Theofista) og uppgötvanir í stjörnueðlisfræði og eðlisfræði og sýnir þessar fornu arfsagnir í ljósi heimspeki og vísinda. Fyrir norræna sagnaritara eða skáld var samspil goða og jötna stöðug samskipti anda og efnis á fjölmörgum sviðum sem „ hinar mörgu ár lífsins“  sem streymdu hver með sínum hraða gegnum jarð- og sólarsvið Alföðurs.

 

Í seinni hluta verksins (10.-27. kafla) birtir höfundur athuganir sínar á undan þýðingu við einstaka sagnir og kviða og gefur lesandanum verðmæta leiðsögn gegnum oft flókin völundarhús samlíkinga og táknrænna tilvísanna.  Fyrsta sögnin er hin þekkta Völuspá, sem segir frá myndun heimanna, af þekkingarleit Óðins á efnissviðunum og falli heimstrésins, þegar goðin hurfu til síns heima og jörðin var ekki lengur— þar til Vala sér aðra jörð rísa úr hafi  þar sem fornar skuldir eru ei meir og goðin hafa snúið til baka. Í söng hins æðsta lærum við að Óðinn fullkomnaði reynsluna þegar hann hékk í níu nætur á „hinu vindbarða tré“; tré lífsins, svo hann megi „reisa rúnirnar“ og drekka mjöð eilífrar visku..

Það er margt sem gleður og upplýsir lesandann í sögn eftir sögn, hver af sínu efni. Skiljanlega er aðeins hluti efnisins sem til er yfirfarinn með þessum hætti og mest úr eldri Eddu Sæmundar fróða, en höfundur vonast eftir að þetta muni hvetja aðra höfunda til að rannsaka og finna „hluta af rúnaviskunni“ í þessari norrænu goðafræði.

Hvort sem Elsa-Brita Titchenell skrifar sem norrænufræðingur, guðspekingur, vísindaáhugamaður, arfsagnafræðingur eða þýðandi setur hún efnið fram á skýran hátt, og fræðileg framsetning hefur sett Grímur Óðins á stall með því besta í Eddu bókmenntum.

GRACE F. KNOCHE

Inngangur

Það var upp úr 1940 þegar höfundur rakst á bók af tilviljun í bókasafni Theosophical University í Altadena — fallega innbundið eintak af Edda á sænsku. Þó mér hafi verið kunnugt frá barnæsku um sumar norrænu goðasögurnar var þetta í fyrsta sinn sem ég las í hinni skáldlegu eldri Eddu. Er ég fletti í gegnum kvæðin og hreifst af hinum myndrænu „kenningum“ og grípandi setningum varð ég skyndilega lostin hrífandi skilningi, eins og broti af sannleika. Efins í fyrstu, en við lestur með meiri athygli að lokum að fullu sannfærð um að Edda væri ein helgasta goðsögn heimsins, gullnáma um náttúrusögu og andleg verðmæti. Sænski undirtitill bókarinnar: gudasaga —átti vel við.

Mörgum árum seinna, eftir mikla leit og samanburð við aðrar arfsagnir voru nægar sannanir fyrir því að innihald þessara norrænu sagna, Edda, hafði að geyma leynd andleg sannindi sem hægt var að greina. Í hinu mikla efni norrænna goðsagna varð nauðsynlegt að velja efni, að hluta vegna þess að margar útgáfur eru af sömu sögunum og líka vegna þess að markmið þessarar bókar er að draga fram tilgátur um þær goðsagnir sem höfða til okkar tíma.

Þær sagnir eru að mestu úr „Codex Regius — Konungsbók“ — sem er talin skrifuð af Sæmundi fróða fyrir um þúsund árum, og innihald hennar hefur eflaust verið þekkt í langan tíma þar á undan. Í dag öðlast þessar arfsagnir nýja merkingu vegna tveggja mikilvægra breytinga í hugarmynd heimsins: í fyrsta lagi mikilvægri birtingu í þróunarheimspeki á heimsmynd okkar í lok nítjandu aldar og áhrifum hennar á hugi manna, og í öðru lagi nýrrar þróunar í vestrænum vísindum.

Saga Konungsbókar er sjálf einstök. Frederik III, konungur Danmerkur, hafði sent Þormóð Torfaeus til Íslands með bréf dagsett 27. mai 1662, sem veitti honum umboð til að kaupa gömul handrit og annað efni sem snerti íslenska sögu. Hann afhenti Brynjólfi Sveinssyni biskupi bréfið, en Brynjólfur var sjálfur ákafur safnari sögulegra minja frá því að hann tók við biskupsembætti í Skálholti 1639. Skömmu síðar sendi biskup konungi nokkur handrit að gjöf sem Þormóður gerði skrá yfir og Guðbrandur Vigfússon listaði upp í inngangi sínum að Sturlunga Saga. Í þessu safni er handrit merkt nr. 6 sagt vera „Edda Sæmundar; quarto“. Þessi bók var gersemi Konungsbókasafnsins í Kaupmannahöfn þar til fyrir fáum árum að því var skilað til Íslands og er nú geymt í safni Árna Magnússonar. Talið er að Brynjólfur hafi eignast bókina um 20 árum fyrir komu Þormóðs, því hann hefur ritað nafn sitt á latínu, Lupus Loricatus í opnu bókarinnar með ártalinu 1643, og hann hafði einnig látið gera afrit af bókinni á hvítt pergament.

Nokkrar útgáfur af Eddu eru til í hlutum. Safn handrita sem safnað var af Árna Magnússyni er talið af sama uppruna og Sæmundar Edda, annað safn er Ormsbók í Snorra Eddu (þaðan er fengin Rígsþula og Vegtamskviða) og Flateyjarbók.  Gróugaldur, Alvísmál og Hrafnagaldur Óðins eru fengin úr sænskri þýðingu og koma ekki fyrir í Konungsbók. Gróttarsöngur er úr Snorra Eddu.

Kvæðin sem er stuðst við hér eru úr (þýðing úr sænsku yfir í ensku) tveim sænskum útgáfum Godecke og Sander, með tilvísunum frá Viktor Rydberg og borið saman við Wimmer og Jonsson Sæmundar Eddu, ljósprentuðu eintaki af handriti Konungsbókar  (Codex Regius) með prentaðri þýðingu á gagnsíðu. Þar er um að ræða samfeldan texta með engri skiptingu og aðeins innfeldur titill er við upphaf hvers kvæðis. Flestar þýðingar skipta þeim í 6 eða 8 línur sem gefa til kynna hátt þeirra en við höfum valið í mörgum tilfellum að setja kvæðin fram í ferskeyttu formi. Það er engin rímun, en með fjórstuðlun sem algeng var áður og gefur kvæðunum ákveðinn sjarma.

Sæmundar Edda er í tveim meginköflum eins og flest forn handrit sem fjalla um sköpun heimsins og þróun mannsins. Fyrri hlutinn fjallar um heiminn umhverfis og seinni hlutinn um „hetjur“, mannkynin og þróun þeirra gegnum sviðin frá upphafi frumþroska og til sjálfvitundar sem mannkynið hefur öðlast. Þessar sagnir eru oft skreyttar staðbundnum og þekktum sögulegum atburðum til að gefa innsýn í mun stærri mynd sem þeir leyna. Þetta verk einblínir á fyrri hlutann sem fjallar stærri alheimsatburði og leitast við að draga fram grunnmyndina í hinni guðlegu náttúru sem einnig hefur áhrif á mannanna heim.

Við getum greint og skýrt innri merkingu Eddu m.a. með samanburði við eitt mesta upplýsandi verk á okkar dögum, The Secret Doctrine, þar sem höfundurinn, H. P. Blavatsky, ber saman gríðarlega mikið safn arfsagna sem tengjast myndun heimsins, sögu mannsins og örlögum lífvera. Í þessu verki eru lykilatriði sem sýna sömu megindrætti í hinum mismunandi afsögnum heimsins. Þar er okkur gefin heildarsýn yfir alheiminn, tímabil athafna og hvílda og hvernig guðleg vitund birtist sem hinn sýnilegi kosmos í rúmi og tíma.

Til að finna upplýsingar sem Edda geymir verðum við að styðjast við orðsifjafræði nafna og orðamerkinguar sem í sumum tilfellum eru margar. Cleasby’s Icelandic Dictionary, sem Gudbrandur Vigfússon lauk við 1869 hefur reynst ómissandi því hún inniheldur tilvitnanir úr upphaflegu handritunum og gefur oft innsæislegar útskýringar. Undersokningar i Germansk Mitologi (Teutonic Mythology) eftir Viktor Rydberg gefur einnig skýr og nákvæm dæmi og miklar upplýsingar.

Einn vandinn við samningu bókar sem þessarar er að setja efnið fram  á eðlilegan hátt án margendurtekninga.

Þakkir

Miklar þakkir eru til margra vegna samningar þessarar bókar: Fyrst ber að nefna  James A. Long  forseta Theosophical Society, sem hvatti mig við rannsóknir á norrænum fornbókmenntum og samningu átta greina um guðspekilegt innihald þeirra, sem birtust í IV hefti Sunrise  1954-5, auk sex annara sem birtust síðar; einnig þakkir til Kirby Van Mater, en án hans stuðnings hefði bókin aldrei orðið til, og Sarah Belle Dougherty, sem las efnið yfir með góðar tillögur, auk Gertrude (Trudy) Hockinson sem prentaði mestallt handritið , Rod Casper frá Millikan Library við California Institute of Technology, sem hjálpaði við útvegun rannsóknarefnis, A. Studley Hart, sem framdi ritstjórnargaldra, minn kæri vinur Ingrid (Binnie) Van Mater, sem las efnið og útbjó nafna- og atriðaskrá og margt annað sem þurfti til að klára slíka bók. Hún, Manuel Oderberg, Eloise og Studley Hart prófarkalásu bókina. Að lokum vil ég þakka starfsfólki útgáfu Theosophical University Press, sérstaklega Will Thackara, Raymond Rugland, Mark Davidson, og John Van Mater, Jr., sem bar af í fagmennsku við útgáfuna. En framar öllum er þakklæti mitt til Grace F. Knoche, en án stöðugs stuðnings hennar hefði bókin ekki orðið að veruleika.

ELSA-BRITA TITCHENELL
May 31, 1985
Altadena, California

Efnisyfirlit

Bibliography

SOURCES OF THE LAYS:

  • Codex Regius af den aeldre Edda:Handskriftet No. 2365 4to gl. kgl. Samling printed by S. L. Mollers Bogtrykkeri, Copenhagen 1891.
  • Codex Wormianus.
  • Edda, Saemundar hinns Froda:Edda Rhythmica seu Antiqvior, vulgo Saemundina dicta, Havniae 1787, from a fourteenth century parchment

Swedish versions of Godecke and Sander are taken from the above and also from

  • Hauksbok
  • Sorla Thattr, „little thread,“ which is part of the Younger Edda.
  • The Younger Eddaby Snorri Sturlusson

GENERAL WORKS:

  • Anderson, R. B.,Norse Mythology, Scott Foresman & Co., Chicago, 1907.
  • Asimov, Isaac,The Universe, From Flat Earth to Quasar, Walker and Company, New York, 1966.
  • Barker, A. T., ed.,The Mahatma Letters to A. P Sinnett, facsimile reprint of 2nd ed., Theosophical University Press, Pasadena, 1975.
  • Bhattacharjee, Siva Sadhan,The Hindu Theory of Cosmology, Bani Prakashani, Calcutta, 1978.
  • ——-, Unified Theory of Philosophy,Rama Art Press, Calcutta, 1981.
  • Blavatsky, H. P.,Isis Unveiled (1877), Theosophical University Press, Pasadena, California 1976.
  • ——-, The Secret Doctrine(1888), facsimile reprint, Theosophical University Press, Pasadena, 1977.
  • ——-, The Voice of the Silence(1889), Theosophical University Press, Pasadena, 1976.
  • Cleasby, R., and G. Vigfusson,Icelandic Dictionary, Clarendon Press, Oxford, 1869.
  • Cruse, Amy,The Book of Myths, George G. Harrap & Co. Ltd., London, 1925.
  • Godecke, P. Aug.,Edda,  A. Norstedt, Stockholm, 1881.
  • Gordon, E. V., and A. R. Taylor,An Introduction to Old Norse, Clarendon Press, Oxford, 1957.
  • Hapgood, Charles H.,The Path of the Pole, Chilton Book Co., Philadelphia, 1970.
  • Harrison, Edward R.,Cosmology, The Science of the Universe, Cambridge University Press, Cambridge, 1981.
  • Judge, W Q.,Bhagavad-Gita, Recension combined with Essays on the Gita, Theosophical University Press, Pasadena, 1969.
  • King, Ivan R.,The Universe Unfolding,  H. Freeman & Co., San Francisco, 1976.
  • Krupp, E. C.,Echoes of the Ancient Skies, Harper & Row, New York, 1983.
  • ——–, ed.,In Search of Ancient Astronomies, Doubleday & Co., New York, 1977.
  • Kurten, Bjorn,Not From the Apes, Random House, New York, 1972.
  • Mutwa, Vusamazulu C.,Indaba, My Children, Blue Crane Book Co., Johannesburg, 1965.
  • Nilson, Peter,Himlavalvets sallsamheter, Raben & Sjogren, Stockholm, 1977.
  • ——–,Frammande varldar, Raben & Sjogren, Stockholm, 1980.
  • Purucker, G. de,Fountain-Source of Occultism, Theosophical University Press, Pasadena, California, 1974.
  • ——–, Fundamentals of the Esoteric Philosophy,2nd & rev. ed., Theosophical University Press, Pasadena, 1979.
  • ——–, Man in Evolution,2nd & rev. ed., Theosophical University Press, Pasadena, 1977.
  • ——–, The Esoteric Tradition,Theosophical University Press, Pasadenaa, 1935.
  • Rydberg, Viktor,Undersokningar i Germansk Mitologi (Teutonic Mythology), Albert Bonnier, Gothenburg, 1886, 1889.
  • Sander, Fredrik,Edda,  A. Norstedt, Stockholm, 1893.
  • Santillana, G. de, and H. von Dechend,Hamlet’s Mill, Gambit, Inc. Boston, 1969.
  • Sullivan, Walter,Continents in Motion, McGraw-Hill Book Co., New York, 1974.
  • Turville-Petre, E. O. G.,Myth and Religion of the North, Weidenfeld & Nicolson, London, 1964.
  • Vigfusson, Gudbrand, and F. York Powell,Corpus Poeticum Boreale, The Poetry of the Old Northern Tongue, Clarendon Press, Oxford, 1883.
  • Zeilik, Michael,Astronomy: The Evolving Universe, Harper & Row, New York, 1979.

 

 

Lífsins tré — Yggdrasill

„Í norrænni goðafræði er tré lífsins kallað Yggdrasil, augljóslega af mörgum ástæðum. Þetta er
ein af snilldarlegum öfugmælum skáldanna til að leyna skilaboðum sínum. Ygg er ýmist talið
merkja „eilífð,“ „mikill“ eða „hræðilegur“ einnig „aldinn“ eða, „eilífur“ Óðinn (4) er kallaður
Yggjungur — „aldni-ungi,“ sem samsvarar sem í bíblíunni er kallað „Aldni daganna“ —
hugmynd sem hugurinn getur aðeins skilið í vöku innsæisins. Yggdrasil er farskjótti Óðins
og líka gálgi hans, tilvísun í guðlega fórn, krossfestingu hins þögla verndara, þar sem líkami
hans er heimurinn. Í þessari mynd táknar tré lífsins, stórt sem smátt, krossinn, þar sem hin
drottnandi vera er bundin meðan á efnislegri tilvist stendur. Yggdrasill táknar alheiminn með
öllum sínum heimum, en hann táknar líka hverja mannveru og mælieiningu hennar, smámynd
asks alheimsins. Hver og einn á rætur sínar í goðumlíkri moldu alverunnar og ber í brjósti sinn
eigin Óðinn — alheimsanda sem uppruni og ástæða allra lifandi vera.“

Öll tré lífsins— alheims og mannleg — draga næringu sína frá þremur rótum sem standa í

Grimur Óðins  – Masks of Odin

Elsa-Brita Titchenell

2. Lífsins tré — Yggdrasill

Allar launsagnir segja frá Tré lífsins. Í frásögn Biblíunar varð Guð „reiður“  — þegar maðurinn hafi étið ávexti af þekkingartré góðs og ills, og óttaðist „Bara að hann rétti nú ekki út hönd sína, taki einnig af lífsins tré og eti og lifi eilíflega.“ Kerúbanarnir settu því „ loga hins sveipanda sverðs til þess að gæta vegarins að lífsins tré“ (1) Í launsögnum Bantu er mikið lífsins tré sem gyðja frjósemi sem fæðir öll ríki náttúrunnar.(2) Í launsögnum Indlands á tréð Asvattha (3) rætur sínar í hæðsta himni og allir heimar hvíla á greinum þess. Þessi hugmynd um tré og greinar þess dreifi sér um heiminn er alheimsleg. Enn höldum við áfram þeim sið að tilbiðja tré með marglitum kúlum þó merking þess sé löngu gleymd.

Í norrænni goðafræði er tré lífsins kallað Yggdrasil, augljóslega af mörgum ástæðum. Þetta er ein af snilldarlegum öfugmælum skáldanna til að leyna skilaboðum sínum. Ygg er ýmist talið merkja „eilífð,“ „mikill“ eða „hræðilegur“ einnig „aldinn“ eða, „eilífur“ Óðinn (4) er kallaður Yggjungur — „aldni-ungi,“ sem samsvarar sem í bíblíunni er kallað „Aldni daganna“ — hugmynd sem hugurinn getur aðeins skilið í vöku innsæisins. Yggdrasil er farskjótti Óðins og líka gálgi hans, tilvísun í guðlega fórn, krossfestingu hins þögla verndara, þar sem líkami hans er heimurinn. Í þessari mynd táknar tré lífsins, stórt sem smátt, krossinn, þar sem  hin drottnandi vera er bundin meðan á efnislegri tilvist stendur. Yggdrasill táknar alheiminn með öllum sínum heimum, en hann táknar líka hverja mannveru og mælieiningu hennar, smámynd asks alheimsins. Hver og einn á rætur sínar í goðumlíkri moldu alverunnar og ber í brjósti sinn eigin Óðinn — alheimsanda sem er uppruni og ástæða allra lifandi vera.

Öll tré lífsins— alheims og mannleg — dregur næringu sína frá þremur rótum sem standa í þremur heimum, einn í Ásgarði, heimkynnum Æsa þar sem hún er vökvuð af brunni Urðar, sem almennt er kenndur fortíðinni. Hinsvegar er raunveruleg merking hennar Uppruni, hin fyrsta orsök. Frá upprunalegri orsök flæða allar afleiðingar. Urður er ein þriggja meyja „sem vita“, nornir eða forlög, sem geta séð og skoðað fortíð, nútíð og framtíð sem þær spinna í örlagavef manna og heima. „Urð hétu eina, aðra Verðandi,….Skuld ina þriðju; þær lög lögðu, þær líf kuru, alda börnum, örlög seggja.“(5Urður, fortíðin, stendur fyrir allt sem er gengið og er orsök nútíðar og framtíðar. Verðandi , er nútíðin, sem þó er ekki stöðugt ástand, heldur það sem koma skal, — öflugur og síbreytilegur stærðfræðilegur púntur á milli fortíðar og framtíðar. Staður og stund sem ávallt er mikilvæg fyrir manninn, þegar ákvörðun er tekin vitandi vits, knúin af löngun til þroska eða afturfarar á þróunarbrautinni. Tökum eftir að þessar tvær nornir skapa þá þriðju, Skuld, eitthvað sem er ekki í jafnvægi en þarf að rétta af í framtíðinni, — hin óhjákvæmilega niðurstaða fortíðar og nútíðar.

Nornirnar eru samsvörun grísku Moirai, sem spinna þræði örlaga, sem við þekkjum líka úr Stanzas of Dzyan (6) sem Lipikas — sem í Sanskrit merkir „skrifarar“ eða „skrásetjarar.“ Líkt og nornirnar eru þetta ópersónuleg öfl (framgangur) sem skrá öll atvik og setja sviðið fyrir athafnir sem jafna karma, hið eðlilega „ lögmál afleiðinganna“ eða örsök og afleiðingu, sem vinnur óskeikullega á öllum sviðum og ákvarðar aðstæður sem hver og einn þarf að mæta sem afleiðingu af vali sínu í fortíðinni. Í ríkjum náttúrunnar sem ekki hafa sjálfsvitund er þetta sjálfvirk aðlögun, í ríki mannsins færir sérhver viðleitni, göfug eða ekki, viðeigandi tækifæri eða andstöðu til að aðlaga framtíðina. Mannleg vitund er hæf til sjálfsákvörðunar og í vaxandi mæli gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni á komandi atburðum. Hver og einn er ávöxtur af eigin verkum og verður það sem hann skapar í núinu með hugsunum sínum og verkum. Allt í flóknum og síbreytilegum öflum mannsins er skráð í sálu hans, hans eigin norn, sem í norrænni goðafræði er kölluð hamingja hans, en í kristni er kölluð verndarengill.

Önnur rót Yggdrasils er í brunni Mímis. Þessi brunnur hins afstæða efnis tilheyrir hinum vísa jötni, Mími, – uppruna allrar reynslu. Óðin drakk daglega af þessum brunni, en til að geta það þurfti hann að gefa annað auga sitt, sem liggur falið á botni brunnsins. Í öllum sögum um Óðinn sem gamlan mann, er hann í blárri skinnkápu og með slútandi hatt sem hylur þá staðreynd að hann hafi misst auga. Það er þó ekki sama og segja að hann hafi aðeins eitt auga. Getum við verið fullviss um að hann hafi aðeins haft tvö augu upphaflega? Launhelgar segja að í fjarlægri fortíð hafi maðurinn haft „þriðja augað“,-líffæri innsæis, sem samkvæmt guðspekinni þróaðist inní höfuðkúpuna fyrir milljónum ára og er þar nú sem „heilaköngulinn“ og bíður þess tíma að fá mikilvægara hlutverk í framtíðinni. Þessi tilgáta skýrir ekki aðeins merkingu sagnarinnar heldur það myndmál sem notað er í goðsögnunum. Eins og innganga í reynsluheim efnisins gefur visku, þá fórnar vitundin (Óðinn) hluta af sýn sinni til að fá daglegan aðgang að honum (brunni Mímis) og Mímir sem efnið, fær í staðinn upplyftingu andans. Mímir er forfaðir allra jötna, tímalaus rót Ýmirs-Örgemli, frostjötunsins sem allir heimar eru gerir af.

Sagt var, að fyrir löngu hafi Njörður (tíminn) drepið Mími og líkama hans var hent í dý („vatn“ geimsins). Óðinn náði afhöggnu höfði Mímis og ráðfærir sig daglega við það. Þetta myndmál vísar í að goðið, -vitundin-, noti besta efnið í efnisheiminum („höfuðið“) í líkama sinn til að öðlast reynslu í þeim heimi, um leið öðlast jötuninn (efnið) snertingu við vitund,- snertingu við kraftinn, hina guðlegu hlið náttúrunnar. Þessi tvíliða er algild, enginn heimur er svo án þessarra samskipta og þessi snerting stýrir þróuninni í heimi athafna (efnisheimi), „ristir viskurúnir“ við reynsluna. Vitund og efni er þannig bundið hvort öðru á öllum sviðum, það sem er vitund á einu stigi í kosmísku lífi er efni fyrir vitund á næsta stigi ofar. Þessar tvær hliðar tilverunnar eru óaðskiljanlegar. Báðar samanstanda af öllum hliðum lífsins, jötnar geta vaxið í að verða goðar og goðar komnir úr jötnaheimum þroskast til enn hærri sviða.

Tré Mímis er Mímismeiður, þekkingartréð, sem ekki má rugla saman við tré lífsins, þó þau tengist, því þekking og viska eru ávextir lífsreynslu og viskan sem skilur ódauðleikann lyftir greinunum á lífsins tré.

Þriðja rót Yggdrasils gengur í  Niflheim (skýjaheim), þar sem skýin — stjörnuþokur — fæðast. Líkt og hin tvö sviðin vísa ekki á staði, heldur til aðstæðna. Nafnið er myndrænt alveg eins og stjörnuþokur eru ákveðið stig í þróun líkama alheimsins. Rótin er nærð af Hvergelmi , „upphafi allra fljóta lífsins“,- flokka lífvera. (7) Þetta er það sem við köllum ríki náttúrunnar í allri sinni fjölbreytni sem skapar hverja plánetu. Niflheimur, er uppruni allra þessara lífsforma suðupottur frumefnis sem sækja sína sundurgreiningu úr. Þar er mulaprakriti (frumnáttúra) Hindu kosmólógíunnar, þar sem hið guðlega hlið er parabrahman (handan-brahman).

Hið samtvinnaða lífskerfi Yggdrasils felur í sér bæði staðreyndir náttúru-og stjarneðlisfræði. Sem dæmi um það er fyrsta rótin í Ásgarði, heimkynnum Æsa (Ása), nærð af brunni fortíðar og dregur upp mynd af „örlögum hetja“, frá örsökum til afleiðinga fyrir öll ríki tilverunnar og goðin eru ekki undanskilin af þessu ófrávíkjanlega lögmáli frekar en önnur lífsform. En hver stund breytir stefnu örlaganna þar sem hver vera hefur frelsi innan marka sinnar sjálfskipaðrar marka.

Önnur rótin er nærð af efnisreynslu úr brunni Mímis, reynslu sem er vöktuð af guðlegu auga andans, þar sem Óðinn ráðfærir sig daglega við höfuð Mímis.

Þriðja rótin er nærð af uppruna alls frumefnis, þaðan sem öll lífsform fá efni sitt til að uppfylla kröfur þeirra eigin vitunda.

Á fyrri helmingi lífs síns er Yggdrasill, hið mikli Askur, kallaður Mjötviður (mæliviður). Á vaxtarskeiði sínu flæðir kraftur trésins frá andlegum rótum þess í heiminn sem er að myndast. Efni þess blómgast á öllum sviðum af næringu úr brunnunum þremur anda, efni og formi. Þegar Askurinn er fullvaxta er hann Mjötviður (fullmældur) flæðir næringin aftur til brunnanna og lífsorkan hverfur úr efnissviðinum eins og haustið fellir blóm og fræ í jörðu næsta lífs. Við tekur drómi vetrarins hjá frostajötni,- hvíldartími, Pralaya í Hindu kosmólógíu.

Þessi samlíking við tré sem er í svo mörgum launsögnum og ritum til að lýsa alheiminum er ótrúlega nákvæm. Við vitum að með hverju vori kemur flæðikraftur sem hreyfir gróðurkraft í hvern lim og lauf sem gefur svo fegurð og fullkomnun í blómstrun, sem í fullnustu tímans verður að ávexti sem ber fræ að trjám framtíðar. Að hausti dregur tréð orku sumarsins niður í rætur sínar til geymslu fyrir næsta árs vöxt. Við sjáum þessa samlíkingu einnig í mannlegu lífi, í vexti ungviðis og þroska þess til fullvaxta manns á miðum aldri, en eftir það verður viðsnúningur fram að gegnsærri brothættu þess háaldraða. Þannig birtir hin dveljandi æðri máttur sig úr ómótuðu efni í uppbyggingu, sérkenni og formgerð og vex í umfangi, þéttleika og styrk, úr þessari fullnustu snýst hringurinn við. Hin mörgu lög kosmosins þenjast út og greina sig í gegnum alla efnisgerð þar til takmörkum þróunarfasa þeirra er náð, þar sem lífsorkan hörfar aftur til andlegra sviða þar sem guðlegar rætur fá til sín kjarnan úr lífsreynslunni. Því það sem vitundin tekur með sér úr margskiptum heimum eru hin guðlegu verðlaun.

Yggdrasill  nærir allar verur með lífgefandi hunangi. Heimarnir hanga á greinum þess og allar hillur tilverunnar fá af guðlegum rótum þess, það sem þörf er fyrir vöxtinn, móttökuleiki úr Urðarbrunni, efnið úr Mímisbrunni og tilhlýðileg þörf á lífflæði úr brunni Hvergelmis. Við dauðann þegar andinn dregur sig úr efninu líkt og krafturinn hverfur í ræturnar, þá eru til staðar fræ framtíðarinnar eins og óafmánleg skráning, en líflaus efnisskelin leysist í frumeindir sínar til endurvinnslu í framtíðinni eins og haustlaufin sem falla, leysast upp og endurbæta jarðveginn.

Yggdrasill er ekki ódauðlegur. Líftími þess er sá sami og helgivaldsins sem tréð á að tákna. Niðurbrotsöflin (sem hluti af sköpuninni) eru ávallt að verki og leiða að lokum allt til hnignunar og dauða, fjórir hirtir éta lauf þess, börkur þess er nagaður af tveim geitum og rætur þess eyddar af Níðhöggi (nagar að neðan). Þegar lífsferli Yggdrasill er lokið er hinn mikli Askur felldur. Þannig er áminnt um skammvinna tilveru og efnis.

Í gegnum líf Asksins gera íkornar það að heimkynnum sínum og hlaupa upp og niður stofn þess til að vera á milli arnarins , hátt í krónu þess og snáksins við rætur þess. Þessi litlu nagdýr tákna lífið eða vitundina sem spannar hæðir og lægðir tilverunnar. Myndrænt tákna þau líka bor sem getur borað í hið þéttasta efni. Í Hávamálum segir frá leit Óðins að ljóðamiðinum sem falin var djúpt inní fjalli og hann leitaði liðsinnis íkorna (bors) til að fara í gegnum bergið og í líki snáks komst hann í gegnum þá holu sem þeir grófu. Þegar hann kom inn sannfærði hann dóttir jötunsins Suttúngs, (sem hafði falið mjöðinn í neðarjarðarhelli sínum) um að gefa honum að drekka af þeim miði og öðlast þannig visku. Þetta atriði kemur aftur og aftur fyrir, hið guðlega leitar mjöðs í efninu, til að ná visku og lærdómi úr efninu áður en snúið er aftur til hærri heima.

3.Kafli

Efnisyfirlit

Neðanmálsgreinar:

  1. 1. Sköpunarsagan 3:22, 24.
  2. 2. Indaba,MyChildren, pp. 3-13.
  3. 3.BhagavadGita, ch. xv.
  4. 4. Einnig kallaður Woden eða Wotan.
  5. 5. Völuspá, 20.
  6. 6. Þessi erindi mynda hluta af hinum fornu skrám sem The Secret Doctrineer útlistun á.
  7. 7. Grímnismál, 26.

 

Copyright © 1985 by Theosophical University Press.