XIII. Yoga (Sálin II)

XIII. Yoga (Sálin II) ~
Efni þessa kafla er að varða veginn á huglæga sviðinu til endanlegrar sameiningar við sálina. Í síðasta kafla leiddi ég hugarferlið að samprajnata Samadhi (fyrsta stig hugleiðingar). Það er á þessu stigi sem hugurinn öðlast kraft til að uppgötva ný sannindi og sjá nýjar hliðar á tilverunni. Þessu stig hefur verið náð eftir langan feril liðinna alda, maðurinn hefur náð vísindalegri þekkingu á núverandi þroskastigi og er ástæða fyrir því að hafa náð núverandi hugarþroska, þegar við getum sagt að þetta mikla afl er eðlislægt mannlegum huga. Eins og ég hef sýnt, hafa þessir kraftar orðið okkur eðlislægir eftir langan tíma og eftirgjöf hugans við áhrifum sálarinnar.

Með stöðugri iðkun á þessu samadhi lærir hugurinn að aðlagast þessum kosmísku áhrifum, sem eru í eðli sínu andstæðir þeim slæmu kröftum sem vilja ráða tilveru okkar. Þessir kraftar munu minnka á eðlilegar hátt. Takmark á göngunni er að þetta hugarástand verði endanlegt. Sálin, ef henni þóknaðist, gæti dregið þá með eðlisvald sínu inn í lén raunveruleikans, en þeir missa allan kraftinn til að draga sálina eftir sér.
Þegar þessu ástandi er náð, eða þegar það er við það að nást, byrja ákveðin öfl að sýna sig í huganum, sem í þessari hringrás er alls ekki algengt. Þetta ástand er tæknilega kallað paravairagya, eða æðri athafnir.

Orðið vairagya er venjulega þýtt sem áhugaleysi, og er litið á með vanþóknun af nútíma hugsuðum. Þetta er, trúi ég, vegna misskilnings á merkingu orðsins. Það er almennt skilið að eigingirni sé eina vísbendingin um þetta andlegu ástandi. Ekkert getur verið fjarri tilgangi þessara manna sem tala vairagya niður sem hæsta leið til að ná sælu. Vairagya er skilgreint af Vyasa í athugasemdum sínum um The Aphorisms of Yoga sem „endanleg ástand fullkominnar þekkingar“
Það er í þessu ástandi sem hugurinn lærir að þekkja rauverulegt eðli hlutanna, og er ekki lengur blekktur til falskra ánægju í birtingu avidya. Þegar þessi uppstigning staðfestist, þegar þessi leit að hinu guðlega verður að eðli hugans, fær þetta hugarástand nafnið paravairagya.

Þessu ástandi er náð eftir mörgum leiðum og leiðarstikurnar skýrt afmarkaðar. Ein leiðin er ástundun samprajnata samadhi. Með stöðugri ástundun þessa samadhi, sem hugurinn leitar sjálfur eftir, þegar hann hefur einu sinni orðið fyrir uppljómun fjórða stigs þessa hugarástands, huganum er eðlislægt að hafa trú og fylgja henni eftir. Slík eftirfylgni er ekkert annað en skýrleiki hugans sem eltir skugga óþekktra sanninda náttúrunnar. Hugurinn byrjar að nema sannindi í öllu og alstaðar, sem er fyrir honum uppljómun (ananda), það setur af stað ferill fyrir enn frekari leit. Þessi trú er kölluð Sraddha af Patanjali, og hann kallar áframhaldandi leit Virya.

Minnisbirtingar verða eðlislægar við staðfestingar og áframhald leitarinnar. Þetta er hátt þróunarstig. Öll sannindi koma fram fyrir hugarsjónir við minnsti hugsun og hin fjögur stig samadhi birtast aftur og aftur þar til hugurinn verður eins og spegill náttúrunnar.
Þetta samsvarar paravairagya ástandi, sem í annan stað er náð með hugleiðingu um hina háu frumgerð sálarinnar. Það er Iswara sem Patanjali nefnir svo, kosmíska sálin sem ávallt er til staðar sem óspilltur hreinleiki einstakra sála. Það er þessi Iswara sem ég hef nefnt sjálfsvitund alheimsins.
Þessi Iswara, eins og ég skil hana, er kosmísk miðja, svipað og eðli sólarinnar, en þó hærri í virkni.

Eins og sólin í hafi Prana er frumgerð okkar lífsgerðar, prana maya kosha, er Iswara hin mikla frumgerð sála okkar. Hvað er sjötta frumreglan annað en tilvera þessarar veru, framlengd sem aðskilin fasi niður í lægri reglu, en ætlað að sameinast síðar sínu sanna sjálfi? Eins og ég hef sýnt að lífið heldur áfram í sálinni eftir jarðneskan dauða, og birtist aftur og aftur inn í efnislífið, þannig lifa sálirnar í Iswara með sama hætti. Við getum litið á þessa veru sem hóp af frelsuðum sálum, en verðum að muna að aðrar sálir eru einungis endurspeglun vanþroska hennar, sem ætlað er síðar að ná sínum eðlilegu stöðu. Það er því nauðsynlegt að líta á Iswara, sem sjálfstæða tilveru, sem og aðrar sálir í Iswara.

Þessi kosmíska andlega miðja, þessi sjötta frumregla í manninum, er hinn mikli forði allra afla í alheiminum. Hann er hin sanna gerð hinnar fullkomnu sálars. Hugar-og efnisleg tilvist sem, hversu fullkomin þau eru í sjálfu sér, eru fyrir honum einfaldlega ófullkominn og eiga engan stað í hans víðfema eðli. Hinar fimm óhamingjur Patanjali sem áður voru nefndar eru ekki til í henni – því óhamingja getur aðeins verið byrjunarferli huga, verður aðeins til fyrir yfirráð tilfinninga og mannlega sjötta frumreglan hefur ekki náð nægilegum styrk í þróuninni til að draga hugann að sjálfum sér og burtu frá yfirráðum tilfinninga, til að gera hann að því sem frumgerð hans er, veldisstafur, en ekki þrælstæki eins og tilfinningar hafa gert hann.

Með íhugun um þessa sjöttu frumreglu alheimsins skapast eðlileg samhyggð milli þess og mannlegrar sálar. Þessi samhyggð er nauðsynleg til að kosmísk tilvistarlögmál verki með meiri áhrifum. Mannleg sál byrjar að hreinsast af ryki heimsins og hugurinn með sama hætti, yogi verður meðvitaður um að sterkir hlekkir Prakriti slakna og stígandi leitun hans styrkist.
Mannleg sál verður þannig aflmiðja síns eigin heims , eins og Iswara sem aflmiðja síns alheims. Smáheimurinn verður þannig fullkomin eftirmynd stórheims. Þegar fullkomnun er náð, verður huglæg og efnisleg tilvist og að ákveðnu marki næsta umhverfi, þrælar sálarinnar. Hvar sem er, munu tilvistaröflin hlýða. Ef hún svo vill, getur hún stjórnað Vayu tatwa, og hreyft hluti í kringum sig. Ef hún svo vill, stjórnar hún apas tatwa , slekkur þorsta þinn og læknar. Ef hún svo vill, stjórnað öllum tatwa og öll lægri svið vinna fyrir hana. Þessi hærri kraftar koma ekki í skyndingu, heldur smásaman og í tengslum við sérstaka hæfileika í sérstakri mynd.

Útskýringum á þessum kröftum mun ég ekki ræða frekar. Eini tilgangur minn er að sýna á hvern veg alheimslögmál náttúrunnar vinna, með íhugun á sjöttu kosmísku meginregluna öðlist hugurinn í gegnum sálina, því stig sem kallað er paravairagya.
Auk þessara tveggja leiða, nefnir höfundur The Aphorisms of Yoga fimm aðrar leiðir fyrir þá hugi sem eru reiðbúnir, og geta fyrir fyrri karma haldið áfram leið sinni til hærri heima og náð stigi paravairagya.

Fyrsta leiðin er eðlilegust fyrir hugann sem birtist í ánægju, samhyggð, uppljómun og vorkun gagnvart þægindum, óhamingju og óvild. Hver góður maður mun geta sagt okkur að gleði vegna þæginda annara sé mikil dyggð. Af hverju, hvaða harmur er af öfund? Ég held að engin önnur vísindi en kenningin um tilvistarkrafta, tatwas, geti svarað nægilega vel slíkum spurningum.
Við höfum séð að þegar kenndir eins og ánægja, ró, gleði og líkar kenndir, ríkir prithivi eða apas tatwa í prana og huga. Það er ljóst að ef við beitum huganum að þessum kenndum, þá setjum við þessi tvö tilvistaröfl (tatwas) í gang í lífi okkar og huga. Hver verður afleiðingin? Hreinsunarferill fer í gang. Bæði þessi öfl hreinsa hvern snefil af öllum leyfum annara tatwas sem kunna að vera fyrir hendi í okkur.

Allar lífeðlisfræðilegar og huglægar orsakir sem valda röskun í huganum hverfa. Sýklar í líkamanum hverfa, því þeir eru afleiðing truflunar á lífeðlisfræðilegu jafnvægi tatwas, og kenndir eins ánægja, ró og gleði eru þeim framandi. Eitt fer út fyrir annað. Jafnvægi í tilverunni, tatwas, færir ró og gleði í lífið, þannig kemur tilfinning um ró og gleði á jafnvægi í tilveru okkar.
Þegar jafnvægi tatwas er náð, hvað er eftir? Tregða til vinnu, efi, leti og aðrar slíkar huglægar hindranir hverfa og hugurinn kemst í fullkomna ró. Eins og Vyasa segir í skýringum sínum, birtist hið Hvíta lögmál í huganum. Svipað verður um birtingu annara eiginleika. Þessi árangur krefst kröftugrar og langrar viðleitni.

Næsta aðferðin er Pranayama, djúp inn- og útöndun. Það skilar sömu niðurstöðu á sama hátt. Að anda djúpt inn og út hefur að vissu leyti sömu áhrif og að hlaupa eða aðrar kröftugar líkamsæfingar. Hitinn sem myndast þannig brennir upp ákveðna þætti sjúkdóma. En áhrifin eru ólík og betri en líkamsæfingar. Í erfiðum líkamsæfingum kemur susumna inn í myndina og það er ekki gott fyrir líkamlega heilsu. Ef Pranayama, hins vegar er rétt framkvæmd er hún uppbyggileg fyrir líkamlega sem og huglæg heilsu. Fyrstu áhrifin af pranayama er almenn efling prithivi tatwa. Það á ekki að þurfa að minna lesandann á að apas tatwa ber öndunina dýpst og að Prithivi er næst. Í viðleitni okkar til að draga andann dýpra en venjulega, getur prithivi tatwa ekki annað en komið inn, og almenn efling þessa tatwa, leiðir af sér gullhvíta ljóskrónu um höfuð okkar sem ávallt eflir athygli og skýrleika hugans. Næst kemur apas tatwa. Það er silfraði hjúpur sakleysis sem umvefur höfuð dýrðlinga og markar árangur af paravairagya.

Næst er árangur af tvöföldum skýrleika – skynsemi og hjarta. Skýrleiki skynseminnar er hæfileiki skynfæranna til að móttaka breytingar á prana. Til að ná sérstökum hæfileikum er þjálfuð athygli á eitt eða fleirri skynfæra.Ef hún er á augun er hægt að sjá liti prana í efni og lofti. Ég get staðfest það af persónulegri reynslu. Ég get séð mismunandi liti árstíðnanna.Ég get séð regnið koma stundu, tveim tímum eða jafnvel tveim dögum áður en það raunverulega kemur. Grænar bjartar blæjur með svölum og hvítum hreinleika birtast allt í kringum mig hvar sem er, — inn í herbergi, úti við, á borðinu frammi fyrir mér, á veggjum. Þegar þetta gerist, er ég viss um að regn er í nánd. Ef græni liturinn er með rauðum rákum er eitthvað í regnið, en það kemur.
Þessar skýringar á litum eru nægilegar. Með viðvarandi tilraunum er hægt að fá aflið til að sýna sig með því að líta til himna, eða eitthvað annað, svo sem tunglið, stjörnu, stein, o.s.f. Hægt er að þjálfa hin fjögur skynfærin, heyrn, lykt, bragð og snertingu á svipaðan hátt og öðlast afl sem yogi, en venjulegur maður getur ekki.

Skýrleiki hjartans er afl hugans til að finna, en einnig skynfæranna til að nema hugsanir. Í kaflanum um Prana, gaf ég útskýringarkort af höfðinu og liti á mismunandi huglægum birtingum. Þessa liti geta allir séð sem hafa öðlast aflið og þeir geta lesið huganir hvers manns eins og opna bók. Með viðvarandi æfingum nást hin fínustu afbrigði.
Einnig er hægt að finna þessar hugsanir. Hugarbreytingar sem hreyfast um kosmíska tilveruþræði hafa áhrif á hvern og einn mann. Hver þeirra leggur til greinanlegan þátt í prana maya kosha, og þannig greinanlegan takt heilans og enn skiljanlegri takt hjartans. Maður sem rannsakar þessa takta hjartans og með athygli sína í hjartanu (sem er að sjálfsögðu móttækilegt fyrir öllum áhrifum), lærir að finna fyrir öllum áhrifum á það. Áhrif á hjartað af huglægum breytingum annars fólks er staðreynd, og kann að staðfestast með almennri reynslu.

Þessi skýrleiki skynfæra og hjartans sem náð er, eyðir gagnrýni og að lokum leiðir til paravairagya.
Ein leiðin segir Patanjali, er að treysta þekkingu sem náð er í draumi og svefni. En þessu er lokið hér að sinni.

XIV. Yoga Sálin (III)

XIV. Yoga Sálin (III) ~
Hinir fimm eterísku skynjunarstraumar koma inn í heilann og hreyfing flytst til hugrænna þátta frá þessum fimm orkumiðjum. Þessar miðjur eru tenging milli lífsþáttanna og hinna hugrænu. Hinar sýnilegu hreyfingar sem verða í huganum verða meðvitaðar um liti. Með öðrum orðum, þær sjá í huganum. Á sama hátt getur hugurinn myndað hæfileika til að móttaka hughrif frá hinum fjórum skynfærunum. Þessi hæfileiki kemur til vegna varnarleysis gegnum aldirnar. Tímabil eftir tímabil liðu og hugurinn var ekki hæfur til að móttaka tíðnisbylgjur tatwic. Lífsbylgjur byrjuðu skipulagt ferðalag jurtaríkisins um jörðina. Frá því upphafi hafa ytri straumar haft áhrif á jurtaríkið og það er upphaf þess sem við köllum skynjun. Breytingar á ytri tilvistarstraumum í gegnum einstaka líf jurtaríkisins snertu strengi hins sofandi hugars, en hann brást ekki við. Hann var ekki í sambandi. Lífbylgjurnar gengu í æ hærri þróun jurtaríkisins og meiri orka snerti hugarstrengina og hæfileikinn meiri til að svara tilvistarkalli lífsins. Þegar kom að dýraríkinu urðu ytri tilvistarmiðjur sýnilegar. Það eru skynfærin, sem hvert fyrir sig hafði eiginleika til að draga tilvistargeislanna inn í sjálfa sig. Í lægsta dýraforminu eru þau sýnileg og eru merki þess að hugarþátturinn er tiltölulega vel þroskaður: hefur byrjað að svara að einhverju leyti ytri tilvist. Það má geta þess hér, að þetta er ekki hinn algeri upprunalegi huglægi truti, sem ég hef þegar fjallað um, heldur nokkur skonar eftirmynd. Þetta er rísandinn að endanlegri þróungerð allra sviða lífsins, sem leiddi þýskan heimsspeking að þeirri niðurstöðu að; “Guð er að koma”. Þetta er að sjálfsögðu sannindi, en snúa aðeins að hinum endanlega alheimi að nafni og formi, en ekki að því hvert hið algera stefnir.

Höldum því áfram: Varnarleysi dýraríkisins gagnvart ytri tilvist var meira og lengra, og styrkur þeirra mismunandi miðstöðva óx, mótun þessara miðstöðva varð sífellt meiri, ytri áreiti á hugann varð meira og huglæg viðbrögð betri og betri. Það kom að því að þróun þess huglæga að hin fimm huglægu skilningavitum urðu að fullu þroskuð, sem sýndi sig í þroska hinna ytri skynfæra. Við köllum virkni hinna fimm huglægu skilningavita, -skynjun. Á henni er byggðar þær huglægu birtingar sem ég fjallaði um í kaflanum um hugann. Hvernig sú þróun hefur á sér stað er einnig fjallað um þar.
Ytri tilvistþættir (tatwas) grófa efnisins skapar grófar miðstöðvar í grófa líkamanum og sendir þaðan strauma sína. Sama gerir sálin. Tatwic straumar ytri sálarinnar, Iswara, skapar svipaðar virknisstöðvar með tengingum við hugann. En tilvistarstraumar sálarinnar eru fínni en lífsbylgjanna. Huglægt efni er lengur að að svara kalli Iswara en það svarar kalli Prana. Það var ekki fyrr en lífsbylgjurnar snertu mannkynið að tíðni sálarinnar byrjaði að koma fram í hugann. Miðstöð andlegra strauma er staðsett í því sem við köllum vijnana maya kosha, andlega kjarnann. Frá upphafi mannkynsins hefur andlega miðstöðin smá saman öðlast meiri styrk , kynstofn eftir kynstofn, til þess sem við köllum vakning sálarinnar. Sá ferill endar í staðfestingu í paravairagya. Frá því ástandi eru aðeins fá skref til þess krafts sem kallaður hefur verið hið leynda, eða andleg skynjun. Það sem við skynjuðum áður má kalla dýrslega skynjun. Alveg eins og hin öfluga rökhyggja og afl málsins hafði verið reist á grunni dýrslegrar skynjunar, hefur enn sterkari rökhyggja og afl tungumálsins hefur verið reist á grunni andlegrar skynjunar hinna arísku sagnameistara. Við munum koma að því síðar.

Ástundun staðfestir paravairagya ástand í huga Yoga, í hinni fullkomnu ró. Það er opið fyrir öllum gerðum tilvistaráhrifa, án neinna truflanna skilningsvitanna. Næsta orka sem sýnir sig er kölluð samapatti. Ég skilgreini þetta orð sem huglægt ástand, sem getur móttekið endurkast hlutlæga sem óhlutlæga heimsins og leiðir til þekkingar á hinum minnstu hreyfingum, sem eru þó hins veittar.
Innsæi hefur fjögur stig: (1) Sa vitarka, í orði, (2) Nir vitarka, án orða, (3) Sa vichara, í hugleiðslu, (4) Nir vichara, í djúpri hugleiðslu.
Innsæisástandi hefur verið lýst sem björtum, tærum, gegnsæum, litlausum kristall. Horfðu á hvað sem er gegnum slíkan kristal og hann mun sýna sig í litum þess hlutar. Þannig hagar hugurinn sér í slíku ástandi. Leyfum tilvistargeislunum sem bera uppi hin sýnilega heim falla á hann, og þeir sýna sig í litum sýnilega heimsins. Tökum þessa liti í burt, og hann er aftur eins hreinn sem kristall, tilbúinn að sýna hvaða aðra liti sem falla á hann. Hugsið um frumöfl náttúrunnar, tatwa, hugsið um hvernig efnishlutir virka, um skilningsvitin og uppruna þeirra og hvernig þeir virka, hugsið um sálina, frjálsa eða bundna, og um hugann hvernig hann fellur í hvert þessa ástands. Hann geymir enga sérstaka liti sem hindra aðra liti sem koma inn í hann. Fyrsta stig innsæis er af orði. Það er það algenasta á þessum tímum og því auðskiljanlegasta.

Leyfum lesandanum hugsa sér huga þar sem engir litir koma fram við að heyra vísindaumræðu. Að hann hugsi sér þúsundir manna sem heyri á sínu eigin tungumáli umræður um háleitar hugmyndir sem hljómi eins um hebreska í eyrum þeirra. Tökum ómenntaðan bónda og kennum honum að lesa Comus eftir John Milton. Munu þessi fallegu orð færa honum allt það sem þeim var ætlað? Af hverju ómenntaðan bónda? Fékk hin mikli John Egerton sjálfur skilið fegurðina frá Milton? Lesum fyrir almennan skólapilt á hans eigin máli sannindi í heimsspeki. Skilar tungumálið, jafnvel þó þú gefir honum orðabók um merkingu orðanna, einhverjum hugmyndum í huga hans? Lesum Upanishad, fyrir pandit (Bramha klerkur) sem skilur Sanskrit nokkuð vel. Efast einhver um (ég geri það ekki) að hann skilji öll þau háfleygu orð sem í þeim stendur? Með það í huga, berum þá saman huga vel menntaðs manns, við huga sem af innsæi skilur merkingu orðanna. Það er erfitt verk að að skilja til fulls merkingu þeirra, jafnvel fyrir þann vel menntaða. Fordómar, andstæðar kenningar, eigin fullvissa, og kannski einhverjir aðrir hugrænir þröskuldir hindra það. Jafnvel John Stuart Mill kynni jafnvel ekki hafa skilið heimspeki Sir William Hamilton. Einn mesti kennimaður austurlanda segir að kerfi Patanjali’s sé alls ekki heimsspeki! Annar hefur sagt að Patanjali’s Aphorisms on Yoga sé eintómir öfgar! Margar tantras (kviður), þó þær séu þýddar á hvaða tungumál sem er; sem mjög fáir skilja raunverulega merkingu þeirra. Það er mjög mikil synd og ber að harma. Skilningurinn hvarf með orðanna innsæi. Í slíku ástandi er Yogi í tengslum við höfund bókarinnar vegna þess að hugur hans er laus við alla bindandi fordóma, er í raun hreinn, bjartur og litlaus kristall, tilbúinn að móttaka hvaða litafasa sem hann kemst í tengsl við.

Næsta stig innsæis er orðalaust. Þá hefur þú enga þörf fyrir bækur til að vígjast inn í leyndarmál náttúrunnar. Hugur þinn getur náð sannindum úr brunni þeirra: sannar myndir af öllu, í hvaða mynd sem er í orðum, sem í gegnum prana, eru til staðar í hinum kosmíska huga, myndir sem eru sálir hlutanna, þeirra eigin sjálf, þungaðar af öllu sem þeir hafa gengið í gegn um, eða þurft að fara framhjá, raunveruleika hinna ýmsu og mismunandi stiga hins stórkostlega heims, hluti eins og borð, gler, penna, og í raun hvers einasta hlutar, harðan sem mjúkan, stóran sem lítin, svartan sem hvítan.
Þessi stig snúa að hlutum í hinum skiljanlega heimi. Næstu tvö stig innsæis snúa að þeim öflum sem er að baki efnisheiminum, heimi fínna efnisins. Innsæi íhugunar snýr aðeins að birtingu þeirra strauma, þeirra afla sem sýna sig eða munu sýna sig. Á því stig veit Yogi sem dæmi með innsæi sínu þegar kraftar andrúmsloftsins, Prana draga sig saman til að mynda úrkomu, en hann veit ekki hvað það er sem veldur því, eða hvort það muni gerast, eða í hversu miklu mæli. Hann sér krafta að verki, t.d. í tré, í hesti eða manni, orkuna sem er að verki, en veit ekki af hverju eða afleiðingar þeirrar orku.

Næsta stig nær yfir allt sem fellur undir öll þrjú stig fínna efnis. Núverandi stig er að sjálfsögðu þekkt, en á því dregur Yogi alla sögu hlutar frá upphafi til enda. Færum honum rós og hann sér öll fínni stig hennar, áður og nú. Hann sér upphaf runnans og vöxt hans á öllum stigum; hann veit hvernig róshnappurinn byrjar, hvernig hann opnast og hvernig hann verður að fögru blómi. Hann veit hvernig hún deyr og hvenær. Færum honum lokað umslag og hann veit ekki aðeins hvað það inniheldur, heldur líka innihald texta, hann getur rakið hvernig þær þær hugsanir urðu til og þeirrar handar sem ritaði bréfið, hvar það var ritað og til móttakanda. Það er á þessu stigi að hugur þekkir hvað annar hugur hugsar, án milligöngu orða.
Þessi fjögur stig standa fyrir því sem kallað er ytri trans (savija samadhi).

Af og til koma þessir kraftar fram hjá mörgum. En það sýnir einfaldlega að hin dauðlegi er á réttri vegferð. Hann verður að vera viss um það stig ef hann vinnur.
Þegar þetta síðasta stig samadhi er staðfest í huganum, andlegu skynfærin okkar fá orku frá ákveðinni þekkingu sem við höfum öðlast með ytri skynfærum okkar. Það sem ræður þessum skynfærum er æðra okkur hvað efnisheiminn varðar. Á svipaðan hátt er ekkert rúm fyrir að efa þau sannindi sem andleg skynjun gefur okkur. Það afl að þekkja sannindi með fullkominni vissu er þekkt sem Ritambhara, eða andleg skynjun.
Þekking sem andleg skynjun veitir, er alls ekki hægt að bera saman við þekkingu sem fengin er með ályktunum, ímyndun eða með öðrum leiðum.
Ályktanir, ímyndanir eða sagnir, sem byggðar eru á ytri efnislegri skynjun, geta aðeins byggst á þekkingu sem fengin er með slíkri skynjun. En andleg skynjun og ályktanir af henni, eru af yfirnáttúrulegum heimi, raunveruleikanum sem liggur að baki þeirri sérstöku tilvist sem við þekkjum. Þessi skynjun felur einnig í sér tilveru og eðli Prakriti, fíngerðasta efnisástandið, sem og dýrslega skynjun grófa efnisins.

Efnisleg skynjun dregur hugann að grófa efninu, heiminum sem gaf hana. Með sama hætti dregur andlega skynjun hugann að sálinni. Ástundun á samadhi eyðir sjálfu sér. Hugurinn tekur svo mikla orku frá sálinni að hann missir huglæga samkvæmni. Öll samsetning óraunverulegra nafna og forma hverfur. Sálin er í sjálfri sér, en ekki í huganum núna.
Með því er mestum hluta verksins lokið. Það er nú ljóst að það sem við köllum mann, lifir aðallega í huganum. Tveir aðilar hafa áhrif á hann. Annar er lífsgildin, hinn er andlegu gildin, annar kemur á ákveðnum breytingum á neðan frá, en hinn ofan frá. Þessar breytingar hafa verið skráðar og hann hefur fundið að yfirráð sálarinnar eru ákjósanlegri en lífsgildin. Þegar hugurinn hverfur inn í sálina, verður maðurinn guð.

Tilgangur þessara kafla hefur verið að rekja í stuttu máli, virkni og gagnvirk tengsl meginreglna náttúrunnar; með öðrum orðum, að rekja virkni lögmáls tilvistar (tatwic) á öllum sviðum alheimsins. Mikið er hægt að segja um leynda krafta í huganum og Prana sem sýna sig á sérstökum sviðum í þróun mannsins. Þess er ekki þörf að það sé hluti þessarar bókar, og lýk ég henni því með nokkrum skýringum á fyrsta og síðasta þætti kosmosins, andanum.

XV. Andinn

XV. Andinn ~
Það er anandamaya kosha, bókstaflega kjarni sælu Vedantista. Af orku andlegrar skynjunar veit sálin af tilvist þessarar tilvistar, en á núverandi stigi mannsins hefur hún ekki birt sig í mannlegri tilveru. Það sem skilur á milli sálar og anda er fjarvera “ég vitundar” í þeim síðari.

Hann er dögun þróunarinnar. Hann er upphaf hins mikla andardráttar. Hann er fyrsta kosmíska virkni eftir nóttu Mahapralaya. Eins og fjallað hefur verið um, er andardrátturinn í þremur stigum: jákvæða, neikvæða og susumna. Susumna er þunguð af öðru hvoru stiginu. Þessu stigi er lýst í Parameshthi sukta úr Rig Veda sem annað hvort Sat (jákvætt) eða Asat (neikvætt). Þetta er frumstig parabrahma, sem allur alheimurinn liggur eins og hulið tré í fræinu. Eins og bólstrar rísa og losa sig frá hafinu, rísa inn- og útþróun upp af þessu stigi og í fullnustu tímans falla þar aftur niður. Hvað er Prakriti á þessu máttuga stigi? Fyrirbærið Prakriti á uppruna sinn og tilveru í hinum mikla andardrætti. Þegar hin mikli andardráttur er á susumna stigi, getum við sagt að Prakriti sjálft sé á susumna stigi? Það er í raun parabrahma sem er allt í öllu. Prakriti er aðeins skuggi af því efni, og eins og skuggi fylgir það breytingum á hinum mikla andardrætti. Fyrsta breytingin á hinum mikla andardrætti er jákvæði straumurinn, eða upphaf þróunarinnar.

Á þessu stigi er Prakriti tilbúið að breytast í fyrsta stigs eter, sem myndar andrúmsloft sem Iswara dregur líf sitt af. Á fyrsta stig þróunarinnar, er hin mikli andardráttur (parabrahma), sem veldur þessum breytingum á Prakriti, þekktur sem Sat, brunnur allrar tilveru. “Ég” er eðlilega ekki til á þessu stigi, því það er aðgreiningin sem skapar “egóið”. En hvað er þetta stig? Þarf maðurinn að hverfa áður en hann getur náð þessu stigi, því sem frá sjónarhorni mannsins er kallað nirvana eða paranirvana? Það er engin ástæða til að ætla að maðurinn þurfi að gereyðast fyrir þetta stig, ekki frekar en að það þurfi að eyða öllum hita úr vatni. Einföld staðreynd er að litir sem standa fyrir egóið falla inn í hærra orkuform andans. Þetta er vitundar-eða þekkingarstig ofar sjálfinu, sem sjálfið hverfur inn í.

Einstaka andi hefur sömu tengsl við Sat sem einstaka sál hefur við Iswara, einstaka hugur við Virat, og einstaka lífsgildi við Prana. Hverri miðju er gefið líf af tilvistargeislunum á því stigi. Hver þeirra er dropi í eigin hafi. Upanishad útskýrir þetta stig með mörgum nöfnum. Chhandogva, geymir hins vegar mjög ítarlegt samtal um þetta efni milli Uddalaka og sonar hans Shwetakete.
Prófessor Max Muller gerði nokkrar mjög vafasamar athugasemdir og ákveðnar fullyrðingar um þetta samræður, kallaði það „meira og minna óraunverulegar“. Þessar athugasemdir hefðu aldrei átt að koma frá svo lærðum manni, ef hann hefði þekkt og skilið eitthvað af hinni fornu vísindum um andardráttinn og kenningunum um tilvistarþættina. Upanishad getur aldrei verið mjög vitrænt án þeirrar yfirgripsmiklu þekkingar. Við verðum að muna að Upanishads sjálf segir á mörgum stöðum að þörf sé á kennara til til frekari skilnings á þessum guðlegu orðum þar. Kennari kennir ekkert nema vísindin um hin mikla andardrátt; sem eru sögð vera sú leyndasta af öllum leyndum kenningum. Það er staðreynd að allt það er kennt í Upanishad. Sú litla bók sem reynir að útskýra þetta efni fyrir heiminum, varð til sem samantekt úr ýmsum áttum um sama efni, erft frá ýmsum leyndum reglum. Raunin er að þessar kviður er meginlykill að Arískri heimspeki og leyndum vísindum, en þessi litla bók mun varla getað þjónað því að eyða myrkri aldanna.

En snúum okkur að samræðunum milli faðir og sonar, sem er í sjötta Prapathaka í Chhandogya Upanishad.
“In the beginning, my dear, there was only that which is one only, without a second. Others say in the beginning there was that only, which is not one only, without a second, and from which is not, that which is was born.”
„Minn kæri, í upphafi, var þar aðeins það sem er hið eina, án þess næsta. Aðrir segja að í upphafi, var aðeins það eina, sem er ekki aðeins eitt, án þess næsta, hvaðan það var ekki, þess sem er var fætt.“
Þessi er þýðing Prófessors Max Muller. Þrátt fyrir hans mikla orðspors og menntun, hætti ég mér að segja, að hann hafi algjörleg misst sjónar af merkingu Upanishad í þessari þýðingu. Upprunalega setningin er:
„Sad eva saumyedamagre asit.“
Ég get ekki fundið neitt í þýðingunni sem gefur tilfinningu fyrir orðinu “idam” í upprunalegu setningunni. Idam þýðir „þetta“, og það hefur verið útskýrt í merkingunni sem heimur fyrirbrigðanna. Þetta er litið á, o.s.f.v. Þessvegna ætti rétt þýðing að vera:
„Þetta (heimurinn) var Sat einn í upphafi.“
Kannski er orðið “það” fyrir mistök sett í stað “þetta” í þýðingu próf. Max Muller. Ef það var raunin, er gallinn í þýðingunni lagfærður.
Textinn merkir að fyrsta stig heimsins fyrir aðgreiningu var það sem þekkt er sem Sat. Sem allt kemur á eftir, það sýnist að þetta sé það ástand; Alheimsins með öllum sínum fyrirbrigði, efnis-, hug,-og andlegum séu í dvala. Orðið eva, sem í þýðingunni stendur fyrir orðin „einn“ eða „aðeins“, merkir að í upphafi daganna hafði alheimurinn ekki öll fimm, né ekki einu sinni tvö eða fleirri af hinum fimm tilvistarsviðunum. En það var svo, í upphafi var Sat einn.
Sat er aðeins einn, án þess næsta. Engir eiginleikar tímans eru í þessum tveim. Sat er aleinn, ekki eins og Prana, Virat eða Iswara, sem öll eru í birtingu samtímis, í skuggsjá tilverunnar.
Næsta setning segir að í upphafi var Asat einn. En Prófessor Muller þýðir það, “ var aðeins það (?) eina, sem er ekki aðeins eitt „
Þetta hefur enga merkingu, þrátt fyrir grískan undirleik. Að Asat sé þýtt sem „sem er ekki“ eða í stuttu máli „ekkert“, er ljóst. En það er engin vafi á því að það er ekki merkingin í Upanishad. Orðin eru hér í sama skilningu og í „Nosad asit“, sálmi í Rigveda.
„Þá var hvorki Sat né Asat.“

Þetta er að sjálfsögðu algörlega annað ástand en Sat í Upanishad. Það er ekkert annað en susumna andardráttar Brahma. Eftir það í upphafi þróunarinnar verður Brahma að Sat. Þetta er jákvæður og mögulegur fasi. Asat er ekkert meira en neikvæður svalandi lífsstraumar sem ræður nóttu Maha pralaya. Þegar skuggi Prakriti hefur gengist undir byrjunaráhrif neikvæða straumsins, byrjar dagur þróunarinnar með upphafi jákvæða straumsins. Ágreiningur um upphafið er aðeins tæknilega eðlis. Í rauninni er ekkert upphaf. Allt er hreyfing í hringi, og af þeim sjónarhóli getum við staðhæft hvað sem við viljum um upphafið.

Asat heimsspekingar telja að án þess að Maya gangist undir byrjunaráhrif næturinnar, verði engin sköpun. Þannig að samkvæmt þeim , verðum við að setja Asat í upphafið.
Sögumaðurinn Uddalaka myndi ekki fallast á þetta. Samkvæmt honum, eru áhrifamikil virk öfl í Sat, jákvætt ástand, alveg eins og allt lífsform fær frá Prana (jákvætt lífsefni) en ekki frá Rayi (neikvæða lífsefnið) – sjá í Prasnopnishat. Það er aðeins hrifning fyrir Asat; raunveruleg nöfn og form fyrirbrigða alheimsins eru ekki þar. Í raun hefur nafnið Asat, verið gefið frumstigi alheims í þróun af þeirri ástæðu. Ef við gætum þýtt þessi tvö, yrðum við að smíða tvær mjög einstakar samsetningar: Sat (það-í-sem-er) og Asat (það-í-sem-er-ekki).
Það er aðeins slík framsetning sem gefur sanna merkingu og því við hæfi að halda Sanskrit orðum og útskýra þau eins vel og hægt er.
Í raunverulegu ástandi þar sem nöfn og form finnast ekki, getur ekkert staðið sem ástæða fyrir nöfnum og formum sem ekki eru til. Af því leiðir að Sat var einn í upphafi, o.s.f.
Einstaka andi hefur sömu tengsl við Sat eins og sál hefur við Iswara.

Þetta nægir í bili. Það er nægilegt til að sýna að það er engin gereyðing hvergi í alheiminum. Nirvana þýðir einfaldlega uppljómun (sem er ekki eyðing) af fyrirbrigðageislum.